466 milljarðir í vasa norskra eldisrisa Gunnlaugur Stefánsson skrifar 22. júlí 2024 08:01 Norska Fiskeribladet upplýsti í frétt 5. júlí s.l. að Eldisjöfarm í Sortland í Noregi hafi borgað 905.9 milljónir norskra króna fyrir 2770 tonna opið sjókvíaeldisleyfi á opinberu uppboði í Noregi. Það er um 4.4 milljónir íslenskra króna fyrir hver framleitt tonn. Nú hefur íslenska ríkið úthlutað norsku eldisfyrirtækjunum leyfum til að framleiða 106 þúsund tonn á ári í fjörðum landsins. Samkvæmt norsku markaðsverði þá jafngildir það 466 milljörðum króna. Þessi verðmyndun í Noregi á sér stað þrátt fyrir gildistöku nýs 20 prósenta grunnrentuskatts á öll sjókvíaeldisfyrirtæki í Noregi. Engri slíkri gjaldtöku er til að dreifa á Íslandi, aðeins táknræn greiðsla á afar lágu framleiðslugjaldi sem verður að agnarbroti í samanburði við opinberar gjaldtökur í Noregi. Það er vægt til orða tekið að kalla þetta dekur við auðmjúka gjafmildi í þágu norskra eldisrisa. Þrátt fyrir afar brösótt gengi í opna eldinu síðustu ár, þar sem hvert áfallið af öðru hefur gengið yfir, slysasleppingar, sjúkdómar, lús, sjávarkuldi og vaxandi erfðablöndum við villtan lax, þá eru í raun aðeins ein föst verðmæti í íslenska eldisbransanum. Framleiðsluleyfin, kvótinn sem íslenskir stjórnmálamenn hafa gefið norsku eldisiðjunni til að braska með og skilað mörgum milljörðum króna í vasa útvalinna manna. Svo lagði matvælaráðherra fram frumvarp á Alþingi í umboði ríkisstjórnarinnar sem boðaði að þessi opna eldisiðja með norskan lax eigi að vaxa og dafna í landinu, halda eigi áfram að úthluta leyfum á silfurfati og helst til eilífðar og allar hindranir afnumdar sem gætu truflað innbyrðis viðskipti svo braska megi áfram með íslenska eldiskvótann. Á sama tíma segja ýmsir norskir eldisfurstar í sínum ranni, að opið sjókvíaeldi heyri sögunni til í Noregi fyrir 2030. Hrikaleg staða í mörgum norskum laxveiðiám, þar sem veiðar hafa m.a. verið bannaðar, hefur enn frekar þrýst á það. Hvergi í veröldinni hefur tekist að reka opið sjókvíaeldi án skelfilegra afleiðinga fyrir lífríkið. Fullreynt er, að engar mótvægisaðgerðir eru til sem koma í veg fyrir það eins og reynslan hér á landi staðfestir. Er ekki mál að linni? Hvað þarf spillingin í kringum þessa opnu eldisiðju að rista djúpt og eyðleggja mikið áður en íslenskir stjórnmálamenn vakna og segja: Nú er nóg komið. Matvælaráðherra var gerður afturreka með eldisfrumvarpið sitt á Alþingi nú í vor og þrátt fyrir að tveir forsætisráðherrar hefðu lýst yfir að væri forgangsmál. Þá vaknaði á Alþingi von, mörgum óbreyttum þingmönnum var misboðið. Hingað og ekki lengra. Nú þarf að einhenda sér í að marka ábyrga viðbragðsáætlun til að standa vörð um búsetu og heilbrigt atvinnulíf í eldisbyggðunum þegar opna eldinu verður hætt sem hlýtur að verða innan tíðar. Höfundur er fyrrverandi sóknarprestur, fyrrverandi alþingismaður og formaður Náttúruverndarfélagsins Laxinn lifi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnlaugur Stefánsson Fiskeldi Sjókvíaeldi Noregur Mest lesið Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun 52 milljarðar/ári x 30 ár = EES Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Norska Fiskeribladet upplýsti í frétt 5. júlí s.l. að Eldisjöfarm í Sortland í Noregi hafi borgað 905.9 milljónir norskra króna fyrir 2770 tonna opið sjókvíaeldisleyfi á opinberu uppboði í Noregi. Það er um 4.4 milljónir íslenskra króna fyrir hver framleitt tonn. Nú hefur íslenska ríkið úthlutað norsku eldisfyrirtækjunum leyfum til að framleiða 106 þúsund tonn á ári í fjörðum landsins. Samkvæmt norsku markaðsverði þá jafngildir það 466 milljörðum króna. Þessi verðmyndun í Noregi á sér stað þrátt fyrir gildistöku nýs 20 prósenta grunnrentuskatts á öll sjókvíaeldisfyrirtæki í Noregi. Engri slíkri gjaldtöku er til að dreifa á Íslandi, aðeins táknræn greiðsla á afar lágu framleiðslugjaldi sem verður að agnarbroti í samanburði við opinberar gjaldtökur í Noregi. Það er vægt til orða tekið að kalla þetta dekur við auðmjúka gjafmildi í þágu norskra eldisrisa. Þrátt fyrir afar brösótt gengi í opna eldinu síðustu ár, þar sem hvert áfallið af öðru hefur gengið yfir, slysasleppingar, sjúkdómar, lús, sjávarkuldi og vaxandi erfðablöndum við villtan lax, þá eru í raun aðeins ein föst verðmæti í íslenska eldisbransanum. Framleiðsluleyfin, kvótinn sem íslenskir stjórnmálamenn hafa gefið norsku eldisiðjunni til að braska með og skilað mörgum milljörðum króna í vasa útvalinna manna. Svo lagði matvælaráðherra fram frumvarp á Alþingi í umboði ríkisstjórnarinnar sem boðaði að þessi opna eldisiðja með norskan lax eigi að vaxa og dafna í landinu, halda eigi áfram að úthluta leyfum á silfurfati og helst til eilífðar og allar hindranir afnumdar sem gætu truflað innbyrðis viðskipti svo braska megi áfram með íslenska eldiskvótann. Á sama tíma segja ýmsir norskir eldisfurstar í sínum ranni, að opið sjókvíaeldi heyri sögunni til í Noregi fyrir 2030. Hrikaleg staða í mörgum norskum laxveiðiám, þar sem veiðar hafa m.a. verið bannaðar, hefur enn frekar þrýst á það. Hvergi í veröldinni hefur tekist að reka opið sjókvíaeldi án skelfilegra afleiðinga fyrir lífríkið. Fullreynt er, að engar mótvægisaðgerðir eru til sem koma í veg fyrir það eins og reynslan hér á landi staðfestir. Er ekki mál að linni? Hvað þarf spillingin í kringum þessa opnu eldisiðju að rista djúpt og eyðleggja mikið áður en íslenskir stjórnmálamenn vakna og segja: Nú er nóg komið. Matvælaráðherra var gerður afturreka með eldisfrumvarpið sitt á Alþingi nú í vor og þrátt fyrir að tveir forsætisráðherrar hefðu lýst yfir að væri forgangsmál. Þá vaknaði á Alþingi von, mörgum óbreyttum þingmönnum var misboðið. Hingað og ekki lengra. Nú þarf að einhenda sér í að marka ábyrga viðbragðsáætlun til að standa vörð um búsetu og heilbrigt atvinnulíf í eldisbyggðunum þegar opna eldinu verður hætt sem hlýtur að verða innan tíðar. Höfundur er fyrrverandi sóknarprestur, fyrrverandi alþingismaður og formaður Náttúruverndarfélagsins Laxinn lifi.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun