Messi baðaði sex mánaða Yamal Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. júlí 2024 07:00 Tvítugur Lionel Messi baðar sex mánaða Lamine Yamal. Nafn hins sextán ára Lamines Yamal er á allra vörum eftir að hann skoraði stórkostlegt mark í 2-1 sigri Spánar á Frakklandi á EM í gær. Yamal var samt aðeins sex mánaða þegar hann komst fyrst í fréttirnar og þar kom sjálfur Lionel Messi við sögu. Yamal skoraði sannkallað draumamark þegar Spánverjar tryggðu sér sæti í úrslitum EM með sigrinum á Frökkum á Allianz Arena í München í gær. Hann er yngsti markaskorari í sögu Evrópumótsins, sextán ára og 362 daga gamall. Yamal fæddist 13. júlí 2007. Sex mánuðum síðar sat hann fyrir á myndum með hinum þá tvítuga Messi. Myndatakan var fyrir góðgerðadagatal á vegum Barcelona og dagblaðsins Sport. Myndirnar, sem Joan Monfort tók, hafa nú verið dregnar fram í sviðsljósið eftir frábæra frammistöðu Yamals á EM. Á myndunum heldur Messi á sex mánaða gömlum Yamal og baðar hann. Mamma Yamals er svo með á einni mynd. 🚨🇪🇸🇦🇷 Lionel Messi with Lamine Yamal as a baby back in December 2007, from Spanish newspaper @sport. It was a photoshoot organised for a charity calendar. pic.twitter.com/C7jCKbYnp7— EuroFoot (@eurofootcom) July 5, 2024 Líkt og Yamal stendur Messi í ströngu þessa dagana, með argentínska landsliðinu í Suður-Ameríkukeppninni í Bandaríkjunum. Argentínumenn eru komnir í undanúrslit þar sem þeir mæta Kanadamönnum. Þess má geta að faðir Yamals er þremur árum yngri en Messi. Argentínski snillingurinn er fæddur 1987 en faðir Yamals 1990. Hann er frá Marokkó en móðirin frá Miðbaugs-Gíneu. Fjölskylda Yamals fluttist til Barcelona þegar hann var sjö ára og hann fylgdist því með Messi fara á kostum með stærsta liði borgarinnar áður en hann byrjaði sjálfur að spila fyrir það. EM 2024 í Þýskalandi Spænski boltinn Ljósmyndun Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Enski boltinn Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Sjá meira
Yamal skoraði sannkallað draumamark þegar Spánverjar tryggðu sér sæti í úrslitum EM með sigrinum á Frökkum á Allianz Arena í München í gær. Hann er yngsti markaskorari í sögu Evrópumótsins, sextán ára og 362 daga gamall. Yamal fæddist 13. júlí 2007. Sex mánuðum síðar sat hann fyrir á myndum með hinum þá tvítuga Messi. Myndatakan var fyrir góðgerðadagatal á vegum Barcelona og dagblaðsins Sport. Myndirnar, sem Joan Monfort tók, hafa nú verið dregnar fram í sviðsljósið eftir frábæra frammistöðu Yamals á EM. Á myndunum heldur Messi á sex mánaða gömlum Yamal og baðar hann. Mamma Yamals er svo með á einni mynd. 🚨🇪🇸🇦🇷 Lionel Messi with Lamine Yamal as a baby back in December 2007, from Spanish newspaper @sport. It was a photoshoot organised for a charity calendar. pic.twitter.com/C7jCKbYnp7— EuroFoot (@eurofootcom) July 5, 2024 Líkt og Yamal stendur Messi í ströngu þessa dagana, með argentínska landsliðinu í Suður-Ameríkukeppninni í Bandaríkjunum. Argentínumenn eru komnir í undanúrslit þar sem þeir mæta Kanadamönnum. Þess má geta að faðir Yamals er þremur árum yngri en Messi. Argentínski snillingurinn er fæddur 1987 en faðir Yamals 1990. Hann er frá Marokkó en móðirin frá Miðbaugs-Gíneu. Fjölskylda Yamals fluttist til Barcelona þegar hann var sjö ára og hann fylgdist því með Messi fara á kostum með stærsta liði borgarinnar áður en hann byrjaði sjálfur að spila fyrir það.
EM 2024 í Þýskalandi Spænski boltinn Ljósmyndun Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Enski boltinn Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Sjá meira