„Þegar mamma er glöð, þá eru allir glaðir“ Aron Guðmundsson skrifar 24. júlí 2024 09:01 Jökull Andrésson er mættur aftur í uppeldisfélag sitt Aftureldingu á láni frá enska félaginu Reading. Vísir/Sigurjón Það eru margir sem ráku upp stór augu þegar að Afturelding greindi frá því að markvörðurinn Jökull Andrésson kæmi á láni til félagsins frá enska liðinu Reading. Þar með tekur hann slaginn með liðinu í Lengjudeildinni út tímabilið. Það eru margir á því að Jökull gæti spilað á hærra getustigi. Hann elskar hins vegar pressuna sem fylgir því að vera kominn aftur í uppeldisfélagið í Mosfellsbæ. Þrátt fyrir að vera aðeins 22 ára hefur Jökull marga fjöruna sopið á Englandi þar sem að hann hefur yfir að skipa leikjum í ensku C- og D-deildinni. Það fylgir því pressa að snúa aftur heim á þessum tímapunkti og það í Lengjudeildina því óhætt er að segja að ensku deildirnar séu hærra skrifaðar. Finnurðu fyrir pressunni sem fylgir komu þinni hingað? Að það sé vænst mikils af þér? „Ég elska pressuna. Það er það sem að við viljum,“ svarar Jökull og bætir við. „Ég er hérna tilbúinn að standa mig fyrir framan alla. Fyrir framan bæinn minn. Það er mín áskorun að koma þessu liði upp í Bestu deildina. Ég ætla að gera það á minn besta hátt. Hvernig sem er, til að hjálpa þeim. Það er alltaf betra að hafa smá pressu. Ég er svo spenntur fyrir þessu.“ Telur þetta rétta skrefið Það voru fleiri kostir í stöðunni fyrir Jökul hér heima, meðal annars í bestu deildinni en umhverfið og heildarpakkinn hjá Aftureldingu sá til þess að Jökull telur þetta rétta skrefið á þessum tímapunkti. „Við töluðum við mörg lið í Bestu deildinni. En einhvern vegin komumst við bara að því samkomulagi, bara með það til hliðsjónar að hér í Mosfellsbæ er mín fjölskylda sem og bara hvað væri best fyrir mig í þessari stöðu eftir að hafa verið að glíma við meiðsli í tvö ár, að það væri best að koma hingað í Aftureldingu. Auðvitað langaði mig alveg líka að reyna fyrir mér í Bestu deildinni en þessi lánssamningur til Aftureldingar var einhvern veginn fullkominn fyrir mig núna. Það hvernig Maggi þjálfari er búinn að setja upp planið. Ég ætla bara að prófa þetta. Mig langar að sjá hvernig þetta er. Þetta er í fyrsta skipti í lífi mínu, fyrir utan það þegar að ég var í fimmta flokki, sem ég er að fara spila á Íslandi. Mér fannst það bara rétt að gera það fyrir félagið sem þetta allt saman byrjaði á.“ Allir í skýjunum Jökull og kærasta hans Thelma Líf Theodórsdóttir eiga von á sínu fyrsta barni saman í september næstkomandi.Mynd: Jökull @Instagram „Ég skal bara segja þér það að konan hefur aldrei verið eins jafn glöð í lífi sínu. Að við séum komin hingað. Við eigum von á okkar fyrsta barni núna 3.september. Dóttir á leiðinni. Við erum með alla hérna í Mosfellsbæ. Mamma gæti ekki verið glaðari með þetta. Þegar að mamma er glöð. Þá eru allir glaðir. Við erum mjög ánægð núna. Ég get ekki beðið eftir því að byrja. Það er fyrsti leikur núna á fimmtudaginn á móti Keflavík. Byrjum bara þessa veislu.“ Förum í Bestu deildina Jökull nefnir Magnús Má Einarsson, þjálfara Aftureldingar, sem hafði mikið að segja um þá ákvörðun Jökuls að snúa aftur heim. „Auðvitað ýtti Afturelding við þessu. Maggi þjálfari. Ég verð að segja það. Ég ber svo ótrúlega mikla virðingu fyrir honum. Hann er búinn að láta mér líða rosalega vel með það hvað hann getur hjálpað mér með.“ Magnús Már Einarsson, þjálfari Aftureldingar.Vísir/Sigurjón „Hvernig hann sér þennan tíma minn hjá félaginu fyrir sér. Hvað hann vill gera fyrir mig. Þá hugsaði ég með mér: „Það er gæi hérna sem er tilbúinn til að gera gjörsamlega allt fyrir mig. Af hverju ekki?“ Þetta er Afturelding. Klúbburinn sem ég ólst upp í. Förum í Bestu deildina.“ Verið á Englandi frá 13 ára aldri Jökull verður því hér heima á Íslandi út yfirstandandi tímabil. Hann á innan við ár eftir af samningi sínum hjá Reading en hvað tekur við í haust þegar að tímabilinu er lokið hér heima? Jökull í leik með Morecambe á sínum tíma í enska deildarbikarnum.Vísir/Getty „Þetta er sama spurningin og ég hef verið að spyrja sjálfan mig að. Ég hef verið á mála hjá Reading í rúm tíu ár núna. Flutti út til Englands þegar að ég var þrettán ára. Það hefur gengið ótrúlega val. Ég hef spilað mikið undir merkjum Reading en verið sendur á láni í ensku C og D deildina og hef leikið þar fullt af leikjum. Ég er bara ekki viss hvað framtíðin ber í skauti sér. Er bara að skoða valmöguleikana. Kannski er kominn tími á að prófa eitthvað nýtt. Fara kannski til Skandinavíu eða eitthvað svipað. En á sama tíma, þegar að við verðum búnir að koma Aftureldingu upp í Bestu deildina, ætla ég að sýna þessum gæjum þarna hjá Reading hvað maður getur. Ég er aldrei hræddur við áskoranir. Hef aldrei verið það og ætla bara að sýna þessum gaurum hvað maður getur.“ En gæti það farið svo að Jökull verði lengur á Íslandi heldur en út yfirstandandi tímabil? „Það fer eftir ýmsu. Sjáum bara hvernig þetta tímabil fer. Sjáum hvernig manni líður. Ég hef verið á Englandi í rosalega langan tíma. Maður saknar fjölskyldu sinnar og vina. En á sama tíma ræður fótboltinn einhvern veginn alltaf. Maður er svo ástfanginn af fótboltanum. Það getur allt gerst. Eina sem kemst að í huga mínum núna er þessi leikur á fimmtudaginn ef ég á að vera hreinskilinn.“ Jökull dvaldi um tíma hjá enska félaginu Carlisle United á lániVísir/Getty Vill fara að festa rætur Eftir að hafa verið á láni hjá mismunandi félögum undanfarin ár er farið að bera á löngun hjá Jökli að festa rætur. „Það er hárrétt hjá þér. Ég farið á láni til fjögurra mismunandi liða síðustu tvö til þrjú ár. Núna er ég orðinn tuttugu og tveggja ára. Ekkert eldgamall. Þegar að maður er nítján til tuttugu ára er það alveg ótrúlega gaman að fara á láni eitthvert. En þegar að maður hefur farið á láni núna trekk í trekk kemur upp þörf til að festa rætur. Sérstaklega núna þegar að það er barn á leiðinni. Það væri best fyrir okkur fjölskylduna. Ég er svo sannarlega að leita að stað sem ég sé sem heimili mitt. Staðurinn minn.“ Viðtalið við Jökul í heild sinni má sjá hér fyrir neðan: Klippa: Jökull óvænt kominn aftur heim: „Elska pressuna“ Lengjudeild karla Afturelding Besta deild karla Enski boltinn Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Körfubolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Fram - Afturelding | Slagurinn um Úlfarsfell Í beinni: Valur - Víkingur | Gylfi mætir fyrrum félögum Dagur Örn sagður á leið til FH Í beinni: Stjarnan - ÍBV | Fara heimamenn á toppinn? Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Sjá meira
Þrátt fyrir að vera aðeins 22 ára hefur Jökull marga fjöruna sopið á Englandi þar sem að hann hefur yfir að skipa leikjum í ensku C- og D-deildinni. Það fylgir því pressa að snúa aftur heim á þessum tímapunkti og það í Lengjudeildina því óhætt er að segja að ensku deildirnar séu hærra skrifaðar. Finnurðu fyrir pressunni sem fylgir komu þinni hingað? Að það sé vænst mikils af þér? „Ég elska pressuna. Það er það sem að við viljum,“ svarar Jökull og bætir við. „Ég er hérna tilbúinn að standa mig fyrir framan alla. Fyrir framan bæinn minn. Það er mín áskorun að koma þessu liði upp í Bestu deildina. Ég ætla að gera það á minn besta hátt. Hvernig sem er, til að hjálpa þeim. Það er alltaf betra að hafa smá pressu. Ég er svo spenntur fyrir þessu.“ Telur þetta rétta skrefið Það voru fleiri kostir í stöðunni fyrir Jökul hér heima, meðal annars í bestu deildinni en umhverfið og heildarpakkinn hjá Aftureldingu sá til þess að Jökull telur þetta rétta skrefið á þessum tímapunkti. „Við töluðum við mörg lið í Bestu deildinni. En einhvern vegin komumst við bara að því samkomulagi, bara með það til hliðsjónar að hér í Mosfellsbæ er mín fjölskylda sem og bara hvað væri best fyrir mig í þessari stöðu eftir að hafa verið að glíma við meiðsli í tvö ár, að það væri best að koma hingað í Aftureldingu. Auðvitað langaði mig alveg líka að reyna fyrir mér í Bestu deildinni en þessi lánssamningur til Aftureldingar var einhvern veginn fullkominn fyrir mig núna. Það hvernig Maggi þjálfari er búinn að setja upp planið. Ég ætla bara að prófa þetta. Mig langar að sjá hvernig þetta er. Þetta er í fyrsta skipti í lífi mínu, fyrir utan það þegar að ég var í fimmta flokki, sem ég er að fara spila á Íslandi. Mér fannst það bara rétt að gera það fyrir félagið sem þetta allt saman byrjaði á.“ Allir í skýjunum Jökull og kærasta hans Thelma Líf Theodórsdóttir eiga von á sínu fyrsta barni saman í september næstkomandi.Mynd: Jökull @Instagram „Ég skal bara segja þér það að konan hefur aldrei verið eins jafn glöð í lífi sínu. Að við séum komin hingað. Við eigum von á okkar fyrsta barni núna 3.september. Dóttir á leiðinni. Við erum með alla hérna í Mosfellsbæ. Mamma gæti ekki verið glaðari með þetta. Þegar að mamma er glöð. Þá eru allir glaðir. Við erum mjög ánægð núna. Ég get ekki beðið eftir því að byrja. Það er fyrsti leikur núna á fimmtudaginn á móti Keflavík. Byrjum bara þessa veislu.“ Förum í Bestu deildina Jökull nefnir Magnús Má Einarsson, þjálfara Aftureldingar, sem hafði mikið að segja um þá ákvörðun Jökuls að snúa aftur heim. „Auðvitað ýtti Afturelding við þessu. Maggi þjálfari. Ég verð að segja það. Ég ber svo ótrúlega mikla virðingu fyrir honum. Hann er búinn að láta mér líða rosalega vel með það hvað hann getur hjálpað mér með.“ Magnús Már Einarsson, þjálfari Aftureldingar.Vísir/Sigurjón „Hvernig hann sér þennan tíma minn hjá félaginu fyrir sér. Hvað hann vill gera fyrir mig. Þá hugsaði ég með mér: „Það er gæi hérna sem er tilbúinn til að gera gjörsamlega allt fyrir mig. Af hverju ekki?“ Þetta er Afturelding. Klúbburinn sem ég ólst upp í. Förum í Bestu deildina.“ Verið á Englandi frá 13 ára aldri Jökull verður því hér heima á Íslandi út yfirstandandi tímabil. Hann á innan við ár eftir af samningi sínum hjá Reading en hvað tekur við í haust þegar að tímabilinu er lokið hér heima? Jökull í leik með Morecambe á sínum tíma í enska deildarbikarnum.Vísir/Getty „Þetta er sama spurningin og ég hef verið að spyrja sjálfan mig að. Ég hef verið á mála hjá Reading í rúm tíu ár núna. Flutti út til Englands þegar að ég var þrettán ára. Það hefur gengið ótrúlega val. Ég hef spilað mikið undir merkjum Reading en verið sendur á láni í ensku C og D deildina og hef leikið þar fullt af leikjum. Ég er bara ekki viss hvað framtíðin ber í skauti sér. Er bara að skoða valmöguleikana. Kannski er kominn tími á að prófa eitthvað nýtt. Fara kannski til Skandinavíu eða eitthvað svipað. En á sama tíma, þegar að við verðum búnir að koma Aftureldingu upp í Bestu deildina, ætla ég að sýna þessum gæjum þarna hjá Reading hvað maður getur. Ég er aldrei hræddur við áskoranir. Hef aldrei verið það og ætla bara að sýna þessum gaurum hvað maður getur.“ En gæti það farið svo að Jökull verði lengur á Íslandi heldur en út yfirstandandi tímabil? „Það fer eftir ýmsu. Sjáum bara hvernig þetta tímabil fer. Sjáum hvernig manni líður. Ég hef verið á Englandi í rosalega langan tíma. Maður saknar fjölskyldu sinnar og vina. En á sama tíma ræður fótboltinn einhvern veginn alltaf. Maður er svo ástfanginn af fótboltanum. Það getur allt gerst. Eina sem kemst að í huga mínum núna er þessi leikur á fimmtudaginn ef ég á að vera hreinskilinn.“ Jökull dvaldi um tíma hjá enska félaginu Carlisle United á lániVísir/Getty Vill fara að festa rætur Eftir að hafa verið á láni hjá mismunandi félögum undanfarin ár er farið að bera á löngun hjá Jökli að festa rætur. „Það er hárrétt hjá þér. Ég farið á láni til fjögurra mismunandi liða síðustu tvö til þrjú ár. Núna er ég orðinn tuttugu og tveggja ára. Ekkert eldgamall. Þegar að maður er nítján til tuttugu ára er það alveg ótrúlega gaman að fara á láni eitthvert. En þegar að maður hefur farið á láni núna trekk í trekk kemur upp þörf til að festa rætur. Sérstaklega núna þegar að það er barn á leiðinni. Það væri best fyrir okkur fjölskylduna. Ég er svo sannarlega að leita að stað sem ég sé sem heimili mitt. Staðurinn minn.“ Viðtalið við Jökul í heild sinni má sjá hér fyrir neðan: Klippa: Jökull óvænt kominn aftur heim: „Elska pressuna“
Lengjudeild karla Afturelding Besta deild karla Enski boltinn Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Körfubolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Fram - Afturelding | Slagurinn um Úlfarsfell Í beinni: Valur - Víkingur | Gylfi mætir fyrrum félögum Dagur Örn sagður á leið til FH Í beinni: Stjarnan - ÍBV | Fara heimamenn á toppinn? Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Sjá meira