Skógur á Snæfellsnesi undirlagður salernispappír Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. júlí 2024 09:29 Klósettpappír hvert sem litið er í Hofsstaðaskógi á Snæfellsnesi. Vísir/vilhelm Sá hvimleiði siður margra ferðamanna, að ganga örna sinna úti í náttúrunni með tilheyrandi sóðaskap, verður aldrei upprættur, að mati leiðsögumanns. Skógur á Snæfellsnesi hefur verið undirlagður salernispappír í sumar. Vilji maður komast á klósett á ferðum sínum um landið eru bensínstöðvar nær eini kosturinn sem hægt er að ganga að vísum. En þeirra nýtur ekki alltaf við og þá leita menn gjarnan inn í næsta rjóður. Staðan var til að mynda slæm í Hofsstaðaskógi á sunnanverðu Snæfellsnesi, rétt við þjóðveginn, þegar ljósmyndara Vísis bar þar að garði fyrr í sumar. Klósettpappír hvert sem litið er, innan um trén og úti á göngustíg. Greinileg vísbending um að ferðalangar létti þarna á sér í ró og næði á ferð sinni um svæðið - og taki ekki endilega til eftir sig. Staðan í skóginum var sýnd í fréttum Stöðvar 2. Framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Íslands segir félagið meðvitað um vandann, hann sé þekktur í skógum landsins. Sérstakt hreinsunarteymi sé væntanlegt í Hofsstaðaskóg, þar sem klósettpappírinn verði væntanlega einnig hirtur. Örn Árnason, leiðsögumaður og leikari, þekkir vandamálið einnig vel. „Það er voða ljótt að sjá þetta og skynsamlegast væri náttúrulega að framleiða grænan pappír, sem félli betur inn í umhverfið,“ segir Örn léttur í bragði. Vandi sem aldrei verður upprættur Örn segir ljóst að margir tími ekki að greiða fyrir aðgengi að salerni og láti því vaða utandyra. Og þegar náttúran kallar fjarri salerni sé auðvitað ekki að spyrja að leikslokum. „Fjárréttir eru mjög vinsælar, ég hef tekið eftir því, ekki fyrir neðan hana heldur fyrir ofan hana. Það er mjög algengt.“ Þetta er auðvitað ekki í fyrsta sinn sem salernishegðun ferðamanna ratar í fjölmiðla eins og rifjað er upp í kvöldfréttinni hér fyrir ofan. Vandinn er áratugagamall, að sögn Arnar, og þó að gerður yrði skurkur í uppsetningu almenningssalerna á landinu hefði það lítið upp á sig. „Það held ég að sé alveg ómögulegt. Ég held að þetta sé vandi sem við náum aldrei að eyða. Fólk bara, ég ætla ekki að viðhafa einhver ósmekkleg orð, en það lætur það gossa þegar það finnur að það þarf að fara. En ef það gæti gengið frá því þannig að það liggi ekki eins og hráviði út um allt, það væri auðvitað miklu skárra.“ Ferðamennska á Íslandi Umhverfismál Skógrækt og landgræðsla Eyja- og Miklaholtshreppur Tengdar fréttir Gekk fram á ferðamenn gera þarfir sínar í Hallargarðinum Þorsteinn Björnsson, nemi við Háskóla Íslands, greindi frá atvikinu í stöðuuppfærslu á Facebook í gær. Hann gekk fram á ferðamennina, karl og konu, þar sem þau höfðu lagt camper-bifreið sinni við Skothúsveg og gerðu þarfir sínar í Hallargarðinum, sem liggur að Skothúsvegi og Frikirkjuvegi. 3. júlí 2017 12:30 Ferðamenn kúkuðu á Hafnarstéttina: „Hún sagði að þetta væri í lagi af því að fuglarnir borða þetta“ Hafnarstéttin á Húsavík er ekki úr alfaraleið og fjöldi salerna í kring. 23. júlí 2015 20:40 Stóð yfir ferðamanni á meðan hann kúkaði í garð á Laugarvatni Sigríður Jónsdóttir er orðin langþreytt á hegðun ferðamanna á Laugarvatni. 3. september 2018 10:20 Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Fleiri fréttir Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Sjá meira
Vilji maður komast á klósett á ferðum sínum um landið eru bensínstöðvar nær eini kosturinn sem hægt er að ganga að vísum. En þeirra nýtur ekki alltaf við og þá leita menn gjarnan inn í næsta rjóður. Staðan var til að mynda slæm í Hofsstaðaskógi á sunnanverðu Snæfellsnesi, rétt við þjóðveginn, þegar ljósmyndara Vísis bar þar að garði fyrr í sumar. Klósettpappír hvert sem litið er, innan um trén og úti á göngustíg. Greinileg vísbending um að ferðalangar létti þarna á sér í ró og næði á ferð sinni um svæðið - og taki ekki endilega til eftir sig. Staðan í skóginum var sýnd í fréttum Stöðvar 2. Framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Íslands segir félagið meðvitað um vandann, hann sé þekktur í skógum landsins. Sérstakt hreinsunarteymi sé væntanlegt í Hofsstaðaskóg, þar sem klósettpappírinn verði væntanlega einnig hirtur. Örn Árnason, leiðsögumaður og leikari, þekkir vandamálið einnig vel. „Það er voða ljótt að sjá þetta og skynsamlegast væri náttúrulega að framleiða grænan pappír, sem félli betur inn í umhverfið,“ segir Örn léttur í bragði. Vandi sem aldrei verður upprættur Örn segir ljóst að margir tími ekki að greiða fyrir aðgengi að salerni og láti því vaða utandyra. Og þegar náttúran kallar fjarri salerni sé auðvitað ekki að spyrja að leikslokum. „Fjárréttir eru mjög vinsælar, ég hef tekið eftir því, ekki fyrir neðan hana heldur fyrir ofan hana. Það er mjög algengt.“ Þetta er auðvitað ekki í fyrsta sinn sem salernishegðun ferðamanna ratar í fjölmiðla eins og rifjað er upp í kvöldfréttinni hér fyrir ofan. Vandinn er áratugagamall, að sögn Arnar, og þó að gerður yrði skurkur í uppsetningu almenningssalerna á landinu hefði það lítið upp á sig. „Það held ég að sé alveg ómögulegt. Ég held að þetta sé vandi sem við náum aldrei að eyða. Fólk bara, ég ætla ekki að viðhafa einhver ósmekkleg orð, en það lætur það gossa þegar það finnur að það þarf að fara. En ef það gæti gengið frá því þannig að það liggi ekki eins og hráviði út um allt, það væri auðvitað miklu skárra.“
Ferðamennska á Íslandi Umhverfismál Skógrækt og landgræðsla Eyja- og Miklaholtshreppur Tengdar fréttir Gekk fram á ferðamenn gera þarfir sínar í Hallargarðinum Þorsteinn Björnsson, nemi við Háskóla Íslands, greindi frá atvikinu í stöðuuppfærslu á Facebook í gær. Hann gekk fram á ferðamennina, karl og konu, þar sem þau höfðu lagt camper-bifreið sinni við Skothúsveg og gerðu þarfir sínar í Hallargarðinum, sem liggur að Skothúsvegi og Frikirkjuvegi. 3. júlí 2017 12:30 Ferðamenn kúkuðu á Hafnarstéttina: „Hún sagði að þetta væri í lagi af því að fuglarnir borða þetta“ Hafnarstéttin á Húsavík er ekki úr alfaraleið og fjöldi salerna í kring. 23. júlí 2015 20:40 Stóð yfir ferðamanni á meðan hann kúkaði í garð á Laugarvatni Sigríður Jónsdóttir er orðin langþreytt á hegðun ferðamanna á Laugarvatni. 3. september 2018 10:20 Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Fleiri fréttir Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Sjá meira
Gekk fram á ferðamenn gera þarfir sínar í Hallargarðinum Þorsteinn Björnsson, nemi við Háskóla Íslands, greindi frá atvikinu í stöðuuppfærslu á Facebook í gær. Hann gekk fram á ferðamennina, karl og konu, þar sem þau höfðu lagt camper-bifreið sinni við Skothúsveg og gerðu þarfir sínar í Hallargarðinum, sem liggur að Skothúsvegi og Frikirkjuvegi. 3. júlí 2017 12:30
Ferðamenn kúkuðu á Hafnarstéttina: „Hún sagði að þetta væri í lagi af því að fuglarnir borða þetta“ Hafnarstéttin á Húsavík er ekki úr alfaraleið og fjöldi salerna í kring. 23. júlí 2015 20:40
Stóð yfir ferðamanni á meðan hann kúkaði í garð á Laugarvatni Sigríður Jónsdóttir er orðin langþreytt á hegðun ferðamanna á Laugarvatni. 3. september 2018 10:20