Leita skýringa á stærð hlaupsins sem er nánast búið Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Eiður Þór Árnason skrifa 28. júlí 2024 13:01 Hlaup úr Mýrdalsjökli eru árviss viðburður en hlaupið í ár er með þeim umfangsmeiri í langan tíma. Hlaupið er stærra en hlaupið árið 2011 sem taldist þá óvenjustórt. Sveinbjörn Darri Matthíasson Talið er að tvö jökulhlaup hafi valdið einu stærsta hlaupi úr Mýrdalsjökli um árabil. Það er í rénun en nokkur jarðskjálftavirkni hefur mælst undir jöklinum. Óvissustig almannavarna er enn í gildi á svæðinu en fundur verður um áframhaldið með Veðurstofunni klukkan tvö í dag. Böðvar Sveinsson, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofunni segir hlaupið í rénun. „Hlaupið er enn þá í gangi, það er hlaupvatn í Skálm og það mun vera í einhvern smá tíma í viðbót en vatnshæðin er mun lægri heldur en var áður. Þetta er svona nánast búið þannig séð. Svo er enn þá smávægilegt hlaup í Emstra og Markarfljóti.“ Hann segir að hlaupið í gær hafi verið óvenjustórt og í raun tvö hlaup í einu. Það líti út fyrir að vera stærra heldur en stóra hlaupið sem var í Múlakvísl árið 2011.Nokkrir skjálftar voru í Mýrdalsjökli í morgun en öllum óróa og skjálftavirkni á svæðinu sé lokið. „Hvað tekur svo við vitum við náttúrlega ekki nákvæmlega, hvort þetta hafi einhver áhrif áfram næstu daga,“ segir Böðvar. Tekur tíma fyrir rennsli að komast í eðlilegt horf Vatnshæð og rafleiðni í Skálm hefur minnkað talsvert síðan í gær og dregur því úr áhrifum hlaupsins sem kom undan Sandfellsjökli í austanverðum Mýrdalsjökli. Engin merki sjást um hlaupvatn í Jökulsá á Sólheimasandi eða Múlakvísl, af því er fram kemur á vef Veðurstofunnar. Undir morgun mældust nokkrir skjálftar undir jöklinum, sá stærsti um 2,9 að stærð um klukkan 6. Engin breyting varð á óróa í kjölfarið. Ef engin frekari skjálftavirkni eða hlaupórói mælist er ekki er von á frekari hlaupum undan Mýrdalsjökli að svo stöddu. Nokkrir dagar geta liðið þangað til rennslið í ánna Skálm kemst í eðlilegt horf miðað við árstíma, að sögn Veðurstofunnar. Má búast við því að virkni í Mýrdalsjökli haldist há með skjálftavirkni og tíðum minni jökulhlaupum í ár sem renna úr jöklinum, líkt og gerðist í kjölfar stóra hlaupsins sem var í Múlakvísl 2011. Leita skýringa en engin merki um eldgos Líkt og áður segir er um óvenjustórt hlaup að ræða á þessum slóðum en sérfræðingar segja erfitt að fullyrða um það að svo stöddu hvað olli því að svo mikið hlaupvatn kom undan Mýrdalsjökli. „Það er þó ljóst að talsverð virkni hefur verið í norðurenda Kötluöskjunnar og olli því að hlaupvatn kom undan Mýrdalsjökli bæði vestan megin og austan megin. Á gervitunglamyndum sést að sig hefur orðið í þekktum hlaupkötlum á Mýrdalsjökli. Það er hins vegar óljóst hvað veldur því að þetta mikið hlaupvatn ryðst fram niður í Skálm á þetta skömmum tíma,“ segir á vef Veðurstofunnar. Miðað við fyrsta mat af umfangi hlaupsins í Skálm sé um margfalt meira magn vatns að ræða en í hefðbundnu hlaupi úr jöklinum. Engin merki sjáist í gögnum Veðurstofunnar sem bendi til að eldgos hafi orsakað jökulhlaup að þessu sinni. Eldgos og jarðhræringar Mýrdalshreppur Tengdar fréttir Hringvegurinn líklega lokaður til kvölds Hringvegurinn milli Víkur og Kirkjubæjarklausturs er enn lokaður. Vonast er til að hægt verði að hleypa umferð um hann með takmörkunum undir kvöld. 28. júlí 2024 12:09 „Það taka þessu allir með stóískri ró“ Hlaupið hefur haft mikil áhrif á ferðaþjónustu í kringum vegakaflann sem er lokaður milli Víkur og Kirkjubæjarklausturs. Víða er uppselt í gistingu á svæðinu og hafa ferðamenn misst af flugi. Hótelstjóri í Vík í Mýrdal segir flesta taka ástandinu með stóískri ró. 28. júlí 2024 11:53 Hlaupið minnkað verulega en jökullinn skelfur enn Hlaupvatn er ennþá í ánni Skálm og jökulhlaupið er ekki búið, en dregið hefur verulega úr rennsli og vatnshæðin er komin undir það sem hún var fyrir hlaup. Nokkurrar jarðskjálftavirkni hefur orðið vart í vestanverðum Mýrdalsjökli og í Sólheimajökli, sem telst eðlilegt eftir hlaup. 28. júlí 2024 08:33 Ekkert bendi til að hlaupið sé afleiðing eldgoss Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli hefur náð hámarki við þjóðveg 1. Ekkert í gögnum veðurstofunnar bendir til þess að hlaupið sé afleiðing eldgoss undir jöklinum. 27. júlí 2024 22:57 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Sjá meira
Óvissustig almannavarna er enn í gildi á svæðinu en fundur verður um áframhaldið með Veðurstofunni klukkan tvö í dag. Böðvar Sveinsson, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofunni segir hlaupið í rénun. „Hlaupið er enn þá í gangi, það er hlaupvatn í Skálm og það mun vera í einhvern smá tíma í viðbót en vatnshæðin er mun lægri heldur en var áður. Þetta er svona nánast búið þannig séð. Svo er enn þá smávægilegt hlaup í Emstra og Markarfljóti.“ Hann segir að hlaupið í gær hafi verið óvenjustórt og í raun tvö hlaup í einu. Það líti út fyrir að vera stærra heldur en stóra hlaupið sem var í Múlakvísl árið 2011.Nokkrir skjálftar voru í Mýrdalsjökli í morgun en öllum óróa og skjálftavirkni á svæðinu sé lokið. „Hvað tekur svo við vitum við náttúrlega ekki nákvæmlega, hvort þetta hafi einhver áhrif áfram næstu daga,“ segir Böðvar. Tekur tíma fyrir rennsli að komast í eðlilegt horf Vatnshæð og rafleiðni í Skálm hefur minnkað talsvert síðan í gær og dregur því úr áhrifum hlaupsins sem kom undan Sandfellsjökli í austanverðum Mýrdalsjökli. Engin merki sjást um hlaupvatn í Jökulsá á Sólheimasandi eða Múlakvísl, af því er fram kemur á vef Veðurstofunnar. Undir morgun mældust nokkrir skjálftar undir jöklinum, sá stærsti um 2,9 að stærð um klukkan 6. Engin breyting varð á óróa í kjölfarið. Ef engin frekari skjálftavirkni eða hlaupórói mælist er ekki er von á frekari hlaupum undan Mýrdalsjökli að svo stöddu. Nokkrir dagar geta liðið þangað til rennslið í ánna Skálm kemst í eðlilegt horf miðað við árstíma, að sögn Veðurstofunnar. Má búast við því að virkni í Mýrdalsjökli haldist há með skjálftavirkni og tíðum minni jökulhlaupum í ár sem renna úr jöklinum, líkt og gerðist í kjölfar stóra hlaupsins sem var í Múlakvísl 2011. Leita skýringa en engin merki um eldgos Líkt og áður segir er um óvenjustórt hlaup að ræða á þessum slóðum en sérfræðingar segja erfitt að fullyrða um það að svo stöddu hvað olli því að svo mikið hlaupvatn kom undan Mýrdalsjökli. „Það er þó ljóst að talsverð virkni hefur verið í norðurenda Kötluöskjunnar og olli því að hlaupvatn kom undan Mýrdalsjökli bæði vestan megin og austan megin. Á gervitunglamyndum sést að sig hefur orðið í þekktum hlaupkötlum á Mýrdalsjökli. Það er hins vegar óljóst hvað veldur því að þetta mikið hlaupvatn ryðst fram niður í Skálm á þetta skömmum tíma,“ segir á vef Veðurstofunnar. Miðað við fyrsta mat af umfangi hlaupsins í Skálm sé um margfalt meira magn vatns að ræða en í hefðbundnu hlaupi úr jöklinum. Engin merki sjáist í gögnum Veðurstofunnar sem bendi til að eldgos hafi orsakað jökulhlaup að þessu sinni.
Eldgos og jarðhræringar Mýrdalshreppur Tengdar fréttir Hringvegurinn líklega lokaður til kvölds Hringvegurinn milli Víkur og Kirkjubæjarklausturs er enn lokaður. Vonast er til að hægt verði að hleypa umferð um hann með takmörkunum undir kvöld. 28. júlí 2024 12:09 „Það taka þessu allir með stóískri ró“ Hlaupið hefur haft mikil áhrif á ferðaþjónustu í kringum vegakaflann sem er lokaður milli Víkur og Kirkjubæjarklausturs. Víða er uppselt í gistingu á svæðinu og hafa ferðamenn misst af flugi. Hótelstjóri í Vík í Mýrdal segir flesta taka ástandinu með stóískri ró. 28. júlí 2024 11:53 Hlaupið minnkað verulega en jökullinn skelfur enn Hlaupvatn er ennþá í ánni Skálm og jökulhlaupið er ekki búið, en dregið hefur verulega úr rennsli og vatnshæðin er komin undir það sem hún var fyrir hlaup. Nokkurrar jarðskjálftavirkni hefur orðið vart í vestanverðum Mýrdalsjökli og í Sólheimajökli, sem telst eðlilegt eftir hlaup. 28. júlí 2024 08:33 Ekkert bendi til að hlaupið sé afleiðing eldgoss Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli hefur náð hámarki við þjóðveg 1. Ekkert í gögnum veðurstofunnar bendir til þess að hlaupið sé afleiðing eldgoss undir jöklinum. 27. júlí 2024 22:57 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Sjá meira
Hringvegurinn líklega lokaður til kvölds Hringvegurinn milli Víkur og Kirkjubæjarklausturs er enn lokaður. Vonast er til að hægt verði að hleypa umferð um hann með takmörkunum undir kvöld. 28. júlí 2024 12:09
„Það taka þessu allir með stóískri ró“ Hlaupið hefur haft mikil áhrif á ferðaþjónustu í kringum vegakaflann sem er lokaður milli Víkur og Kirkjubæjarklausturs. Víða er uppselt í gistingu á svæðinu og hafa ferðamenn misst af flugi. Hótelstjóri í Vík í Mýrdal segir flesta taka ástandinu með stóískri ró. 28. júlí 2024 11:53
Hlaupið minnkað verulega en jökullinn skelfur enn Hlaupvatn er ennþá í ánni Skálm og jökulhlaupið er ekki búið, en dregið hefur verulega úr rennsli og vatnshæðin er komin undir það sem hún var fyrir hlaup. Nokkurrar jarðskjálftavirkni hefur orðið vart í vestanverðum Mýrdalsjökli og í Sólheimajökli, sem telst eðlilegt eftir hlaup. 28. júlí 2024 08:33
Ekkert bendi til að hlaupið sé afleiðing eldgoss Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli hefur náð hámarki við þjóðveg 1. Ekkert í gögnum veðurstofunnar bendir til þess að hlaupið sé afleiðing eldgoss undir jöklinum. 27. júlí 2024 22:57