Röng skilaboð að Yaris borgi það sama og stór jeppi Jón Ísak Ragnarsson skrifar 23. júlí 2024 20:35 FÍB vill að kílómetragjaldið takið mið af þyngd og orkugjafa ökutækis, en þau segja ósanngjarnt að gjaldið verði það sama fyrir lítinn bíl eins og Toyota Yaris, og stærri jeppa. Ívar Fannar/Getty Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, segir að flatt kílómetragjald sem lagt er til á alla bíla undir 3,5 tonnum, sé ósanngjarnt. Það séu röng skilaboð til almennings að minni bílar sem mengi minna og slíti vegum minna, borgi það sama og stærri jeppar og pallbílar. Einnig þurfi að ræða gjaldtöku á þungu atvinnubílunum, en ef fram fer sem horfir mun gífurlegur kostnaður leggjast á landsbyggðina. Í samráðsgátt stjórnvalda eru drög að áformum um að kílómetragjald verði tekið upp fyrir bensín- og díselbíla. Gjaldið var lagt á rafmagns- tengiltvinnbíla, og vetnisbíla um síðustu áramót. Áformað er að taka upp svipaða gjaldtöku fyrir bensín- og díselbíla, en fella í staðinn brott bensín- og olíugjöld sem greidd eru við eldsneytiskaup. „Þarna er talað um flatt gjald á bíla undir 3500 kílóum. Við höfum bent á að það er mjög ósanngjarnt. Bíll sem er 3,5 tonn eyðir meira eldsneyti og slítur vegakerfinu meira en bíll sem er 1000 kíló,“ segir Runólfur Ólafsson framkvæmdastjóri FÍB, sem var gestur í Reykjavík síðdegis í dag. Það séu röng skilaboð til almennings, að minni og umhverfisvænni bílar, borgi það sama og stærri og eyðslufrekari bílar. Hann segir að FÍB vilji að gjaldið taki mið af þyngd og orkugjafa hvers og eins bíls. Pólitískur ómöguleiki fyrir Framsókn Runólfur segir að það eigi eftir að ná sátt um gjaldtöku þungu atvinnubílanna, en áformað er að bílar sem eru meira en 3,5 tonn borgi hærra kílómetragjald. Þetta muni hafa í för með sér umfangsmikinn kostnað fyrir landsbyggðina. Sú umræða hafi ekki farið fram, enda hafi engar tölur verið lagðar fram, bara sagt að gjaldið verði stighækkandi eftir þyngd ökutækja. „Við vitum það jú að vegirnir grotna enn meira undan þungu bílunum, en svo erum við líka að reyna halda landinu í byggð. Þannig það þarf að ná einhverri pólitískri sátt um þetta,“ segir Runólfur. Runólfur telur ekki víst að frumvarpið verði lagt fram í haust, of stutt sé í kosningar. „Ég sé ekki að formaður Framsóknarflokksins leggi frumvarpið fram eins og það lítur út,“ segir Runólfur. Þrjátíu ár af bifreiðagjaldi sem átti að vera til eins árs Runólfur segir að bifreiðagjaldið hafi verið lagt á fyrir þrjátíu árum til að „stappa upp í fjárlagagat í eitt ár,“ gefi ríkissjóði sennilega um 10 milljarða í tekjur á ári. Bifreiðagjaldið hafi einnig snarhækkað á undanförnum árum, og peningurinn fari beint inn í ríkissjóð án þess að vera eyrnamerktur til vegaframkvæmda eða þess háttar. Áður hafi verið einhver eyrnamerking á sköttum af bensín- og díselolíu, en henni hafi verið kippt úr sambandi árið 2017. „Þáverandi fjármálaráðherra bjarni Ben, sagði að engir skattar ættu að vera eyrnamerktir sérstaklega af því að ríkissjóðir héldi utan um öll útgj-ld ríkisins og þetta yrði bara jafnað út,“ segir Runólfur. Hann segir að í góðu árferði fari að jafnaði einn þriðji af sköttum af bílum til vegamála, en yfirleitt séu þetta tuttugu til tuttugu og fimm prósent. Skattar og tollar Bílar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Framsóknarflokkurinn Reykjavík síðdegis Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Fleiri fréttir Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Sjá meira
Í samráðsgátt stjórnvalda eru drög að áformum um að kílómetragjald verði tekið upp fyrir bensín- og díselbíla. Gjaldið var lagt á rafmagns- tengiltvinnbíla, og vetnisbíla um síðustu áramót. Áformað er að taka upp svipaða gjaldtöku fyrir bensín- og díselbíla, en fella í staðinn brott bensín- og olíugjöld sem greidd eru við eldsneytiskaup. „Þarna er talað um flatt gjald á bíla undir 3500 kílóum. Við höfum bent á að það er mjög ósanngjarnt. Bíll sem er 3,5 tonn eyðir meira eldsneyti og slítur vegakerfinu meira en bíll sem er 1000 kíló,“ segir Runólfur Ólafsson framkvæmdastjóri FÍB, sem var gestur í Reykjavík síðdegis í dag. Það séu röng skilaboð til almennings, að minni og umhverfisvænni bílar, borgi það sama og stærri og eyðslufrekari bílar. Hann segir að FÍB vilji að gjaldið taki mið af þyngd og orkugjafa hvers og eins bíls. Pólitískur ómöguleiki fyrir Framsókn Runólfur segir að það eigi eftir að ná sátt um gjaldtöku þungu atvinnubílanna, en áformað er að bílar sem eru meira en 3,5 tonn borgi hærra kílómetragjald. Þetta muni hafa í för með sér umfangsmikinn kostnað fyrir landsbyggðina. Sú umræða hafi ekki farið fram, enda hafi engar tölur verið lagðar fram, bara sagt að gjaldið verði stighækkandi eftir þyngd ökutækja. „Við vitum það jú að vegirnir grotna enn meira undan þungu bílunum, en svo erum við líka að reyna halda landinu í byggð. Þannig það þarf að ná einhverri pólitískri sátt um þetta,“ segir Runólfur. Runólfur telur ekki víst að frumvarpið verði lagt fram í haust, of stutt sé í kosningar. „Ég sé ekki að formaður Framsóknarflokksins leggi frumvarpið fram eins og það lítur út,“ segir Runólfur. Þrjátíu ár af bifreiðagjaldi sem átti að vera til eins árs Runólfur segir að bifreiðagjaldið hafi verið lagt á fyrir þrjátíu árum til að „stappa upp í fjárlagagat í eitt ár,“ gefi ríkissjóði sennilega um 10 milljarða í tekjur á ári. Bifreiðagjaldið hafi einnig snarhækkað á undanförnum árum, og peningurinn fari beint inn í ríkissjóð án þess að vera eyrnamerktur til vegaframkvæmda eða þess háttar. Áður hafi verið einhver eyrnamerking á sköttum af bensín- og díselolíu, en henni hafi verið kippt úr sambandi árið 2017. „Þáverandi fjármálaráðherra bjarni Ben, sagði að engir skattar ættu að vera eyrnamerktir sérstaklega af því að ríkissjóðir héldi utan um öll útgj-ld ríkisins og þetta yrði bara jafnað út,“ segir Runólfur. Hann segir að í góðu árferði fari að jafnaði einn þriðji af sköttum af bílum til vegamála, en yfirleitt séu þetta tuttugu til tuttugu og fimm prósent.
Skattar og tollar Bílar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Framsóknarflokkurinn Reykjavík síðdegis Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Fleiri fréttir Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Sjá meira