Sóttu framkvæmdastjóra þingflokks til SA Árni Sæberg skrifar 11. júlí 2024 10:16 Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir er ný framkvæmdastjóri þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Hún tekur við af Tryggva Mássyni, sem hefur tekið við starfi hjá Klíníkinni. Í fréttatilkynningu frá þingflokknum segir að Stefanía Kolbrún sé hagfræðingur með BS gráðu frá Háskóla Íslands og meistaragráðu frá Barcelona School of Economics. Hún hafi starfað sem hagfræðingur á efnahagssviði Samtaka atvinnulífsins frá árinu 2018 ásamt því að hafa sinnt kennslu við hagfræðideild Háskóla Íslands og viðskiptafræðideild Háskólans í Reykjavík. Hjá Samtökum atvinnulífsins hafi Stefanía Kolbrún sinnt ýmiss konar greiningarvinnu, greinaskrifum og kynningum í tengslum við gerð kjarasamninga og efnahags- og atvinnulífsmál almennt. Full tilhlökkunar Stefanía Kolbrún hafi jafnframt sinnt fjölmörgum félagsstörfum og meðal annars staðið að stofnun Hagsmunafélags kvenna í hagfræði. „Ég er full tilhlökkunar fyrir komandi þingvetri og að takast á við þau ýmsu spennandi og krefjandi verkefni sem fram undan eru, með öllu því góða fólki sem starfar fyrir þingflokk Sjálfstæðisflokksins, svo ekki sé minnst á þingmenn flokksins,“ er haft eftir Stefaníu Kolbrúnu. Leiðir viðskiptaþróun hjá Klíníkinni Þá segir að Stefanía Kolbrún taki við af Tryggva Mássyni, sem hafi verið ráðinn til þess að fara fyrir viðskiptaþróun hjá Klíníkinni, en staðan sé ný innan félagsins. Auk þess að leiða viðskiptaþróun innan félagsins muni hann starfa náið með framkvæmdastjórn að stefnumótun og vexti Klíníkurinnar. „Um leið og ég þakka Tryggva innilega fyrir sitt ómetanlega starf fyrir þingflokkinn og óska honum farsældar á spennandi vettvangi þá er ég gríðarlega stolt og ánægð með ráðningu Stefaníu. Ég veit að þekking hennar og hæfileikar munu koma að gagni við að forgangsraða áherslumálum inn í krefjandi þingvetur. Þannig getum við best nýtt krafta okkar í þágu mikilvægra stefnumála Sjálfstæðisflokksins samfélaginu til góðs. Það eru stór verkefni framundan og ég hlakka til að njóta liðsinnis Stefaníu í þeim,“ er haft eftir Hildi Sverrisdóttur, þingflokksformanni Sjálfstæðisflokksins. Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Vistaskipti Atvinnurekendur Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Innlent Fleiri fréttir Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum Sjá meira
Í fréttatilkynningu frá þingflokknum segir að Stefanía Kolbrún sé hagfræðingur með BS gráðu frá Háskóla Íslands og meistaragráðu frá Barcelona School of Economics. Hún hafi starfað sem hagfræðingur á efnahagssviði Samtaka atvinnulífsins frá árinu 2018 ásamt því að hafa sinnt kennslu við hagfræðideild Háskóla Íslands og viðskiptafræðideild Háskólans í Reykjavík. Hjá Samtökum atvinnulífsins hafi Stefanía Kolbrún sinnt ýmiss konar greiningarvinnu, greinaskrifum og kynningum í tengslum við gerð kjarasamninga og efnahags- og atvinnulífsmál almennt. Full tilhlökkunar Stefanía Kolbrún hafi jafnframt sinnt fjölmörgum félagsstörfum og meðal annars staðið að stofnun Hagsmunafélags kvenna í hagfræði. „Ég er full tilhlökkunar fyrir komandi þingvetri og að takast á við þau ýmsu spennandi og krefjandi verkefni sem fram undan eru, með öllu því góða fólki sem starfar fyrir þingflokk Sjálfstæðisflokksins, svo ekki sé minnst á þingmenn flokksins,“ er haft eftir Stefaníu Kolbrúnu. Leiðir viðskiptaþróun hjá Klíníkinni Þá segir að Stefanía Kolbrún taki við af Tryggva Mássyni, sem hafi verið ráðinn til þess að fara fyrir viðskiptaþróun hjá Klíníkinni, en staðan sé ný innan félagsins. Auk þess að leiða viðskiptaþróun innan félagsins muni hann starfa náið með framkvæmdastjórn að stefnumótun og vexti Klíníkurinnar. „Um leið og ég þakka Tryggva innilega fyrir sitt ómetanlega starf fyrir þingflokkinn og óska honum farsældar á spennandi vettvangi þá er ég gríðarlega stolt og ánægð með ráðningu Stefaníu. Ég veit að þekking hennar og hæfileikar munu koma að gagni við að forgangsraða áherslumálum inn í krefjandi þingvetur. Þannig getum við best nýtt krafta okkar í þágu mikilvægra stefnumála Sjálfstæðisflokksins samfélaginu til góðs. Það eru stór verkefni framundan og ég hlakka til að njóta liðsinnis Stefaníu í þeim,“ er haft eftir Hildi Sverrisdóttur, þingflokksformanni Sjálfstæðisflokksins.
Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Vistaskipti Atvinnurekendur Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Innlent Fleiri fréttir Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum Sjá meira