Mótmælir gjaldtöku við Egilsstaðaflugvöll með gagnkvæmu skutli Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 17. júlí 2024 17:00 Sveinn Snorri segist vera þakklátur fyrir viðbrögð samfélagsins fyrir austan við hópnum. Vísir/Samsett Sérstökum hóp hefur verið komið upp á Facebook til að komast hjá því að greiða ný bílastæðagjöld á Egilsstaðaflugvelli með því að skutla og ná gagnkvæmt í flugfarþega út á völl. Sveinn Snorri Sveinsson stofnandi hópsins segir ekki um mótmæli að ræða heldur aðgerðir. Hópurinn ber nafnið Skutl til og frá Egilsstaðaflugvelli og er að finna með því að smella hér. Isavia Innanlandsflugvellir, dótturfélag Isavia, hóf gjaldtöku á bílastæðum þriggja innanlandsflugvalla þann 25. júní síðastliðinn. Um er að ræða flugvellina á Akureyri, Egilsstöðum og í Reykjavík. Áform Isavia vöktu mikla athygli og umfjöllun. Sveinn segir málið hafa vakið bylgju af reiði á Austfjörðum. Bjóða upp á þjónustu sem er ekki til „Það er enginn ánægður með þetta. Þetta hefur vakið gríðarlega sterk viðbrögð hérna fyrir austan,“ segir Sveinn og líkir gjaldtökunni við það að hótel ætlaðist til þess að hótelgestir smíðuðu eigið herbergi og innréttuðu. Þá bendir Sveinn einnig á að bílastæðin séu ekki malbikuð nema að hálfu og að aðstæður þar séu þannig að ekki sé verjandi að rukka fyrir þá þjónustu. „Það er verið að bjóða þarna upp á þjónustu sem er ekki til staðar,“ segir hann. Aðspurður segir Sveinn að fengið þessa hugmynd úti í göngutúr einn góðan veðurdag. Honum datt í hug að slíkur hópur gæti hjálpað fólki að komast undan bílastæðagjöldunum. „Þetta eru aðgerðir, ég myndi ekki kalla þetta mótmæli. Við verðum að gera eitthvað til þess að svara þessum bílastæðagjöldum sem þau eru að leggja á hérna á völlunum,“ segir Sveinn en hann er eini umsjónaraðili og ábyrgðarmaður hópsins að svo stöddu. Hópurinn vaxið hratt Hann segist vera ánægður með hvað hópurinn hefur vaxið hratt. Sveinn stofnaði hópinn í gær en hann er þegar með um 360 meðlimi. Sveinn segist vera mjög þakklátur samfélaginu fyrir austan fyrir viðbrögðin við hópnum. Án fólksins væri þetta ekki mögulegt. „Þetta er mjög mikill fjöldi miðað við hvað þetta er lítið svæði. Ég ætlaði svo að starta hópnum á laugardaginn. Byrja fyrst á að safna í hópinn og ræða reglurnar sem ég samdi,“ segir hann en stefnt er á að hópurinn hefji starfsemi sína laugardaginn tuttugasta. Téðar reglur eru vel útlistaðar í fyrstu færslu hópsins sem Sveinn birti í gær. Í henni segir hann að lykilorð hópsins sé traust. Skutlbeiðnir fara fram í innleggjum á hópnum og er beiðnum svarað í athugasemdum við umrædd innlegg. Meðal þess sem reglurnar kveða á um er að félagar beri að sýna hver öðrum kurteisi og viðhafa gott orðbragð, skutl skuli gerast innan við mánuð frá beiðni um slíkt til að greiðinn falli ekki í gleymsku, að aðilum sem geta ekki staðið við skutlskuldbingingu sínar sé skylt að útvega hinum skuldaða far með einhverju móti og fleira. Fréttir af flugi Egilsstaðaflugvöllur Múlaþing Bílastæði Tengdar fréttir Landsbyggðarskattur í formi bílastæðagjalda Jódís Skúladóttir þingmaður Vinstri grænna, segir að landsbyggðarskattur í formi bílastæðagjalda á flugvöllunum í Reykjavík, á Akureyri og á Egilsstöðum, sé enn eitt dæmið um skilningsleysi á stöðu fólks og fyrirtækja á landsbyggðinni. 12. júní 2024 15:08 Mótmæla harðlega fyrirætlun Isavia um gjaldtöku við flugvöllinn Byggðaráð Múlaþings mótmælir harðlega fyrirhugaða gjaldtöku á bílastæðum við Egilsstaðarflugvöll og lýsir óánægju með vinnubrögð Isavia í málinu. 29. maí 2024 12:24 Ósáttur með gjaldskyldu á Akureyri og Egilsstöðum Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, formanni Miðflokksins, er meinilla við fyrirhuguð bílastæðagjöld við flugvellina á Akureyri annars vegar og Egilsstöðum hins vegar. Hann segir að með áformaðri breytingu sé vegið að frelsi Íslendinga. 11. janúar 2024 23:00 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Sjá meira
Hópurinn ber nafnið Skutl til og frá Egilsstaðaflugvelli og er að finna með því að smella hér. Isavia Innanlandsflugvellir, dótturfélag Isavia, hóf gjaldtöku á bílastæðum þriggja innanlandsflugvalla þann 25. júní síðastliðinn. Um er að ræða flugvellina á Akureyri, Egilsstöðum og í Reykjavík. Áform Isavia vöktu mikla athygli og umfjöllun. Sveinn segir málið hafa vakið bylgju af reiði á Austfjörðum. Bjóða upp á þjónustu sem er ekki til „Það er enginn ánægður með þetta. Þetta hefur vakið gríðarlega sterk viðbrögð hérna fyrir austan,“ segir Sveinn og líkir gjaldtökunni við það að hótel ætlaðist til þess að hótelgestir smíðuðu eigið herbergi og innréttuðu. Þá bendir Sveinn einnig á að bílastæðin séu ekki malbikuð nema að hálfu og að aðstæður þar séu þannig að ekki sé verjandi að rukka fyrir þá þjónustu. „Það er verið að bjóða þarna upp á þjónustu sem er ekki til staðar,“ segir hann. Aðspurður segir Sveinn að fengið þessa hugmynd úti í göngutúr einn góðan veðurdag. Honum datt í hug að slíkur hópur gæti hjálpað fólki að komast undan bílastæðagjöldunum. „Þetta eru aðgerðir, ég myndi ekki kalla þetta mótmæli. Við verðum að gera eitthvað til þess að svara þessum bílastæðagjöldum sem þau eru að leggja á hérna á völlunum,“ segir Sveinn en hann er eini umsjónaraðili og ábyrgðarmaður hópsins að svo stöddu. Hópurinn vaxið hratt Hann segist vera ánægður með hvað hópurinn hefur vaxið hratt. Sveinn stofnaði hópinn í gær en hann er þegar með um 360 meðlimi. Sveinn segist vera mjög þakklátur samfélaginu fyrir austan fyrir viðbrögðin við hópnum. Án fólksins væri þetta ekki mögulegt. „Þetta er mjög mikill fjöldi miðað við hvað þetta er lítið svæði. Ég ætlaði svo að starta hópnum á laugardaginn. Byrja fyrst á að safna í hópinn og ræða reglurnar sem ég samdi,“ segir hann en stefnt er á að hópurinn hefji starfsemi sína laugardaginn tuttugasta. Téðar reglur eru vel útlistaðar í fyrstu færslu hópsins sem Sveinn birti í gær. Í henni segir hann að lykilorð hópsins sé traust. Skutlbeiðnir fara fram í innleggjum á hópnum og er beiðnum svarað í athugasemdum við umrædd innlegg. Meðal þess sem reglurnar kveða á um er að félagar beri að sýna hver öðrum kurteisi og viðhafa gott orðbragð, skutl skuli gerast innan við mánuð frá beiðni um slíkt til að greiðinn falli ekki í gleymsku, að aðilum sem geta ekki staðið við skutlskuldbingingu sínar sé skylt að útvega hinum skuldaða far með einhverju móti og fleira.
Fréttir af flugi Egilsstaðaflugvöllur Múlaþing Bílastæði Tengdar fréttir Landsbyggðarskattur í formi bílastæðagjalda Jódís Skúladóttir þingmaður Vinstri grænna, segir að landsbyggðarskattur í formi bílastæðagjalda á flugvöllunum í Reykjavík, á Akureyri og á Egilsstöðum, sé enn eitt dæmið um skilningsleysi á stöðu fólks og fyrirtækja á landsbyggðinni. 12. júní 2024 15:08 Mótmæla harðlega fyrirætlun Isavia um gjaldtöku við flugvöllinn Byggðaráð Múlaþings mótmælir harðlega fyrirhugaða gjaldtöku á bílastæðum við Egilsstaðarflugvöll og lýsir óánægju með vinnubrögð Isavia í málinu. 29. maí 2024 12:24 Ósáttur með gjaldskyldu á Akureyri og Egilsstöðum Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, formanni Miðflokksins, er meinilla við fyrirhuguð bílastæðagjöld við flugvellina á Akureyri annars vegar og Egilsstöðum hins vegar. Hann segir að með áformaðri breytingu sé vegið að frelsi Íslendinga. 11. janúar 2024 23:00 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Sjá meira
Landsbyggðarskattur í formi bílastæðagjalda Jódís Skúladóttir þingmaður Vinstri grænna, segir að landsbyggðarskattur í formi bílastæðagjalda á flugvöllunum í Reykjavík, á Akureyri og á Egilsstöðum, sé enn eitt dæmið um skilningsleysi á stöðu fólks og fyrirtækja á landsbyggðinni. 12. júní 2024 15:08
Mótmæla harðlega fyrirætlun Isavia um gjaldtöku við flugvöllinn Byggðaráð Múlaþings mótmælir harðlega fyrirhugaða gjaldtöku á bílastæðum við Egilsstaðarflugvöll og lýsir óánægju með vinnubrögð Isavia í málinu. 29. maí 2024 12:24
Ósáttur með gjaldskyldu á Akureyri og Egilsstöðum Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, formanni Miðflokksins, er meinilla við fyrirhuguð bílastæðagjöld við flugvellina á Akureyri annars vegar og Egilsstöðum hins vegar. Hann segir að með áformaðri breytingu sé vegið að frelsi Íslendinga. 11. janúar 2024 23:00