Spyr hvort Íslendingar megi einir nauðga á Íslandi Ólafur Björn Sverrisson skrifar 11. júlí 2024 12:05 Guðný S. Bjarnadóttir, stjórnarformaður Hagsmunasamtaka brotaþola. Vísir/Vilhelm „Er kannski málið að það er auðveldara að kenna erlendum manni um að vera nauðgari en að horfast í augu við að vinur þinn sé mögulega slíkt ómenni?“ Þessu veltir Guðný S. Bjarnadóttir, stjórnarformaður Hagsmunasamtaka brotaþola, fyrir sér í aðsendri grein á Vísi. Þar beinir hún sjónum að viðbrögðum samfélagsins við kynferðisbrotum, eftir því hvort meintur gerandi sé af erlendum eða íslenskum uppruna. Telur hún ljóst að viðbrögð séu afar ólík eftir því í hvorn flokkinn gerandi fellur. Kveikjuna að skrifunum segir Guðný vera nýlegan fréttaflutning af tvöföldun erlendra meintra gerenda í kynferðisbrotamálum. Hún vísar sömuleiðis til fréttar Ríkisútvarpsins þar sem vísað er til gagna úr dómsmálaráðuneyti. Alls hafi 622 kynferðisbrot verið skráð árið 2022, þar sem 100 gerendur hafi verið erlendir karlmenn. „Sem gerir þá að 16.6% hlutfalli allra tilkynntra kynferðisbrota það árið. Sama ár voru 414 konur sem tilkynntu kynferðisbrot og þar af voru 49 þeirra af erlendum uppruna. Hlutfall kvenna af erlendum uppruna var sem sagt 11.8% allra tilkynntra kynferðisbrota árið 2022. Þó að aukning sé á tilkynningum þar sem karlmenn af erlendum uppruna eru gerendur þá er fjöldi íslenskra gerenda einnig að aukast - og þar með tilkynningum um kynferðisofbeldi í samfélaginu okkar yfir höfuð sem er mun stærra áhyggjuefni,“ skrifar Guðný. „Peningagráðugir lygarar“ Guðný segir í samtali við Vísi að hún hafi tekið eftir aukinni útlendingaandúð í umræðunni undanfarið. „Við sjáum bara að viðbrögðin eru allt öðruvísi þegar gerendur eru útlenskir, þá á að henda þeim úr landi og opinbera þá. Ef gerendur eru íslenskir þá er eins og við verðum að passa að dæma þá ekki, „saklaus uns sekt er sönnuð“ og allt þetta,“ segir Guðný. Nafngreining íslenskra gerenda sé kölluð slaufunarmenning. Þolendur íslenskra gerenda séu auk þess kallaðir „peningagráðugir lygarar í leit að athygli“. „Íslenskir menn eru jú saklausir uns sekt er sönnuð! Hér fellum við ekki sök á menn án dóms og laga enda búum við í réttarríki og að það geri nú allir mistök einhvern tímann!“ skrifar Guðný. Tölurnar lítið breyst Það sé rasískt að taka einungis afstöðu þegar þolandi sé íslensk kona og þegar gerandi sé erlendur karlmaður. „Og hefur í raun ekkert með það að gera að standa með þolendum, heldur aðeins skjöldur til að viðra rasískar skoðanir.“ Hún vísar sömuleiðis til skýrslu Stígamóta frá árinu 2022 þar sem fram komi að flestir ofbeldismenn séu íslenskir eða um 83,8 prósent. „Tölurnar hafa lítið breyst frá árinu 2008 til dagsins í dag og það segir okkur að konum stafar langmest hætta af íslenskum karlmönnum.“ Í árskýrslu Stígamóta árið 2008 kemur fram að sama hlutfall íslenskra ofbeldismanna sé 84,5 prósent. „Við getum vonandi öll verið sammála um það að kynferðisofbeldi er hræðilegt, óháð ríkisfangi gerenda. Þess vegna ættum við að vera jafn reið yfir óréttlætinu og ofbeldinu sem þolendur eru beittir. Það læra börnin sem fyrir þeim er haft og hér á landi hafa karlmenn komist upp með nauðganir áratugum - og í raun öldum saman. Þolendur eru hins vegar lygasjúkir þar til þeim er nauðgað af útlenskum leigubílstjóra.“ Kynferðisofbeldi Lögreglumál Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Sjá meira
Þessu veltir Guðný S. Bjarnadóttir, stjórnarformaður Hagsmunasamtaka brotaþola, fyrir sér í aðsendri grein á Vísi. Þar beinir hún sjónum að viðbrögðum samfélagsins við kynferðisbrotum, eftir því hvort meintur gerandi sé af erlendum eða íslenskum uppruna. Telur hún ljóst að viðbrögð séu afar ólík eftir því í hvorn flokkinn gerandi fellur. Kveikjuna að skrifunum segir Guðný vera nýlegan fréttaflutning af tvöföldun erlendra meintra gerenda í kynferðisbrotamálum. Hún vísar sömuleiðis til fréttar Ríkisútvarpsins þar sem vísað er til gagna úr dómsmálaráðuneyti. Alls hafi 622 kynferðisbrot verið skráð árið 2022, þar sem 100 gerendur hafi verið erlendir karlmenn. „Sem gerir þá að 16.6% hlutfalli allra tilkynntra kynferðisbrota það árið. Sama ár voru 414 konur sem tilkynntu kynferðisbrot og þar af voru 49 þeirra af erlendum uppruna. Hlutfall kvenna af erlendum uppruna var sem sagt 11.8% allra tilkynntra kynferðisbrota árið 2022. Þó að aukning sé á tilkynningum þar sem karlmenn af erlendum uppruna eru gerendur þá er fjöldi íslenskra gerenda einnig að aukast - og þar með tilkynningum um kynferðisofbeldi í samfélaginu okkar yfir höfuð sem er mun stærra áhyggjuefni,“ skrifar Guðný. „Peningagráðugir lygarar“ Guðný segir í samtali við Vísi að hún hafi tekið eftir aukinni útlendingaandúð í umræðunni undanfarið. „Við sjáum bara að viðbrögðin eru allt öðruvísi þegar gerendur eru útlenskir, þá á að henda þeim úr landi og opinbera þá. Ef gerendur eru íslenskir þá er eins og við verðum að passa að dæma þá ekki, „saklaus uns sekt er sönnuð“ og allt þetta,“ segir Guðný. Nafngreining íslenskra gerenda sé kölluð slaufunarmenning. Þolendur íslenskra gerenda séu auk þess kallaðir „peningagráðugir lygarar í leit að athygli“. „Íslenskir menn eru jú saklausir uns sekt er sönnuð! Hér fellum við ekki sök á menn án dóms og laga enda búum við í réttarríki og að það geri nú allir mistök einhvern tímann!“ skrifar Guðný. Tölurnar lítið breyst Það sé rasískt að taka einungis afstöðu þegar þolandi sé íslensk kona og þegar gerandi sé erlendur karlmaður. „Og hefur í raun ekkert með það að gera að standa með þolendum, heldur aðeins skjöldur til að viðra rasískar skoðanir.“ Hún vísar sömuleiðis til skýrslu Stígamóta frá árinu 2022 þar sem fram komi að flestir ofbeldismenn séu íslenskir eða um 83,8 prósent. „Tölurnar hafa lítið breyst frá árinu 2008 til dagsins í dag og það segir okkur að konum stafar langmest hætta af íslenskum karlmönnum.“ Í árskýrslu Stígamóta árið 2008 kemur fram að sama hlutfall íslenskra ofbeldismanna sé 84,5 prósent. „Við getum vonandi öll verið sammála um það að kynferðisofbeldi er hræðilegt, óháð ríkisfangi gerenda. Þess vegna ættum við að vera jafn reið yfir óréttlætinu og ofbeldinu sem þolendur eru beittir. Það læra börnin sem fyrir þeim er haft og hér á landi hafa karlmenn komist upp með nauðganir áratugum - og í raun öldum saman. Þolendur eru hins vegar lygasjúkir þar til þeim er nauðgað af útlenskum leigubílstjóra.“
Kynferðisofbeldi Lögreglumál Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Sjá meira