Hver er J.D. Vance? Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 16. júlí 2024 11:15 Öldungadeildarþingmaðurinn J.D. Vance hefur verið valinn varaforsetaefni Donald Trumps í komandi kosningum, en hver er J.D. Vance? Getty/Joe Raedle Á landsþingi Repúblikanaflokksins í Wisconsinfylki í gær var tilkynnt að J.D. Vance yrði varaforsetaefni Trumps í komandi forsetakosningum í Bandaríkjunum. Vance er ekki ýkja þekktur á heimsvísu en hefur verið þekkt stærð í bandarískum stjórnmálum síðan hann var kjörinn öldungadeildarþingmaður árið 2022, 38 ára að aldri. J.D. Vance skaust upp á stjörnuhiminn árið 2016 þegar hann skrifaði æskuminningar sínar í fátækum ryðbeltisbæ í Ohio. Í bókinni fjallar hann um þau fjölmörgu mein sem hrjá heimaslóðir hans, svo sem fíkn og mikil fátækt. Bókin naut mikilla vinsælda og samnefnd bíómynd var gerð eftir henni árið 2020. Málefnin Vance hefur sagt að hann hefði ekki staðfest niðurstöður forsetakosninganna 2020. Í viðtali við ABC fyrr á árinu segir hann að hann hefði stigið inn í og krafið ríkin sem deilt var um um frekari yfirferð og neitað að staðfesta niðurstöðuna annars. Árið 2020 beitti Donald Trump þáverandi varaforseta sinn Mike Pence þrýstingi til að fá hann til að neita að staðfesta niðurstöður kosninganna, líkt og gert er á sérstökum fundi öldungadeildar að talningu lokinni. Pence staðfesti loks að Biden hefði borið sigur úr býtum en það var ekki fyrr en æstur lýður hafði gert áhlaup á þinghúsið. Vance hefur verið sakaður um að laga skoðanir sínar eftir hentisemi.Getty/Chip Somodevilla Þungunarrof hefur lengi verið ásteytingarsteinn í Bandaríkjunum og hefur löggjöfin varðandi þungunarrof einnig tekið miklum breytingum víðs vegar um landið á undanförnum árum. Vance hefur sagst styðja bann við þungunarrofsaðgerðum eftir fimmtándu viku meðgöngu. Þá er Vance einnig mótfallinn því að Bandaríkin taki virkan þátt í stuðningi við stríðsrekstur í Úkraínu. Hann skrifaði meðal annars grein í New York Times þar sem hann hélt því fram að Úkraínu tækist aldrei að halda Rússum í skefjum og að Bandaríkin byggju ekki yfir slíkum framleiðslutækjum að þau gætu gert Úkraínumönnum það kleift. Hann er hlynntur því að Úkraína gefi þau landsvæði sem Rússar girnast upp á bátinn í skiptum fyrir frið. Sagður skipta um skoðun eftir hentisemi Ummæli Vance frá árinu 2016 hafa einnig vakið mikla athygli síðan ljóst varð að hann yrði varaforsetaefni Trumps. Vance hefur nefnilega ekki alltaf verið jafndyggur stuðningsmaður forsetans fyrrverandi og hann er nú. „Ég get ekki ákveðið hvort mér þyki Trump bituryrtur fáviti eins og Nixon, sem væri ekki sem verst (og gæti reynst gagnlegt) eða hvort hann sé Hitler Ameríku,“ skrifaði Vance til samstarfsmanns síns árið 2016. Fyrir tveimur árum var skilaboðunum lekið og talsmaður Vance tjáði fjölmiðlum að ummælin endurspegluðu ekki skoðanir hans lengur. Hann hefur verið sakaður um tækifærismennsku og að laga skoðanir sínar að skoðunum Trumps eftir hentisemi. Til dæmis hafði Vance áður lýst því yfir að niðurstöður atkvæðagreiðslu Ohio-búa um að rétturinn til þungunarrofs skyldi vera stjórnarskrárbundinn sem höggi í magann en sagði í ár að hann styddi aðgengi að þungunarrofslyfinu Mifepristone. Skoðun sem Trump hafði þá viðrað. J.D. og Usha eiga saman þrjú börn.Getty/Anna Moneymaker J.D. Vance útskrifaðist úr lögfræðideild Yale-háskóla árið 2013 og hefur setið í hinum ýmsu öldungadeildarnefndum. Þeirra á meðal eru bankanefnd, húsnæðisnefnd og viðskipta- vísinda og samgöngunefnd. Hann fæddist og ólst upp í bænum Middleton í Ohiofylki og sinnti herþjónustu í landgönguliðadeild Bandaríkjahers. Vance er giftur Ushu Chilukuri sem hann kynntist á námsárunum í Yale. Hún er lögmaður og hefur meðal annars starfað á skrifstofum hæstaréttardómara. Þau eiga þrjú börn saman. Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bandaríkin Donald Trump Fréttaskýringar Mest lesið „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma Innlent Fleiri fréttir Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Sjá meira
J.D. Vance skaust upp á stjörnuhiminn árið 2016 þegar hann skrifaði æskuminningar sínar í fátækum ryðbeltisbæ í Ohio. Í bókinni fjallar hann um þau fjölmörgu mein sem hrjá heimaslóðir hans, svo sem fíkn og mikil fátækt. Bókin naut mikilla vinsælda og samnefnd bíómynd var gerð eftir henni árið 2020. Málefnin Vance hefur sagt að hann hefði ekki staðfest niðurstöður forsetakosninganna 2020. Í viðtali við ABC fyrr á árinu segir hann að hann hefði stigið inn í og krafið ríkin sem deilt var um um frekari yfirferð og neitað að staðfesta niðurstöðuna annars. Árið 2020 beitti Donald Trump þáverandi varaforseta sinn Mike Pence þrýstingi til að fá hann til að neita að staðfesta niðurstöður kosninganna, líkt og gert er á sérstökum fundi öldungadeildar að talningu lokinni. Pence staðfesti loks að Biden hefði borið sigur úr býtum en það var ekki fyrr en æstur lýður hafði gert áhlaup á þinghúsið. Vance hefur verið sakaður um að laga skoðanir sínar eftir hentisemi.Getty/Chip Somodevilla Þungunarrof hefur lengi verið ásteytingarsteinn í Bandaríkjunum og hefur löggjöfin varðandi þungunarrof einnig tekið miklum breytingum víðs vegar um landið á undanförnum árum. Vance hefur sagst styðja bann við þungunarrofsaðgerðum eftir fimmtándu viku meðgöngu. Þá er Vance einnig mótfallinn því að Bandaríkin taki virkan þátt í stuðningi við stríðsrekstur í Úkraínu. Hann skrifaði meðal annars grein í New York Times þar sem hann hélt því fram að Úkraínu tækist aldrei að halda Rússum í skefjum og að Bandaríkin byggju ekki yfir slíkum framleiðslutækjum að þau gætu gert Úkraínumönnum það kleift. Hann er hlynntur því að Úkraína gefi þau landsvæði sem Rússar girnast upp á bátinn í skiptum fyrir frið. Sagður skipta um skoðun eftir hentisemi Ummæli Vance frá árinu 2016 hafa einnig vakið mikla athygli síðan ljóst varð að hann yrði varaforsetaefni Trumps. Vance hefur nefnilega ekki alltaf verið jafndyggur stuðningsmaður forsetans fyrrverandi og hann er nú. „Ég get ekki ákveðið hvort mér þyki Trump bituryrtur fáviti eins og Nixon, sem væri ekki sem verst (og gæti reynst gagnlegt) eða hvort hann sé Hitler Ameríku,“ skrifaði Vance til samstarfsmanns síns árið 2016. Fyrir tveimur árum var skilaboðunum lekið og talsmaður Vance tjáði fjölmiðlum að ummælin endurspegluðu ekki skoðanir hans lengur. Hann hefur verið sakaður um tækifærismennsku og að laga skoðanir sínar að skoðunum Trumps eftir hentisemi. Til dæmis hafði Vance áður lýst því yfir að niðurstöður atkvæðagreiðslu Ohio-búa um að rétturinn til þungunarrofs skyldi vera stjórnarskrárbundinn sem höggi í magann en sagði í ár að hann styddi aðgengi að þungunarrofslyfinu Mifepristone. Skoðun sem Trump hafði þá viðrað. J.D. og Usha eiga saman þrjú börn.Getty/Anna Moneymaker J.D. Vance útskrifaðist úr lögfræðideild Yale-háskóla árið 2013 og hefur setið í hinum ýmsu öldungadeildarnefndum. Þeirra á meðal eru bankanefnd, húsnæðisnefnd og viðskipta- vísinda og samgöngunefnd. Hann fæddist og ólst upp í bænum Middleton í Ohiofylki og sinnti herþjónustu í landgönguliðadeild Bandaríkjahers. Vance er giftur Ushu Chilukuri sem hann kynntist á námsárunum í Yale. Hún er lögmaður og hefur meðal annars starfað á skrifstofum hæstaréttardómara. Þau eiga þrjú börn saman.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bandaríkin Donald Trump Fréttaskýringar Mest lesið „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma Innlent Fleiri fréttir Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Sjá meira