Arðgreiðslur í sjávarútvegi eru eðlilegar og nauðsynlegar Birta Karen Tryggvadóttir skrifar 8. júlí 2024 09:01 Það er engum vafa undirorpið að sjávarútvegur hefur verið einn mikilvægasti atvinnuvegur þjóðarinnar og lagt grunn að þeim lífskjörum sem við búum við í dag. Á árum áður átti íslenskt hagkerfi allt undir sjávarútvegi enda var atvinnulífið mun fábrotnara á þeim tíma og stóð sjávarútvegur nánast einn að gjaldeyrisöflun þjóðarbúsins. Nú er öldin önnur; fleiri útflutningsgreinar hafa bæst við sem renna styrkari stoðum undir gjaldeyrisöflun þjóðarinnar. Sú þróun er afar jákvæð, enda felur það í sér áhættudreifingu sem er mikilvægt fyrir lítið opið hagkerfi líkt og hið íslenska. Þrátt fyrir að vægi sjávarútvegs hafi minnkað gegnir hann áfram lykilhlutverki í gjaldeyrisöflun þjóðarbúsins og á ríkan þátt í þeirri efnahagslegu hagsæld sem þjóðin býr við. Að sjá ekki skóginn fyrir trjánum Mikið fer fyrir umræðu um sjávarútveg hér á landi. Það er ekki óeðlilegt enda byggir greinin starfsemi sína á nýtingu auðlinda, sem er í eðli sínu pólitískt viðfangsefni. Í þessari umræðu beinist kastljósið stundum að arðgreiðslum og heildarfjárhæð þeirra er þá jafnan fordæmd. Fjárhæðir einar og sér segja þó aðeins takmarkaða sögu ef þær eru ekki settar í samhengi. Staðreyndin er sú að þegar arðgreiðslur í sjávarútvegi eru skoðaðar betur kemur í ljós að þær eru almennt lægri en gengur og gerist í viðskiptahagkerfinu. Samkvæmt gögnum frá Hagstofunni voru arðgreiðslur sem hlutfall af hagnaði á árunum 2013 til 2022 að jafnaði 34% í sjávarútvegi, samanborið við 41% í viðskiptahagkerfinu í heild, að undanskildum sjávarútvegi. Í umræðunni gætir oft og tíðum tortryggni í garð sjávarútvegsfyrirtækja þegar arður er greiddur til hluthafa; að útgreiðsla arðs leiði til þess að minna skili sér til samfélagsins en ella. Það er fjarri sanni. Arðgreiðslur eru tól fyrirtækja til að losa út fjármuni sem nýtast ekki lengur í rekstri. Þannig geta fjármunirnir nýst við fjármögnun á öðrum verkefnum sem leiðir síðan vonandi af sér aukna verðmætasköpun með tilheyrandi aukningu á skatttekjum hins opinbera. Þá eru arðgreiðslur einnig forsenda þess að fjármagnseigendur sjái hag sinn í því að leggja fyrirtækjunum til fjármuni. Fyrirtæki eru þannig í stöðugri samkeppni við aðra fjárfestingakosti. Fjárfestingar í fyrirtækjum eru áhættusamari en til að mynda í skuldabréfum eða að leggja fé inn á bankabók. Með aukinni áhættu má jafnan vænta hærri ávöxtunarkröfu fjárfesta, þótt það sé ekki alltaf raunin. Ekki má heldur gleyma því að arðgreiðslur teljast skattskyldar fjármagnstekjur og ríkissjóður nýtur því ríflegrar hlutdeildar í greiddum arði til hluthafa. Það er stundum látið eins og það sé ekkert sérlega flókið að reka fyrirtæki í sjávarútvegi; að menn sæki gull í greipar Ægis án mikillar áhættu eða fyrirhafnar. Það er auðvitað ekki rétt. Rekstur í sjávarútvegi er verulega áhættusamur þar sem duttlungar náttúrunnar, eins og sveiflur í stærð fiskistofna, fela í sér mikinn ófyrirsjáanleika. Þá þurfa fyrirtæki í sjávarútvegi að búa þannig um hnútanna að efnahagsreikningur þeirra sé sterkur og að svigrúm sé til að mæta óvæntum áföllum. Þá krefst rekstur í sjávarútvegi verulegra fjárfestinga í nýjum skipum, búnaði um borð og hátæknivinnslum, en slíkar fjárfestingar hlaupa á milljörðum króna ár hvert. Þessar fjárfestingar eru nauðsynlegar til þess að standast alþjóðlega samkeppni, stuðla að áframhaldandi framleiðnivexti og verðmætasköpun í sjávarútvegi, í þágu áframhaldandi lífskjarasóknar. Augun á boltanum Með fyrirhyggju og elju hefur tekist með ágætum að reka arðbæran og sjálfbæran sjávarútveg hér á landi enda væri annað óráð miðað við efnahagslegt mikilvægi greinarinnar. Fyrirtækin hafa verið skynsöm í rekstri sínum og nýtt góðan afrakstur fyrri ára til fjárfestinga þannig að þau verðmæti sem við fáum úr auðlindinni verði meiri í dag en í gær. Aftur á móti er nauðsynlegt að fyrirtæki í sjávarútvegi séu samkeppnishæf um fjármagn. Ef arðsemi annarra fyrirtækja er ávallt hærri þá mun fjármagnið að öllum líkindum leita annað. Það er hagsmunamál allra að íslenskur sjávarútvegur sé vel rekinn og arðbær. Arðbær sjávarútvegur stendur undir verðmætum störfum og skilar milljörðum í sameiginlega sjóði í gegnum þau opinberu gjöld sem eigendum, fyrirtækjum og starfsmönnum er gert að greiða. Þá eru ótalin þau fjölmörgu fyrirtæki sem byggja starfsemi sína, að hluta eða að öllu leyti, á tilvist sjávarútvegs. Þau miklu margföldunaráhrif í efnahagslífinu má ekki vanmeta. Stjórnvöld mega aldrei missa sjónar af mikilvægu hlutverki sínu; að búa þannig um hnútanna að rekstrarumhverfi fyrirtækja í sjávarútvegi sé stöðugt þannig að hægt verði að tryggja arðsemi greinarinnar til langs tíma, til hagsbóta fyrir samfélagið og komandi kynslóðir. Það má aldrei missa augun af boltanum. Höfundur er hagfræðingur hjá SFS. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjávarútvegur Mest lesið Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Dráp á börnum halda áfram þrátt fyrir vopnahlé Sveinn Rúnar Hauksson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason Skoðun Skoðun Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Dráp á börnum halda áfram þrátt fyrir vopnahlé Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Sjá meira
Það er engum vafa undirorpið að sjávarútvegur hefur verið einn mikilvægasti atvinnuvegur þjóðarinnar og lagt grunn að þeim lífskjörum sem við búum við í dag. Á árum áður átti íslenskt hagkerfi allt undir sjávarútvegi enda var atvinnulífið mun fábrotnara á þeim tíma og stóð sjávarútvegur nánast einn að gjaldeyrisöflun þjóðarbúsins. Nú er öldin önnur; fleiri útflutningsgreinar hafa bæst við sem renna styrkari stoðum undir gjaldeyrisöflun þjóðarinnar. Sú þróun er afar jákvæð, enda felur það í sér áhættudreifingu sem er mikilvægt fyrir lítið opið hagkerfi líkt og hið íslenska. Þrátt fyrir að vægi sjávarútvegs hafi minnkað gegnir hann áfram lykilhlutverki í gjaldeyrisöflun þjóðarbúsins og á ríkan þátt í þeirri efnahagslegu hagsæld sem þjóðin býr við. Að sjá ekki skóginn fyrir trjánum Mikið fer fyrir umræðu um sjávarútveg hér á landi. Það er ekki óeðlilegt enda byggir greinin starfsemi sína á nýtingu auðlinda, sem er í eðli sínu pólitískt viðfangsefni. Í þessari umræðu beinist kastljósið stundum að arðgreiðslum og heildarfjárhæð þeirra er þá jafnan fordæmd. Fjárhæðir einar og sér segja þó aðeins takmarkaða sögu ef þær eru ekki settar í samhengi. Staðreyndin er sú að þegar arðgreiðslur í sjávarútvegi eru skoðaðar betur kemur í ljós að þær eru almennt lægri en gengur og gerist í viðskiptahagkerfinu. Samkvæmt gögnum frá Hagstofunni voru arðgreiðslur sem hlutfall af hagnaði á árunum 2013 til 2022 að jafnaði 34% í sjávarútvegi, samanborið við 41% í viðskiptahagkerfinu í heild, að undanskildum sjávarútvegi. Í umræðunni gætir oft og tíðum tortryggni í garð sjávarútvegsfyrirtækja þegar arður er greiddur til hluthafa; að útgreiðsla arðs leiði til þess að minna skili sér til samfélagsins en ella. Það er fjarri sanni. Arðgreiðslur eru tól fyrirtækja til að losa út fjármuni sem nýtast ekki lengur í rekstri. Þannig geta fjármunirnir nýst við fjármögnun á öðrum verkefnum sem leiðir síðan vonandi af sér aukna verðmætasköpun með tilheyrandi aukningu á skatttekjum hins opinbera. Þá eru arðgreiðslur einnig forsenda þess að fjármagnseigendur sjái hag sinn í því að leggja fyrirtækjunum til fjármuni. Fyrirtæki eru þannig í stöðugri samkeppni við aðra fjárfestingakosti. Fjárfestingar í fyrirtækjum eru áhættusamari en til að mynda í skuldabréfum eða að leggja fé inn á bankabók. Með aukinni áhættu má jafnan vænta hærri ávöxtunarkröfu fjárfesta, þótt það sé ekki alltaf raunin. Ekki má heldur gleyma því að arðgreiðslur teljast skattskyldar fjármagnstekjur og ríkissjóður nýtur því ríflegrar hlutdeildar í greiddum arði til hluthafa. Það er stundum látið eins og það sé ekkert sérlega flókið að reka fyrirtæki í sjávarútvegi; að menn sæki gull í greipar Ægis án mikillar áhættu eða fyrirhafnar. Það er auðvitað ekki rétt. Rekstur í sjávarútvegi er verulega áhættusamur þar sem duttlungar náttúrunnar, eins og sveiflur í stærð fiskistofna, fela í sér mikinn ófyrirsjáanleika. Þá þurfa fyrirtæki í sjávarútvegi að búa þannig um hnútanna að efnahagsreikningur þeirra sé sterkur og að svigrúm sé til að mæta óvæntum áföllum. Þá krefst rekstur í sjávarútvegi verulegra fjárfestinga í nýjum skipum, búnaði um borð og hátæknivinnslum, en slíkar fjárfestingar hlaupa á milljörðum króna ár hvert. Þessar fjárfestingar eru nauðsynlegar til þess að standast alþjóðlega samkeppni, stuðla að áframhaldandi framleiðnivexti og verðmætasköpun í sjávarútvegi, í þágu áframhaldandi lífskjarasóknar. Augun á boltanum Með fyrirhyggju og elju hefur tekist með ágætum að reka arðbæran og sjálfbæran sjávarútveg hér á landi enda væri annað óráð miðað við efnahagslegt mikilvægi greinarinnar. Fyrirtækin hafa verið skynsöm í rekstri sínum og nýtt góðan afrakstur fyrri ára til fjárfestinga þannig að þau verðmæti sem við fáum úr auðlindinni verði meiri í dag en í gær. Aftur á móti er nauðsynlegt að fyrirtæki í sjávarútvegi séu samkeppnishæf um fjármagn. Ef arðsemi annarra fyrirtækja er ávallt hærri þá mun fjármagnið að öllum líkindum leita annað. Það er hagsmunamál allra að íslenskur sjávarútvegur sé vel rekinn og arðbær. Arðbær sjávarútvegur stendur undir verðmætum störfum og skilar milljörðum í sameiginlega sjóði í gegnum þau opinberu gjöld sem eigendum, fyrirtækjum og starfsmönnum er gert að greiða. Þá eru ótalin þau fjölmörgu fyrirtæki sem byggja starfsemi sína, að hluta eða að öllu leyti, á tilvist sjávarútvegs. Þau miklu margföldunaráhrif í efnahagslífinu má ekki vanmeta. Stjórnvöld mega aldrei missa sjónar af mikilvægu hlutverki sínu; að búa þannig um hnútanna að rekstrarumhverfi fyrirtækja í sjávarútvegi sé stöðugt þannig að hægt verði að tryggja arðsemi greinarinnar til langs tíma, til hagsbóta fyrir samfélagið og komandi kynslóðir. Það má aldrei missa augun af boltanum. Höfundur er hagfræðingur hjá SFS.
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun