Hafa áhyggjur af auknu ofbeldi, áhættuhegðun og vopnaburði barna Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 22. júlí 2024 13:45 Ólöf Ásta Farsestveit, forstjóri Barna- og fjölskyldustofu. Vísir/Arnar Tilkynningum til barnaverndar fjölgaði umtalsvert fyrstu mánuði þessa árs samanborið við í fyrra. Neikvæð áhrif kórónuveirufaraldursins, aukin vanlíðan meðal barna og samfélagsmiðlar er meðal þess sem kann að skýra þróunina að sögn forstjóra forstjóri Barna- og fjölskyldustofu. Þróunin sé mikið áhyggjuefni sem tilefni sé til að rannsaka betur. Tilkynningum til barnaverndarþjónustu hefur fjölgað um tæp sautján prósent á fyrstu mánuðum ársins samanborið við sama tíma í fyrra. Mest var fjölgunin í Reykjavík eða 20,3 prósent, en tilkynningum fjölgaði í öllum landshlutum samkvæmt nýlegri samantekt frá Barna- og fjölskyldustofu. Af þeim tilkynningum sem bárust á tímabilinu janúar til mars á þessu ári voru flestar vegna vanrækslu eða ríflega 40 prósent tilkynninga. Næst flestar voru tilkynningar vegna áhættuhegðunar barns eða um 34 prósent og þá tilkynningar vegna ofbeldis rúmlega 23 prósent. Áhættuhegðun og vopnaburður barna að aukast Ólöf Ásta Farestveit, forstjóri Barna- og fjölskyldustofu, segir þróunina áhyggjuefni. „Við sjáum alveg gríðarlega aukningu í nánast öllum tilkynningum til barnaverndar, hvort sem um er að ræða ofbeldi eða vanrækslu eða þess háttar, þá er aukning á milli ára mjög mikil myndi ég að segja,“ segir Ólöf. Hún segir erfitt að segja til um það nákvæmlega hvað skýrir þessa aukningu. „Það sem við höfum orðið vör við í samfélaginu er aukning bæði á tilkynningum og líðan barna svolítið eftir covid-árin. Það urðu miklar breytingar þá eftir bylgjuna og það sem við erum að sjá er bæði að tilkynningum um vanrækslu og umsjón og eftirlit með börnum hefur aukist og svo er það þetta ofbeldi á milli barna og áhættuhegðun barna sem er að aukast mjög mikið undanfarin ár,“ segir Ólöf. Tilkynningum til barnaverndarþjónustu hefur farið fjölgandi að undanförnu sem er áhyggjuefni að mati Ólafar Ástu forstjóra Barna- og fjölskyldustofu.Vísir/Vilhelm Bæði hérlendis og erlendis hafi verið umræða meðal sérfræðingua um að kórónuveirufaraldurinn geti hafa haft áhrif á það sem er að gerast hjá börnum næstu árin á eftir. „Við erum að sjá þessar breytingar líka í ofbeldi, ofbeldi barna og þegar barn beitir ofbeldi, það eru gríðarlegar aukningar þar og vopnaburður barna sem við sjáum,“ segir Ólöf. Áföll geti leitt til ofbeldishegðunar Hún telur tilefni til að ráðast í víðtækari rannsókn til að skoða hvað veldur þróuninni. „Það vantar einhverja góða og víðtæka rannsókn sem skoðar þetta ofan í kjölinn. En þetta getur auðvitað verið samspil margra þátta og vissulega geta samfélagsmiðlar haft mikil áhrif á börn og líðan barna,“ segir Ólöf. Þá hafi heimilisofbeldi og neysla áfengis og vímuefna aukist inni á heimilum barna í faraldrinum. „Neyslan færðist af börunum og inn á heimilin hjá börnum sem gerir það af verkum að það myndast kvíði, börn verða fyrir ýmsum áföllum á þessum tíma og áföll skila sér oft í ofbeldisfullri hegðun, sérstaklega meðal drengja ef ekkert er að gert.“ Þar að auki hafi tölvu- og samfélagsmiðlanotkun barna aukist á tímum heimsfaraldursins. „Sem gerir það líka af verkum að þau sjá ýmislegt sem þau annars myndu ekki sjá þegar samfélagið var opið og það geta verið afleiðingar vegna þessa,“ segir Ólöf. Aðspurð segir hún aukningu tilkynninga það mikla að tilefni sé til að bregðast við. „Það er verið að bregðast við náttúrlega núna frá 2022 að þá erum við að innleiða farsældarlögin sem við vonumst til að fari að skila miklum árangri því við grípum börnin alveg á fyrsta stigi um leið og vandi byrjar að vera ljós hjá barni eða barn þarf einhverja aðstoð. Þá er mjög mikilvægt að grípa barnið um leið og það kemur upp,“ segir Ólöf. Þetta innleiðingarferli muni þó taka nokkurn tíma, jafnvel fimm til sjö ár. Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Barnavernd Vopnaburður barna og ungmenna Ofbeldi barna Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Fleiri fréttir Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Sjá meira
Tilkynningum til barnaverndarþjónustu hefur fjölgað um tæp sautján prósent á fyrstu mánuðum ársins samanborið við sama tíma í fyrra. Mest var fjölgunin í Reykjavík eða 20,3 prósent, en tilkynningum fjölgaði í öllum landshlutum samkvæmt nýlegri samantekt frá Barna- og fjölskyldustofu. Af þeim tilkynningum sem bárust á tímabilinu janúar til mars á þessu ári voru flestar vegna vanrækslu eða ríflega 40 prósent tilkynninga. Næst flestar voru tilkynningar vegna áhættuhegðunar barns eða um 34 prósent og þá tilkynningar vegna ofbeldis rúmlega 23 prósent. Áhættuhegðun og vopnaburður barna að aukast Ólöf Ásta Farestveit, forstjóri Barna- og fjölskyldustofu, segir þróunina áhyggjuefni. „Við sjáum alveg gríðarlega aukningu í nánast öllum tilkynningum til barnaverndar, hvort sem um er að ræða ofbeldi eða vanrækslu eða þess háttar, þá er aukning á milli ára mjög mikil myndi ég að segja,“ segir Ólöf. Hún segir erfitt að segja til um það nákvæmlega hvað skýrir þessa aukningu. „Það sem við höfum orðið vör við í samfélaginu er aukning bæði á tilkynningum og líðan barna svolítið eftir covid-árin. Það urðu miklar breytingar þá eftir bylgjuna og það sem við erum að sjá er bæði að tilkynningum um vanrækslu og umsjón og eftirlit með börnum hefur aukist og svo er það þetta ofbeldi á milli barna og áhættuhegðun barna sem er að aukast mjög mikið undanfarin ár,“ segir Ólöf. Tilkynningum til barnaverndarþjónustu hefur farið fjölgandi að undanförnu sem er áhyggjuefni að mati Ólafar Ástu forstjóra Barna- og fjölskyldustofu.Vísir/Vilhelm Bæði hérlendis og erlendis hafi verið umræða meðal sérfræðingua um að kórónuveirufaraldurinn geti hafa haft áhrif á það sem er að gerast hjá börnum næstu árin á eftir. „Við erum að sjá þessar breytingar líka í ofbeldi, ofbeldi barna og þegar barn beitir ofbeldi, það eru gríðarlegar aukningar þar og vopnaburður barna sem við sjáum,“ segir Ólöf. Áföll geti leitt til ofbeldishegðunar Hún telur tilefni til að ráðast í víðtækari rannsókn til að skoða hvað veldur þróuninni. „Það vantar einhverja góða og víðtæka rannsókn sem skoðar þetta ofan í kjölinn. En þetta getur auðvitað verið samspil margra þátta og vissulega geta samfélagsmiðlar haft mikil áhrif á börn og líðan barna,“ segir Ólöf. Þá hafi heimilisofbeldi og neysla áfengis og vímuefna aukist inni á heimilum barna í faraldrinum. „Neyslan færðist af börunum og inn á heimilin hjá börnum sem gerir það af verkum að það myndast kvíði, börn verða fyrir ýmsum áföllum á þessum tíma og áföll skila sér oft í ofbeldisfullri hegðun, sérstaklega meðal drengja ef ekkert er að gert.“ Þar að auki hafi tölvu- og samfélagsmiðlanotkun barna aukist á tímum heimsfaraldursins. „Sem gerir það líka af verkum að þau sjá ýmislegt sem þau annars myndu ekki sjá þegar samfélagið var opið og það geta verið afleiðingar vegna þessa,“ segir Ólöf. Aðspurð segir hún aukningu tilkynninga það mikla að tilefni sé til að bregðast við. „Það er verið að bregðast við náttúrlega núna frá 2022 að þá erum við að innleiða farsældarlögin sem við vonumst til að fari að skila miklum árangri því við grípum börnin alveg á fyrsta stigi um leið og vandi byrjar að vera ljós hjá barni eða barn þarf einhverja aðstoð. Þá er mjög mikilvægt að grípa barnið um leið og það kemur upp,“ segir Ólöf. Þetta innleiðingarferli muni þó taka nokkurn tíma, jafnvel fimm til sjö ár.
Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Barnavernd Vopnaburður barna og ungmenna Ofbeldi barna Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Fleiri fréttir Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Sjá meira