Skólabílstjóri og hestamálari úr Hvalfjarðarsveit Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 22. júlí 2024 20:05 Josefina Morell, skólabílstjóri og myndlistarkona við hluta verka sinna. Magnús Hlynur Hreiðarsson Skólabílstjóri í Hvalfjarðarsveit hefur það sem tómstundagaman að mála myndir af íslenskum hestum og tekst það verk einstaklega vel. Bílstjórinn er ekki menntaður í málaralistinni, hæfileikarnir eru bara til staðar. Hér erum við að tala um Josefinu Morell, sem býr á bænum Melkoti í Leirársveit í Hvalfirði en hún fer stundum um landið með hestamyndirnar sínar til að sýna gestum og gangandi, nú síðast í reiðhöllinni á Syðri Gegnishólum í Flóahreppi hjá þeim Olile Amble og Bergi Jónssyni, en hún málaði til dæmis allar myndirnar á vegginn í hesthúsinu þeirra. Josfina hefur verið mjög dugleg að prófa sig áfram með allskonar efnivið og leggur áherslu á að vinna, sem mest með náttúruleg efni, gjarnan eitthvað sem talið er hálfverðlaust og eitthvað, sem hún finnur úti á víðavangi. „Ég er að reyna að endurnýta allskonar sem er annars bara hent. Þetta eru gamlir gluggar úr Nautastöðinni á Hvanneyri til dæmis og þetta er mynd af Frama en hún er eiginlega fyrsta myndin, sem ég málaði fyrir Olile,” segir Josefina og bætir við. „Svo var ég hérna að mála og skera út mynd af Álfadís og þessi plata er úr gömlum kassa, sem var í kjallaranum í Giljum í Reykholtsdal, kassi, sem hveit og hrísgrjón var geymt í gamla daga.” Og hér er barnaróla með hestshaus, sem Josefina gerði,þannig að henni er ekkert óviðkomandi. Myndirnar hjá Josefinu eru fallegar og vekja alls staðar athygli.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvað er það við íslenska hestinn, sem heillar Josefinu mest? „Það er bara frelsið hjá hestunum, það er svo mikið pláss, þeir eru ekki lokaðir inni á frímerki, heldur fá þeir bara að njóta sín. En núna keyri ég skólabíl og mála og tem stundum bara okkar hesta,” segir Josefina hlæjandi. Ertu lengi að mála svona myndir eða ertu fljót? „Það er misjafnt, ef ég hef mikinn innblástur þá er ég mjög fljót en það er svo misjafnt.” Og þú málaðir veggina hérna í hesthúsinu líka? „Já, já, ég kom hingað um helgar í tvö og hálft ár og var að mála veggina, sem var mjög skemmtilegt,” segir Josefina. Og veggir hesthússins í Syðri Gegnishólum eru meðal annars skreyttir með myndum frá Josefinu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Facebooksíða Josefinu Hvalfjarðarsveit Hestar Flóahreppur Myndlist Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Áætlun Trump gangi engan veginn upp Innlent Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Erlent Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Innlent Fleiri fréttir Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Sjá meira
Hér erum við að tala um Josefinu Morell, sem býr á bænum Melkoti í Leirársveit í Hvalfirði en hún fer stundum um landið með hestamyndirnar sínar til að sýna gestum og gangandi, nú síðast í reiðhöllinni á Syðri Gegnishólum í Flóahreppi hjá þeim Olile Amble og Bergi Jónssyni, en hún málaði til dæmis allar myndirnar á vegginn í hesthúsinu þeirra. Josfina hefur verið mjög dugleg að prófa sig áfram með allskonar efnivið og leggur áherslu á að vinna, sem mest með náttúruleg efni, gjarnan eitthvað sem talið er hálfverðlaust og eitthvað, sem hún finnur úti á víðavangi. „Ég er að reyna að endurnýta allskonar sem er annars bara hent. Þetta eru gamlir gluggar úr Nautastöðinni á Hvanneyri til dæmis og þetta er mynd af Frama en hún er eiginlega fyrsta myndin, sem ég málaði fyrir Olile,” segir Josefina og bætir við. „Svo var ég hérna að mála og skera út mynd af Álfadís og þessi plata er úr gömlum kassa, sem var í kjallaranum í Giljum í Reykholtsdal, kassi, sem hveit og hrísgrjón var geymt í gamla daga.” Og hér er barnaróla með hestshaus, sem Josefina gerði,þannig að henni er ekkert óviðkomandi. Myndirnar hjá Josefinu eru fallegar og vekja alls staðar athygli.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvað er það við íslenska hestinn, sem heillar Josefinu mest? „Það er bara frelsið hjá hestunum, það er svo mikið pláss, þeir eru ekki lokaðir inni á frímerki, heldur fá þeir bara að njóta sín. En núna keyri ég skólabíl og mála og tem stundum bara okkar hesta,” segir Josefina hlæjandi. Ertu lengi að mála svona myndir eða ertu fljót? „Það er misjafnt, ef ég hef mikinn innblástur þá er ég mjög fljót en það er svo misjafnt.” Og þú málaðir veggina hérna í hesthúsinu líka? „Já, já, ég kom hingað um helgar í tvö og hálft ár og var að mála veggina, sem var mjög skemmtilegt,” segir Josefina. Og veggir hesthússins í Syðri Gegnishólum eru meðal annars skreyttir með myndum frá Josefinu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Facebooksíða Josefinu
Hvalfjarðarsveit Hestar Flóahreppur Myndlist Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Áætlun Trump gangi engan veginn upp Innlent Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Erlent Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Innlent Fleiri fréttir Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Sjá meira