Heimur á heljarþröm 12. júlí 2024 16:01 Þegar Covid faraldurinn geysaði um víða veröld voru uppi raddir um það að nota ætti tækifærið, þegar umsvif manna minnkuðu á nánast öllum sviðum, til þess að skrúfa niður neyslusamfélagið. Það yrði hvort sem er að gera fyrr eða seinna ef koma ætti í veg fyrir hörmungar vegna loftlagsbreytinga og áhrif þeirra á lífsviðurværi stórs hluta mannkyns. Það er augljóst og hefur verið lengi að þeimun fyrr sem brugðist er við vandanum því auðveldar mun það verða að snúa þróuninni við og jafnvel svo að verði það ekki gert í tíma gæti það orðið of seint til þess að raunverulegar lausnir séu til staðar sem væru framkvæmanlegar. Þær raddir sem töluðu fyrir því að nýta Covid tímabilið, sem hægði svo gífurlega á öllum umsvifum, voru fljótt undir í æpandi áróðri fyrir því að koma yrði hjólunum í gang að nýju og ekkert markmið æðra því en að komast á sama hraða og fyrir faraldurinn sem allra allra fyrst. Ekkert annað komst að og það var eins og að hlýnun jarðar vegna CO2 útblásturs af mannavöldum væri bara ekki lengur til staðar. Hafði bara gufað upp! Það er með ólíkindum hvernig mannskepnan hagar sér gagnvart lífríkinu sem hún virðist halda að hún geti drottnað yfir og sé ekki bara hluti af. Það er augljóst að ef fram heldur sem horfir þá munu afleiðingarnar verða hrikalegar og erfitt að sjá fyrir sér nokkuð annað en sívaxandi vandamál samfélaga í baráttunni við afleiðingar af hlýnun jarðar. Og hvað er verið að gera þegar þetta blasir við? Jú, auka útgjöld til hernaðar, krafist er nú að öll ríkji innan Nato auki fjárframlög til “varnarmála” up í 2% af landsframleiðslu og að fjótlega þurfi líklega að auka þau enn meira eða upp í 3 eða 4%. Þetta er auðvitað brjálæði í þessari stöðu sem við erum, allur kraftur ætti að fara í að finna lausnir á loftlagsvánni. Þess í stað er verið að stórauka framleiðslu á vopnum og hagkerfið undirbúið fyrir langvarandi stríðsrekstur ofan á sívaxandi neyslubrjálæðið sem hvergi má hrófla við. Jörðin verður ekki vænleg til ábúðar fyrir manninn innan skamms tíma ef fram heldur sem hotfir og það er kanski eina von lífríkisins á jörðu að losna við manninn sem er eina dýrategundin sem hefur áhrif á umhverfi sitt á ósjálfbæran hátt. Best sé þessvegna fyrir lífríkið í heild og til langs tíma að losna við þessa dýrategund í eitt skipti fyrir öll. Kapítalisminn virðist vera á góðri leið með það og erfitt að sjá eitthvað í spilunum sem bendir í aðra átt. Það ætti öllum að vera ljóst að neysluþjóðfélagið sem við búum við í dag getur ekki staðist til langframa og eitthvað róttækt verður að koma til ef fara á vel fyrir barnabörnum okkar og þeirra afkomendum. Við sjáum ekki leiðtoga á heimsvísu í augsýn sem líklegir eru til stórdáða né sjáum við alþjóðastofnanir eða alþjóðasamþyktir sem virka nægjanlega dempandi á brjálæðið. Spillingin vegna náinna tengsla stjórnmála og fjármagns í heiminum er orðin svo rótgróin að ekkert virðist geta komið í veg fyrir þær hörmungar sem virðast óumflýjanlegar, annaðhvort vegna heimsstyrjaldar eða til aðeins lengri tíma vegna afleiðinga loftlagsbreytinga. Fyrirmynd hins svokallaða lýðræðis á vesturlöndum, BNA með rætur í upplýsingunni, teflir fram tveimur karlmönnum á níræðisaldri, annar er vitgrannur heimskingi og hinn illa merktur af elli. Það þarf ekki mikla visku til að sjá að 235 mijóna þjóð ætti að geta haft aðra og betri kosti fyrir kjósendur ef lýðræðið væri að virka sem skyldi. Það ætti því að vera augljóst öllum að eitthvað mikið er að í ferlinu sem vaskar fram þessa kandidata. Á Íslandi er óvinsælasti stjórnmálamaður sögunnar forsætisráðherra með langa sögu vafasamra viðskipta að baki. Í báðum þessum löndum eru tengsl fjármálaafla og stjórnmála langt út fyrir það sem telja má eðlilegt og gerir í rauninni allt tal um lýðræði í því sambandi fáránlegt. Fjölmiðlar í eigu fjársterkra aðila halda allri umræðu í þjóðfélaginu innan ásættanlegra marka peningavaldsins og á Íslandi er ríkisfjölmiðillinn þar að auki undir sterku aðhaldi sömu afla gegnum Sjálfstæðisflokkinn, flokk fjármagnseigenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Reynir Böðvarsson Mest lesið Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Skoðun Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Sjá meira
Þegar Covid faraldurinn geysaði um víða veröld voru uppi raddir um það að nota ætti tækifærið, þegar umsvif manna minnkuðu á nánast öllum sviðum, til þess að skrúfa niður neyslusamfélagið. Það yrði hvort sem er að gera fyrr eða seinna ef koma ætti í veg fyrir hörmungar vegna loftlagsbreytinga og áhrif þeirra á lífsviðurværi stórs hluta mannkyns. Það er augljóst og hefur verið lengi að þeimun fyrr sem brugðist er við vandanum því auðveldar mun það verða að snúa þróuninni við og jafnvel svo að verði það ekki gert í tíma gæti það orðið of seint til þess að raunverulegar lausnir séu til staðar sem væru framkvæmanlegar. Þær raddir sem töluðu fyrir því að nýta Covid tímabilið, sem hægði svo gífurlega á öllum umsvifum, voru fljótt undir í æpandi áróðri fyrir því að koma yrði hjólunum í gang að nýju og ekkert markmið æðra því en að komast á sama hraða og fyrir faraldurinn sem allra allra fyrst. Ekkert annað komst að og það var eins og að hlýnun jarðar vegna CO2 útblásturs af mannavöldum væri bara ekki lengur til staðar. Hafði bara gufað upp! Það er með ólíkindum hvernig mannskepnan hagar sér gagnvart lífríkinu sem hún virðist halda að hún geti drottnað yfir og sé ekki bara hluti af. Það er augljóst að ef fram heldur sem horfir þá munu afleiðingarnar verða hrikalegar og erfitt að sjá fyrir sér nokkuð annað en sívaxandi vandamál samfélaga í baráttunni við afleiðingar af hlýnun jarðar. Og hvað er verið að gera þegar þetta blasir við? Jú, auka útgjöld til hernaðar, krafist er nú að öll ríkji innan Nato auki fjárframlög til “varnarmála” up í 2% af landsframleiðslu og að fjótlega þurfi líklega að auka þau enn meira eða upp í 3 eða 4%. Þetta er auðvitað brjálæði í þessari stöðu sem við erum, allur kraftur ætti að fara í að finna lausnir á loftlagsvánni. Þess í stað er verið að stórauka framleiðslu á vopnum og hagkerfið undirbúið fyrir langvarandi stríðsrekstur ofan á sívaxandi neyslubrjálæðið sem hvergi má hrófla við. Jörðin verður ekki vænleg til ábúðar fyrir manninn innan skamms tíma ef fram heldur sem hotfir og það er kanski eina von lífríkisins á jörðu að losna við manninn sem er eina dýrategundin sem hefur áhrif á umhverfi sitt á ósjálfbæran hátt. Best sé þessvegna fyrir lífríkið í heild og til langs tíma að losna við þessa dýrategund í eitt skipti fyrir öll. Kapítalisminn virðist vera á góðri leið með það og erfitt að sjá eitthvað í spilunum sem bendir í aðra átt. Það ætti öllum að vera ljóst að neysluþjóðfélagið sem við búum við í dag getur ekki staðist til langframa og eitthvað róttækt verður að koma til ef fara á vel fyrir barnabörnum okkar og þeirra afkomendum. Við sjáum ekki leiðtoga á heimsvísu í augsýn sem líklegir eru til stórdáða né sjáum við alþjóðastofnanir eða alþjóðasamþyktir sem virka nægjanlega dempandi á brjálæðið. Spillingin vegna náinna tengsla stjórnmála og fjármagns í heiminum er orðin svo rótgróin að ekkert virðist geta komið í veg fyrir þær hörmungar sem virðast óumflýjanlegar, annaðhvort vegna heimsstyrjaldar eða til aðeins lengri tíma vegna afleiðinga loftlagsbreytinga. Fyrirmynd hins svokallaða lýðræðis á vesturlöndum, BNA með rætur í upplýsingunni, teflir fram tveimur karlmönnum á níræðisaldri, annar er vitgrannur heimskingi og hinn illa merktur af elli. Það þarf ekki mikla visku til að sjá að 235 mijóna þjóð ætti að geta haft aðra og betri kosti fyrir kjósendur ef lýðræðið væri að virka sem skyldi. Það ætti því að vera augljóst öllum að eitthvað mikið er að í ferlinu sem vaskar fram þessa kandidata. Á Íslandi er óvinsælasti stjórnmálamaður sögunnar forsætisráðherra með langa sögu vafasamra viðskipta að baki. Í báðum þessum löndum eru tengsl fjármálaafla og stjórnmála langt út fyrir það sem telja má eðlilegt og gerir í rauninni allt tal um lýðræði í því sambandi fáránlegt. Fjölmiðlar í eigu fjársterkra aðila halda allri umræðu í þjóðfélaginu innan ásættanlegra marka peningavaldsins og á Íslandi er ríkisfjölmiðillinn þar að auki undir sterku aðhaldi sömu afla gegnum Sjálfstæðisflokkinn, flokk fjármagnseigenda.
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun