Vonar að árásin gegn Trump veki Bandaríkjamenn Jón Þór Stefánsson skrifar 16. júlí 2024 13:59 Halla Tómasdóttir ræddi skotárásina gegn Trump á CNN. Vísir/Vilhelm Halla Tómasdóttir, verðandi forseti Íslands, segir skotárás sem beindist að Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, hryggja sig. „Ofbeldi á ekki heima í stjórnmálum, eða nokkur staðar. Það mun ekki leysa djúpstæðan ágreining og sundrun sem við sjáum, ekki bara í Bandaríkjunum heldur um allan heim, en hann virðist alvarlegri hér [í Bandaríkjunum],“ sagði Halla í viðtali á bandarísku sjónvarpsstöðinni CNN, en þar sendi hún jafnframt samúðarkveðjur á fjölskyldu manns sem lést í árásinni. Halla vísaði til orða Ians Bremmer, bandarísks stjórnmálafræðings, og sagði stærstu ógn heims um þessar mundir vera að Bandaríkin væru í stríði við sjálf sig. „Ég vona að þessi harmleikur geti verið viðvörun og vakning til allra Bandaríkjamanna og fái þá til að hugsa um hvernig þeir bregðist við þessu,“ sagði Halla. „Ég vona, ekki bara fyrir hönd Bandaríkjanna heldur fyrir hönd heimsins, að þetta verði augnablik þar sem það rennur upp fyrir okkur að við þurfum að breyta um hugarfar varðandi hvað skipti máli. Líf skiptir máli.“ Halla sagði sundrun vera að eiga sér stað á Íslandi líkt og annars staðar í heiminum. Þó væri staðan allt önnur hér á landi en í Bandaríkjunum, en hún nefndi sem dæmi að vopnaburður lögreglu og borgara væri talsvert minni á Íslandi en vestanhafs. Að sögn Höllu þarf að gera umfangsmiklar breytingar á valdakerfi heimsins. Hún sagði að í sinni kosningabaráttu hafi sérstök áhersla verið lögð á að gefa ungu fólki tækifæri, til að mynda á samfélagsmiðlum. „Við lögðum áherslu á jákvæða baráttu. Ég gerði teymi mínu og stuðningsfólki ljóst að ef einhver myndi ekki standa við loforð um jákvæða baráttu: að veita engin neðanbeltishögg, eða vera ofbeldisfull eða hatrömm, þá myndu þau heyra frá mér samstundis. Og þau fóru ekki yfir línuna. Á tímum sem þessum þarf að sýna gott fordæmi.“ Halla Tómasdóttir Bandaríkin Donald Trump Forseti Íslands Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fleiri fréttir Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Sjá meira
„Ofbeldi á ekki heima í stjórnmálum, eða nokkur staðar. Það mun ekki leysa djúpstæðan ágreining og sundrun sem við sjáum, ekki bara í Bandaríkjunum heldur um allan heim, en hann virðist alvarlegri hér [í Bandaríkjunum],“ sagði Halla í viðtali á bandarísku sjónvarpsstöðinni CNN, en þar sendi hún jafnframt samúðarkveðjur á fjölskyldu manns sem lést í árásinni. Halla vísaði til orða Ians Bremmer, bandarísks stjórnmálafræðings, og sagði stærstu ógn heims um þessar mundir vera að Bandaríkin væru í stríði við sjálf sig. „Ég vona að þessi harmleikur geti verið viðvörun og vakning til allra Bandaríkjamanna og fái þá til að hugsa um hvernig þeir bregðist við þessu,“ sagði Halla. „Ég vona, ekki bara fyrir hönd Bandaríkjanna heldur fyrir hönd heimsins, að þetta verði augnablik þar sem það rennur upp fyrir okkur að við þurfum að breyta um hugarfar varðandi hvað skipti máli. Líf skiptir máli.“ Halla sagði sundrun vera að eiga sér stað á Íslandi líkt og annars staðar í heiminum. Þó væri staðan allt önnur hér á landi en í Bandaríkjunum, en hún nefndi sem dæmi að vopnaburður lögreglu og borgara væri talsvert minni á Íslandi en vestanhafs. Að sögn Höllu þarf að gera umfangsmiklar breytingar á valdakerfi heimsins. Hún sagði að í sinni kosningabaráttu hafi sérstök áhersla verið lögð á að gefa ungu fólki tækifæri, til að mynda á samfélagsmiðlum. „Við lögðum áherslu á jákvæða baráttu. Ég gerði teymi mínu og stuðningsfólki ljóst að ef einhver myndi ekki standa við loforð um jákvæða baráttu: að veita engin neðanbeltishögg, eða vera ofbeldisfull eða hatrömm, þá myndu þau heyra frá mér samstundis. Og þau fóru ekki yfir línuna. Á tímum sem þessum þarf að sýna gott fordæmi.“
Halla Tómasdóttir Bandaríkin Donald Trump Forseti Íslands Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fleiri fréttir Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Sjá meira