Leggur til atkvæðagreiðslu um Evrópusambandið fyrir kosningar Árni Sæberg skrifar 19. júlí 2024 11:10 Þorgerður Katrín er formaður Viðreisnar. Vísir/Vilhelm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, leggur til að boðað verði til þjóðaratkvæðagreiðslu um nýja umsókn Íslands að Evrópusambandinu. Vilji þjóðin sækja um myndi hún svo fá að greiða atkvæði um endanlega niðurstöðu samningaviðræðna. Þorgerður Katrín gerir aðild að Evrópusambandinu að umfjöllunarefni sínu í aðsendri grein hér á Vísi. Þar rekur hún söguna af því þegar Össur Skarphéðinsson þáverandi utanríkisráðherra lagði formlega fram umsókn Íslands að Evrópusambandinu fyrir fimmtán árum. Hún segir að samstarfsmenn hans í ríkisstjórn hafi komið í veg fyrir að honum tækist að ljúka viðræðunum. „Ég rifja þetta upp nú því það blasir við flestum að við höfum ekki nýtt tímann vel.“ Hún segir aðild að Evrópusambandinu ekki sjálfstætt afmarkað markmið. Hún sé á hinn bóginn verkfæri, sem auðveldi þjóðinni að ná markmiðum á fjölmörgum sviðum og hjálpi til við að leysa vanda heimila og fyrirtækja. „Svo ekki sé minnst á mikilvægi sterkrar og samhentrar Evrópu þegar frelsi, lýðræði og mannréttindi eiga undir högg að sækja í harðnandi heimi. En líka þegar kemur að hinu stóra samhengi að styrkja þjóðaröryggi landsins.“ Heimilin væru ekki í klóm ofuvaxta Þorgerður Katrín segir að hefði viðræðum um inngöngu í ESB verið lokið á sínum tíma væru skuldug heimili ekki í þeirri kreppu ofurvaxta, sem heyrist daglega af. Kreppu sem sé að keyra venjuleg heimili fjölskyldufólks í kaf en sé reglubundin birtingarmynd pólitískra ákvarðana. „Stjórnarflokkarnir hefðu heldur ekki þurft að kasta ryki í augu bænda með því að banna samkeppni, svo nýleg og sjúskuð dæmi frá ríkisstjórnarheimilinu séu nefnd. Allt vegna þess að stjórnarflokkarnir treysta sér ekki til að taka á raunverulegum vanda bænda og leysa þá úr spennitreyju vaxtaokurs og yfirgengilegs fjármagnskostnaðar. Og þannig mætti lengi telja.“ Enginn þurfi að óttast tvöfalda atkvæðagreiðslu Þorgerður Katrín segir flesta þeirra skoðunar að ekki væri ráðlegt að beita verkfærinu sem hún nefnir í almannaþágu, sem felist í fullri aðild að Evrópusambandinu, nema kjósendur ákveði það sjálfir í sérstakri þjóðaratkvæðagreiðslu. „Því er Viðreisn sammála og vill að þjóðin fái tækifæri til að ákveða næsta skref í þessu mikilvæga máli. Ef þjóðin segir já verði endanlega niðurstaða samningaviðræðna síðan borin undir þjóðina. Við slíka tvöfalda atkvæðagreiðslu á enginn að vera hræddur.“ Þorgerður Katrín segir að nýleg skoðanakönnun sýni að það sé vilji tveggja þriðju hluta þjóðarinnar að þessi þjóðaratkvæðagreiðsla fari fram. Hlutfall þeirra sem vilja þjóðaratkvæðagreiðsluna er nær helmingi, þegar þeir sem taka ekki afstöðu eru teknir með í reikninginn. Tíminn nýtist betur liggi vilji þjóðarinnar fyrir Þorgerður Katrín segir að nú reyni á að pólitíkin nýti tíma sinn vel. Næstu ríkisstjórnar bíði mikið starf við viðreisn ríkisfjármála og velferðarmála. Til þess að tími nýrrar ríkisstjórnar nýtist sem best væri afar æskilegt að hún vissi frá fyrsta degi hvort þjóðin vilji að hún beiti þessu verkfæri. Verkfæri sem geti auðveldað okkur að ná svo mörgum markmiðum sem verða á dagskrá kosninganna. Þar nefnir hún markmið um að ná niður tugi milljarða vaxtakostnaði ríkisins sem betur færu í velferð, menntun, inniviði eða niðurgreiðslu skulda. „Með þetta í huga er það mín skoðun að þjóðaratkvæði um framhald aðildarviðræðnanna eigi að fara fram fyrir næstu kosningar. Alla vega ekki síðar en samhliða þeim.“ Evrópusambandið Viðreisn Utanríkismál Alþingi Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Fleiri fréttir Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Sjá meira
Þorgerður Katrín gerir aðild að Evrópusambandinu að umfjöllunarefni sínu í aðsendri grein hér á Vísi. Þar rekur hún söguna af því þegar Össur Skarphéðinsson þáverandi utanríkisráðherra lagði formlega fram umsókn Íslands að Evrópusambandinu fyrir fimmtán árum. Hún segir að samstarfsmenn hans í ríkisstjórn hafi komið í veg fyrir að honum tækist að ljúka viðræðunum. „Ég rifja þetta upp nú því það blasir við flestum að við höfum ekki nýtt tímann vel.“ Hún segir aðild að Evrópusambandinu ekki sjálfstætt afmarkað markmið. Hún sé á hinn bóginn verkfæri, sem auðveldi þjóðinni að ná markmiðum á fjölmörgum sviðum og hjálpi til við að leysa vanda heimila og fyrirtækja. „Svo ekki sé minnst á mikilvægi sterkrar og samhentrar Evrópu þegar frelsi, lýðræði og mannréttindi eiga undir högg að sækja í harðnandi heimi. En líka þegar kemur að hinu stóra samhengi að styrkja þjóðaröryggi landsins.“ Heimilin væru ekki í klóm ofuvaxta Þorgerður Katrín segir að hefði viðræðum um inngöngu í ESB verið lokið á sínum tíma væru skuldug heimili ekki í þeirri kreppu ofurvaxta, sem heyrist daglega af. Kreppu sem sé að keyra venjuleg heimili fjölskyldufólks í kaf en sé reglubundin birtingarmynd pólitískra ákvarðana. „Stjórnarflokkarnir hefðu heldur ekki þurft að kasta ryki í augu bænda með því að banna samkeppni, svo nýleg og sjúskuð dæmi frá ríkisstjórnarheimilinu séu nefnd. Allt vegna þess að stjórnarflokkarnir treysta sér ekki til að taka á raunverulegum vanda bænda og leysa þá úr spennitreyju vaxtaokurs og yfirgengilegs fjármagnskostnaðar. Og þannig mætti lengi telja.“ Enginn þurfi að óttast tvöfalda atkvæðagreiðslu Þorgerður Katrín segir flesta þeirra skoðunar að ekki væri ráðlegt að beita verkfærinu sem hún nefnir í almannaþágu, sem felist í fullri aðild að Evrópusambandinu, nema kjósendur ákveði það sjálfir í sérstakri þjóðaratkvæðagreiðslu. „Því er Viðreisn sammála og vill að þjóðin fái tækifæri til að ákveða næsta skref í þessu mikilvæga máli. Ef þjóðin segir já verði endanlega niðurstaða samningaviðræðna síðan borin undir þjóðina. Við slíka tvöfalda atkvæðagreiðslu á enginn að vera hræddur.“ Þorgerður Katrín segir að nýleg skoðanakönnun sýni að það sé vilji tveggja þriðju hluta þjóðarinnar að þessi þjóðaratkvæðagreiðsla fari fram. Hlutfall þeirra sem vilja þjóðaratkvæðagreiðsluna er nær helmingi, þegar þeir sem taka ekki afstöðu eru teknir með í reikninginn. Tíminn nýtist betur liggi vilji þjóðarinnar fyrir Þorgerður Katrín segir að nú reyni á að pólitíkin nýti tíma sinn vel. Næstu ríkisstjórnar bíði mikið starf við viðreisn ríkisfjármála og velferðarmála. Til þess að tími nýrrar ríkisstjórnar nýtist sem best væri afar æskilegt að hún vissi frá fyrsta degi hvort þjóðin vilji að hún beiti þessu verkfæri. Verkfæri sem geti auðveldað okkur að ná svo mörgum markmiðum sem verða á dagskrá kosninganna. Þar nefnir hún markmið um að ná niður tugi milljarða vaxtakostnaði ríkisins sem betur færu í velferð, menntun, inniviði eða niðurgreiðslu skulda. „Með þetta í huga er það mín skoðun að þjóðaratkvæði um framhald aðildarviðræðnanna eigi að fara fram fyrir næstu kosningar. Alla vega ekki síðar en samhliða þeim.“
Evrópusambandið Viðreisn Utanríkismál Alþingi Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Fleiri fréttir Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Sjá meira