Söngskólinn í Reykjavík leitar nýs húsnæðis Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 24. júlí 2024 12:34 Söngskólinn hefur starfað í Sturluhöllum frá árinu 2018. Reykjavíkurborg Stjórnendur Söngskólans í Reykjavík leita nýs húsnæðis undir starfsemi skólans. Núverandi húsnæði skólans við Laufásveg í Reykjavík, sem gjarnan er kallað Sturluhallir, hefur þegar verið selt. „Eins og flestir vita er rekstur tónlistarskóla í landinu ekki mjög beysinn þessa dagana,“ segir Viðar Gunnarsson óperusöngvari og stjórnarformaður Söngskólans í samtali við fréttastofu. Hann segir skólann ekki eiga efni á framkvæmdum á húsinu, sem þurfi reglulegt viðhald enda reist fyrir um hundrað árum. Starfsemi Söngskólans í Reykjavík verður út næsta skólaár í Sturluhöllum en eftir það verður hún flutt. Stjórnendur leita nú nýs húsnæðis og hafa til þess ár. Viðskiptablaðið greindi frá því í gær að húsnæðið hefði verið selt í hendur nýstofnaða félagsins Laufásvegur ehf, í eigu Þrastar Bjarnhéðinssonar Johnson. Fátt er að finna um Þröst, verðandi eiganda þessa glæsibýlis, á netinu. Kaupverðið var 370 milljónir króna. Söngskólinn hefur flakkað nokkuð milli húsakynna í fimmtíu ára sögu sinni. Á vefsíðu skólans segir að í fyrstu hafi hann staðið í litlu húsi við Laufásveg, en síðar flust að Hverfisgötu 45 til árs 2002. Þá hafi starfsemin verið færð að Snorrabraut 54 í Reykjavík en húsið er jafnan kennt við Osta- og smjörsöluna. Árið 2017 sagði Garðar Cortes heitinn þáverandi skólastjóri Söngskólans í samtali við fréttastofu að skólinn hefði ekki efni á að eiga svo dýra eign. Sömu sögu virðist vera að segja af ástandinu í dag. Garðar Cortes stofnaði Söngskólann haustið 1973 og gegndi starfi skólastjóra um árabil þar til hann lét af störfum 20. ágúst 2022 sökum aldurs. Hann lést í maí í fyrra. Ólöf Kolbrún Harðardóttir óperusöngkona tók við af Garðari en hún hefur starfað við skólann frá upphafi. Fyrr í dag tilkynnti skólinn að Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir, söngkona, stofnandi og stjórnandi Sönghátíðarinnar í Hafnarborg, hefði verið ráðin nýr skólastjóri Söngskólans í Reykjavík frá og með mánaðamótum. Tónlist Fasteignamarkaður Skóla- og menntamál Reykjavík Tengdar fréttir Garðar Cortes er látinn Garðar Cortes, óperusöngvari með meiru, andaðist að morgni sunnudagsins 14. maí. Með honum er genginn einhver allra áhrifamesti einstaklingur íslensks tónlistarlífs undanfarinna áratuga. 16. maí 2023 06:00 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn Sjá meira
„Eins og flestir vita er rekstur tónlistarskóla í landinu ekki mjög beysinn þessa dagana,“ segir Viðar Gunnarsson óperusöngvari og stjórnarformaður Söngskólans í samtali við fréttastofu. Hann segir skólann ekki eiga efni á framkvæmdum á húsinu, sem þurfi reglulegt viðhald enda reist fyrir um hundrað árum. Starfsemi Söngskólans í Reykjavík verður út næsta skólaár í Sturluhöllum en eftir það verður hún flutt. Stjórnendur leita nú nýs húsnæðis og hafa til þess ár. Viðskiptablaðið greindi frá því í gær að húsnæðið hefði verið selt í hendur nýstofnaða félagsins Laufásvegur ehf, í eigu Þrastar Bjarnhéðinssonar Johnson. Fátt er að finna um Þröst, verðandi eiganda þessa glæsibýlis, á netinu. Kaupverðið var 370 milljónir króna. Söngskólinn hefur flakkað nokkuð milli húsakynna í fimmtíu ára sögu sinni. Á vefsíðu skólans segir að í fyrstu hafi hann staðið í litlu húsi við Laufásveg, en síðar flust að Hverfisgötu 45 til árs 2002. Þá hafi starfsemin verið færð að Snorrabraut 54 í Reykjavík en húsið er jafnan kennt við Osta- og smjörsöluna. Árið 2017 sagði Garðar Cortes heitinn þáverandi skólastjóri Söngskólans í samtali við fréttastofu að skólinn hefði ekki efni á að eiga svo dýra eign. Sömu sögu virðist vera að segja af ástandinu í dag. Garðar Cortes stofnaði Söngskólann haustið 1973 og gegndi starfi skólastjóra um árabil þar til hann lét af störfum 20. ágúst 2022 sökum aldurs. Hann lést í maí í fyrra. Ólöf Kolbrún Harðardóttir óperusöngkona tók við af Garðari en hún hefur starfað við skólann frá upphafi. Fyrr í dag tilkynnti skólinn að Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir, söngkona, stofnandi og stjórnandi Sönghátíðarinnar í Hafnarborg, hefði verið ráðin nýr skólastjóri Söngskólans í Reykjavík frá og með mánaðamótum.
Tónlist Fasteignamarkaður Skóla- og menntamál Reykjavík Tengdar fréttir Garðar Cortes er látinn Garðar Cortes, óperusöngvari með meiru, andaðist að morgni sunnudagsins 14. maí. Með honum er genginn einhver allra áhrifamesti einstaklingur íslensks tónlistarlífs undanfarinna áratuga. 16. maí 2023 06:00 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn Sjá meira
Garðar Cortes er látinn Garðar Cortes, óperusöngvari með meiru, andaðist að morgni sunnudagsins 14. maí. Með honum er genginn einhver allra áhrifamesti einstaklingur íslensks tónlistarlífs undanfarinna áratuga. 16. maí 2023 06:00