Bókanir undir væntingum en ekki hægt að tala um hrun Jón Ísak Ragnarsson skrifar 15. júlí 2024 14:43 Kristófer Oliversson er framkvæmdastjóri Center hótela, og formaður fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu. Sigurjón Ólason Gistinætur á Íslandi í maí voru um fimmtán prósent færri en á sama mánuði í fyrra. Samdrátturinn í hótelgistingu var 7,1 prósent og var mestur á Austurlandi, eða um 24 prósent. Kristófer Oliversson, framkvæmdastjóri fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu segir að bókunarstaðan sé undir væntingum, en ekki sé hægt að tala um hrun. „Jújú apríl og maí sérstaklega voru verulega undir væntingum, og júní að vissu leyti líka þó það sé misjafnt eftir landshlutum. En klárlega undir áætlunum,“ segir Kristófer. Hann vonar að það rætist úr þessu og staðan lagist þegar líður á haustið. Nokkur munur er milli landshluta, en mesti samdrátturinn hefur verið á Austurlandi og Norðurlandi. Á Vestfjörðum hefur verið fjölgun í komu skemmtiferðaskipa. „Vestfirðir eru mikið skipakomusvæði orðið, og hluti af Norðurlandinu líka. Það hefur verið aukning í skipakomum, en við erum náttúrulega fyrst og fremst að horfa á hótelgistinguna sem við viljum að sé byggð upp,“ segir Kristófer. Að þeirra mati sé það besta stefnan fyrir landsbyggðina, að byggja upp sjálfbæra gistiþjónustu í landi. „Ekkert gríðarlegt hrun“ „Jájá við megum ekki gleyma því að það er ekkert gríðarlegt hrun, kannski síst á Suðurlandi, þótt það sé undir væntingum. Ég held það séu frekar þeir landshlutar sem eru lengra í burtu sem hafa fundið fyrir þessu. Suðurlandi er og verður eftirsóknarverður staður, og höfuðborgarsvæðið og Suðurnesin líka,“ segir Kristófer. Kristófer segir að hótelbransinn á Íslandi búi við miklar skattahækkanir og launahækkanir, og afleiðingin sé sú að gríðarlega dýrt sé að gista á hótelum. Aðrir aðilar eins og Airbnb íbúðir og skipagistingar hafi skattalegt forskot umfram hótelin. Airbnb herbergin miklu fleiri en hótelherbergi „Svo má ekki gleyma því að til dæmis hérna á höfuðborgarsvæðinu, eru Airbnb herbergi miklu fleiri en hótelherbergi yfir sumarið. Meðan að við erum með 5500 hótelherbergi, eru kannski átta til níu þúsund Airbnb herbergi í boði,“ segir Kristófer. Um áramótin var gistiskattur, sem lagður var af á Covid-árunum lagður aftur á og tvöfaldaður. „Við finnum verulega fyrir því þegar dregur saman. Við hefðum kannski sirka þurft að sleppa við gistináttaskattinn til að halda í horfurnar,“ segir Kristófer. Hann segir að á stöðum þar sem ferðamannavertíðin er aðallega á sumrin, eins og á Austfjörðum, hafi það veruleg áhrif ef fyrri hluti sumarsins bregst. „Við vitum náttúrulega ekki núna hvort það rætist úr þessu, en það gerir það vonandi,“ segir Kristófer. Ferðamennska á Íslandi Hótel á Íslandi Tengdar fréttir „Komin upp í þak“ í verðlagningu Markaðssetja þarf Ísland með öflugari hætti en síðustu ár, að sögn leiðtoga ferðaþjónustufyrirtækja, sem segir Ísland hafa náð ákveðnum toppi í verðlagningu. Dregið hefur úr fjölda ferðamanna hingað til lands miðað við síðasta ár. 10. júlí 2024 22:15 Þúsundir ferðamanna á dag streyma til Ísafjarðar Stöðugur straumur ferðamanna er til Ísafjarðar á hverjum degi með skemmtiferðaskipum. Í hverri viku yfir sumartímann koma þúsundir til bæjarins og á morgun er búist við því að sjö þúsund manns leggi land undir fót á eyrinni. 1. júlí 2024 13:21 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Nýtt met slegið í fjölda giftinga Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Fleiri fréttir Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Sjá meira
„Jújú apríl og maí sérstaklega voru verulega undir væntingum, og júní að vissu leyti líka þó það sé misjafnt eftir landshlutum. En klárlega undir áætlunum,“ segir Kristófer. Hann vonar að það rætist úr þessu og staðan lagist þegar líður á haustið. Nokkur munur er milli landshluta, en mesti samdrátturinn hefur verið á Austurlandi og Norðurlandi. Á Vestfjörðum hefur verið fjölgun í komu skemmtiferðaskipa. „Vestfirðir eru mikið skipakomusvæði orðið, og hluti af Norðurlandinu líka. Það hefur verið aukning í skipakomum, en við erum náttúrulega fyrst og fremst að horfa á hótelgistinguna sem við viljum að sé byggð upp,“ segir Kristófer. Að þeirra mati sé það besta stefnan fyrir landsbyggðina, að byggja upp sjálfbæra gistiþjónustu í landi. „Ekkert gríðarlegt hrun“ „Jájá við megum ekki gleyma því að það er ekkert gríðarlegt hrun, kannski síst á Suðurlandi, þótt það sé undir væntingum. Ég held það séu frekar þeir landshlutar sem eru lengra í burtu sem hafa fundið fyrir þessu. Suðurlandi er og verður eftirsóknarverður staður, og höfuðborgarsvæðið og Suðurnesin líka,“ segir Kristófer. Kristófer segir að hótelbransinn á Íslandi búi við miklar skattahækkanir og launahækkanir, og afleiðingin sé sú að gríðarlega dýrt sé að gista á hótelum. Aðrir aðilar eins og Airbnb íbúðir og skipagistingar hafi skattalegt forskot umfram hótelin. Airbnb herbergin miklu fleiri en hótelherbergi „Svo má ekki gleyma því að til dæmis hérna á höfuðborgarsvæðinu, eru Airbnb herbergi miklu fleiri en hótelherbergi yfir sumarið. Meðan að við erum með 5500 hótelherbergi, eru kannski átta til níu þúsund Airbnb herbergi í boði,“ segir Kristófer. Um áramótin var gistiskattur, sem lagður var af á Covid-árunum lagður aftur á og tvöfaldaður. „Við finnum verulega fyrir því þegar dregur saman. Við hefðum kannski sirka þurft að sleppa við gistináttaskattinn til að halda í horfurnar,“ segir Kristófer. Hann segir að á stöðum þar sem ferðamannavertíðin er aðallega á sumrin, eins og á Austfjörðum, hafi það veruleg áhrif ef fyrri hluti sumarsins bregst. „Við vitum náttúrulega ekki núna hvort það rætist úr þessu, en það gerir það vonandi,“ segir Kristófer.
Ferðamennska á Íslandi Hótel á Íslandi Tengdar fréttir „Komin upp í þak“ í verðlagningu Markaðssetja þarf Ísland með öflugari hætti en síðustu ár, að sögn leiðtoga ferðaþjónustufyrirtækja, sem segir Ísland hafa náð ákveðnum toppi í verðlagningu. Dregið hefur úr fjölda ferðamanna hingað til lands miðað við síðasta ár. 10. júlí 2024 22:15 Þúsundir ferðamanna á dag streyma til Ísafjarðar Stöðugur straumur ferðamanna er til Ísafjarðar á hverjum degi með skemmtiferðaskipum. Í hverri viku yfir sumartímann koma þúsundir til bæjarins og á morgun er búist við því að sjö þúsund manns leggi land undir fót á eyrinni. 1. júlí 2024 13:21 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Nýtt met slegið í fjölda giftinga Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Fleiri fréttir Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Sjá meira
„Komin upp í þak“ í verðlagningu Markaðssetja þarf Ísland með öflugari hætti en síðustu ár, að sögn leiðtoga ferðaþjónustufyrirtækja, sem segir Ísland hafa náð ákveðnum toppi í verðlagningu. Dregið hefur úr fjölda ferðamanna hingað til lands miðað við síðasta ár. 10. júlí 2024 22:15
Þúsundir ferðamanna á dag streyma til Ísafjarðar Stöðugur straumur ferðamanna er til Ísafjarðar á hverjum degi með skemmtiferðaskipum. Í hverri viku yfir sumartímann koma þúsundir til bæjarins og á morgun er búist við því að sjö þúsund manns leggi land undir fót á eyrinni. 1. júlí 2024 13:21