Fyrirvari fyrir næsta gos gæti verið nokkrar mínútur Tómas Arnar Þorláksson skrifar 24. júlí 2024 23:36 Víðir Reynisson, sviðsstjóri almannavarna. Vísir/Arnar Hættustig almannavarna var virkjað í dag vegna yfirvofandi eldoss í grennd við Grindavík. Víðir Reynisson, sviðsstjóri almannavarna, segir það áhyggjuefni að viðvörunartími styttist með hverju gosinu sem verður en telur þó öruggt að fólk sé í bænum að degi til. Veðurstofa Íslands uppfærði hættumat sitt í gær en nú er talin mikil hætta á gosopnun og hraunflæði innan Grindavíkur og norðaustan við bæinn á næstu tveimur vikum. „Við bara þurfum að hækka okkar viðbúnað og auka vöktun hjá okkur og nú eru farnar að ganga fleiri bakvaktir hjá okkur og annað slíkt. Við vorum í dag með samráðsfund með ýmsum hagaðilum þar sem við vorum að fara yfir stöðuna þannig að allir væru tilbúnir að fara yfir sínar áætlanir.“ Viðvörunartíminn nokkrar mínútur Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur benti á það í gær að fyrirvarinn fyrir gos á svæðinu styttist með hverju gosinu sem verður. Víðir segir það áhyggjuefni en viðvörunartími gæti verið aðeins nokkrar mínútur. „Plönin okkar núna eru að geta hafið rýminguna, sett lúðrana í gang og sent skilaboð til þeirra inn á hættusvæðinu á styttri tíma en áður,“ segir Víðir. Gist í 30 til 60 húsum Um 250 til 300 manns starfa í bænum á hverjum degi. Grindavíkurnefnd hyggst ráðast í umfangsmiklar framkvæmdir eftir verslunarmannahelgi til að gera við vegi og lagnir í bænum og mun fólki í bænum fjölga við það. Kostnaður verkefnisins hleypur á nokkrum hundruðum milljónum króna. Spurður hvort að það sé ábyrgt og skynsamlegt að hafa fólk í bænum þegar að gos gæti komið upp innan bæjarmarkanna segir Víðir að það sé öruggt að degi til. „Það hefur sýnt sig að það gengur mjög fljótt að rýma að degi til. Við höfum meiri áhyggjur af þeim sem gista þarna. Það er gist í svona 30 til 60 húsum. Við höfum meiri áhyggjur af því.“ En aðgangurinn verður ekki takmarkaður enn frekar upp úr þessu? „Ekki eins og staðan er núna, nei.“ Eldgos og jarðhræringar Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Innlent Fleiri fréttir Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Sjá meira
Veðurstofa Íslands uppfærði hættumat sitt í gær en nú er talin mikil hætta á gosopnun og hraunflæði innan Grindavíkur og norðaustan við bæinn á næstu tveimur vikum. „Við bara þurfum að hækka okkar viðbúnað og auka vöktun hjá okkur og nú eru farnar að ganga fleiri bakvaktir hjá okkur og annað slíkt. Við vorum í dag með samráðsfund með ýmsum hagaðilum þar sem við vorum að fara yfir stöðuna þannig að allir væru tilbúnir að fara yfir sínar áætlanir.“ Viðvörunartíminn nokkrar mínútur Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur benti á það í gær að fyrirvarinn fyrir gos á svæðinu styttist með hverju gosinu sem verður. Víðir segir það áhyggjuefni en viðvörunartími gæti verið aðeins nokkrar mínútur. „Plönin okkar núna eru að geta hafið rýminguna, sett lúðrana í gang og sent skilaboð til þeirra inn á hættusvæðinu á styttri tíma en áður,“ segir Víðir. Gist í 30 til 60 húsum Um 250 til 300 manns starfa í bænum á hverjum degi. Grindavíkurnefnd hyggst ráðast í umfangsmiklar framkvæmdir eftir verslunarmannahelgi til að gera við vegi og lagnir í bænum og mun fólki í bænum fjölga við það. Kostnaður verkefnisins hleypur á nokkrum hundruðum milljónum króna. Spurður hvort að það sé ábyrgt og skynsamlegt að hafa fólk í bænum þegar að gos gæti komið upp innan bæjarmarkanna segir Víðir að það sé öruggt að degi til. „Það hefur sýnt sig að það gengur mjög fljótt að rýma að degi til. Við höfum meiri áhyggjur af þeim sem gista þarna. Það er gist í svona 30 til 60 húsum. Við höfum meiri áhyggjur af því.“ En aðgangurinn verður ekki takmarkaður enn frekar upp úr þessu? „Ekki eins og staðan er núna, nei.“
Eldgos og jarðhræringar Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Innlent Fleiri fréttir Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?