Var áfram með eiginmanninum þrátt fyrir brot hans gegn dótturinni Hólmfríður Gísladóttir skrifar 10. júlí 2024 07:12 Munro, sem var virtur smásaganhöfundur, lést í maí síðastliðnum. Nú er komið í ljós að ýmsir vissu um kynferðisofbeldið sem dóttir hennar var beitt, meðal annars maðurinn sem ritaði ævisögu Munro. Getty/PA/Julien Behal Yngsta dóttir rithöfundarins og Nóbelsverðlaunahafans Alice Munro hefur stigið fram og greint frá því að hafa verið beitt kynferðisofbeldi af stjúpföður sínum. Hún segir móður sína hafa vitað af ofbeldinu en ákveðið að vera áfram með manninum. Hún hafi ákveðið að stíga fram þar sem hún hafi ekki getað hugsað sér að fleiri umfjallanir um móður hennar birtust þar sem ekki væri snert á því sem gerðist og viðbrögðum Munro. Andrea Robert Skinner segir frá því í grein í Toronto Star að ofbeldið hafi fyrst átt sér stað sumarið 1976, þegar hún var níu ára gömul og stjúpfaðir hennar Gerald Fremlin var á sextugsaldri. Skinner dvaldi jafnan hjá móður sinni á sumrin og misnotkunin hélt áfram í nokkur ár, eða þar til hún varð unglingur og Fremlin missti áhugann á henni. Að sögn Skinner greindi hún föður sínum, Jim Munro, frá ofbeldinu en hann ákvað að gera ekki neitt. Stjúpmóðir Skinner, Carole Sabiston, staðfestir að hafa sagt við barnið að hún þyrfti ekki að fara í aftur sumarheimsóknina en að Skinner hafi viljað verja tíma með móður sinni. Sjálf veigraði Skinner sér við því að segja móður sinni frá ofbeldinu, þar sem Munro hafði áður sagt við hana að Fremlin líkaði betur við Skinner en sig. Óttaðist dóttirinn þannig að móðir hennar myndi kenna sér um. Skinner greindi Munro frá ofbeldinu í bréfi árið 1992 en síðarnefnda er sögð hafa brugðist við eins og Skinner óttaðist; með því að upplifa ofbeldið meira eins og framhjáhald en barnaníð. Fremlin ýtti undir þessa túlkun og sagði Skinner hafa leitað á sig. Þá hótaði hann því að birta myndir opinberlega, meðal annars af Skinner í nærfötum af Fremlin. Munro yfirgaf Fremlin í nokkra mánuði en snéri síðan aftur og var með honum þar til hann lést árið 2013. Skinner tilkynnti ofbeldið til lögreglu árið 2005 og Fremlin játaði en að sögn Skinner lá málið áfram í þagnargildi vegna frægðar móður hennar. Skinner nýtur stuðnings fjölskyldu sinnar og þá hafa eigendur Munro Books, sem stofnað var af Alice og Jim en er nú í eigu annarra aðila, lýst yfir stuðningi við ákvörðun Skinner um að greina opinberlega frá. Umfjöllun BBC. Kanada Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Bókmenntir Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Sjá meira
Hún hafi ákveðið að stíga fram þar sem hún hafi ekki getað hugsað sér að fleiri umfjallanir um móður hennar birtust þar sem ekki væri snert á því sem gerðist og viðbrögðum Munro. Andrea Robert Skinner segir frá því í grein í Toronto Star að ofbeldið hafi fyrst átt sér stað sumarið 1976, þegar hún var níu ára gömul og stjúpfaðir hennar Gerald Fremlin var á sextugsaldri. Skinner dvaldi jafnan hjá móður sinni á sumrin og misnotkunin hélt áfram í nokkur ár, eða þar til hún varð unglingur og Fremlin missti áhugann á henni. Að sögn Skinner greindi hún föður sínum, Jim Munro, frá ofbeldinu en hann ákvað að gera ekki neitt. Stjúpmóðir Skinner, Carole Sabiston, staðfestir að hafa sagt við barnið að hún þyrfti ekki að fara í aftur sumarheimsóknina en að Skinner hafi viljað verja tíma með móður sinni. Sjálf veigraði Skinner sér við því að segja móður sinni frá ofbeldinu, þar sem Munro hafði áður sagt við hana að Fremlin líkaði betur við Skinner en sig. Óttaðist dóttirinn þannig að móðir hennar myndi kenna sér um. Skinner greindi Munro frá ofbeldinu í bréfi árið 1992 en síðarnefnda er sögð hafa brugðist við eins og Skinner óttaðist; með því að upplifa ofbeldið meira eins og framhjáhald en barnaníð. Fremlin ýtti undir þessa túlkun og sagði Skinner hafa leitað á sig. Þá hótaði hann því að birta myndir opinberlega, meðal annars af Skinner í nærfötum af Fremlin. Munro yfirgaf Fremlin í nokkra mánuði en snéri síðan aftur og var með honum þar til hann lést árið 2013. Skinner tilkynnti ofbeldið til lögreglu árið 2005 og Fremlin játaði en að sögn Skinner lá málið áfram í þagnargildi vegna frægðar móður hennar. Skinner nýtur stuðnings fjölskyldu sinnar og þá hafa eigendur Munro Books, sem stofnað var af Alice og Jim en er nú í eigu annarra aðila, lýst yfir stuðningi við ákvörðun Skinner um að greina opinberlega frá. Umfjöllun BBC.
Kanada Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Bókmenntir Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Sjá meira