Sigmundi Davíð svarað Björn Bjarnason skrifar 6. júlí 2024 12:30 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, fer mikinn hér á Vísi fimmtudaginn 4. júlí. Hann telur hæfa málstað sínum að uppnefna Sjálfstæðisflokkinn. Annað efni greinarinnar er í sama anda. Fyrir Sigmundi Davíð vakir að skýra hvers vegna hann og Bergþór Ólason, þingmenn Miðflokksins, studdu ekki að mannréttindastofnun yrði komið á fót þótt þeir hefðu samþykkt ályktun alþingis sem skuldbatt íslensk stjórnvöld til að stofna hana. Hildur Sverrisdóttir, formaður þingflokks sjálfstæðismanna, benti á þessa tvöfeldni miðflokksmanna í grein í Morgunblaðinu þriðjudaginn 2. júlí. Hún færir fleiri rök fyrir máli sínu á Vísi 5. júlí þegar hún svarar Sigmundi Davíð. Yfirlýsing Sigmundar Davíðs í Morgunblaðinu 2. júlí um að hann og Bergþór haldi sínu striki hvort sem gangi vel eða illa varð til þess að ég skrifaði þann dag pistil á vefsíðu mína, bjorn.is, undir fyrirsögninni: Tvöfeldni Sigmundar Davíðs. Þar nefndi ég fimm dæmi fyrirsögninni til stuðnings: 1. Vegna straums flóttamanna og hælisleitenda frá Sýrlandi síðsumars 2015 kom Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (SDG) forsætisráðherra á fót sérstakri ráðherranefnd um málefni flóttafólks og innflytjenda. Hann boðaði mikilvægi þess að stjórn og stjórnarandstaða, stofnanir, sveitarfélög og samfélagið allt sameinaðist til að takast á við þennan vanda. Til varð nefnd allra þingflokka sem samdi útlendingalöggjöf sem samþykkt var 2016. Nú sver SDG af sér alla ábyrgð á slíkri samstöðu. 2. SDG hitti David Cameron, þáv. forsætisráðherra Breta, á fundi í Reykjavík í október 2015 og ræddi við hann hugmyndina um lagningu sæstrengs til rafmagnsflutninga milli Íslands og Bretlands. Nú telur SDG allt tal um slíkan sæstreng aðför að fullveldi Íslands. 3. SDG sótti Parísarráðstefnuna um loftslagsmál og fagnaði sérstaklega niðurstöðu hennar 12. desember 2015 og hét hollustu íslenskra stjórnvalda við markmið Parísarsamkomulagsins. Nú hefur SDG snúist hugur um gildi þess að elta þessi markmið. 4. Árið 2019 samþykkti alþingi tillögu um að lögfesta samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks en í honum felst krafa um að starfrækt sé sjálfstæð eftirlitsstofnun með mannréttindum. Tillögu um þetta samþykkti Bergþór Ólason. Nú kannast þingflokkur Miðflokksins ekkert við efni þessarar samþykktar og er andvígur mannréttindastofnun. 5. SDG spurði 16. maí 2024 á alþingi, hneykslaður yfir för Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur til Georgíu, hvort hún hefði lýst afstöðu ríkisstjórnar Íslands til pólitískra átaka þar og þetta væri eitthvað sem við gætum átt von á, að ráðherrar landsins tækju þátt í mótmælum í öðrum löndum. Í mars 2014 var SDG forsætisráðherra þegar hann lýsti velþóknun á för utanríkisráðherra og flokksbróður síns, Gunnars Braga Sveinssonar, á Sjálfstæðistorgið í Kyiv til stuðnings mótmælum gegn Rússum. Grein Sigmundar Davíðs hér á Vísi sýnir að hann er ófær um að festa hugann við þessi fimm málefni. Þess í stað veitist hann að mér persónulega, segir mig verða „illkvittnari“ með árunum og ég reki eins manns „skrímsladeild“. Viðbrögð flokksformannsins vekja spurningu um hvort málefnin skipti í raun engu máli. Ég skora á Sigmund Davíð að skýra sinnaskiptin í málunum fimm sem hér eru nefnd. Höfundur er fyrrverandi ráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Bjarnason Mest lesið Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Dráp á börnum halda áfram þrátt fyrir vopnahlé Sveinn Rúnar Hauksson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason Skoðun Skoðun Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Dráp á börnum halda áfram þrátt fyrir vopnahlé Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, fer mikinn hér á Vísi fimmtudaginn 4. júlí. Hann telur hæfa málstað sínum að uppnefna Sjálfstæðisflokkinn. Annað efni greinarinnar er í sama anda. Fyrir Sigmundi Davíð vakir að skýra hvers vegna hann og Bergþór Ólason, þingmenn Miðflokksins, studdu ekki að mannréttindastofnun yrði komið á fót þótt þeir hefðu samþykkt ályktun alþingis sem skuldbatt íslensk stjórnvöld til að stofna hana. Hildur Sverrisdóttir, formaður þingflokks sjálfstæðismanna, benti á þessa tvöfeldni miðflokksmanna í grein í Morgunblaðinu þriðjudaginn 2. júlí. Hún færir fleiri rök fyrir máli sínu á Vísi 5. júlí þegar hún svarar Sigmundi Davíð. Yfirlýsing Sigmundar Davíðs í Morgunblaðinu 2. júlí um að hann og Bergþór haldi sínu striki hvort sem gangi vel eða illa varð til þess að ég skrifaði þann dag pistil á vefsíðu mína, bjorn.is, undir fyrirsögninni: Tvöfeldni Sigmundar Davíðs. Þar nefndi ég fimm dæmi fyrirsögninni til stuðnings: 1. Vegna straums flóttamanna og hælisleitenda frá Sýrlandi síðsumars 2015 kom Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (SDG) forsætisráðherra á fót sérstakri ráðherranefnd um málefni flóttafólks og innflytjenda. Hann boðaði mikilvægi þess að stjórn og stjórnarandstaða, stofnanir, sveitarfélög og samfélagið allt sameinaðist til að takast á við þennan vanda. Til varð nefnd allra þingflokka sem samdi útlendingalöggjöf sem samþykkt var 2016. Nú sver SDG af sér alla ábyrgð á slíkri samstöðu. 2. SDG hitti David Cameron, þáv. forsætisráðherra Breta, á fundi í Reykjavík í október 2015 og ræddi við hann hugmyndina um lagningu sæstrengs til rafmagnsflutninga milli Íslands og Bretlands. Nú telur SDG allt tal um slíkan sæstreng aðför að fullveldi Íslands. 3. SDG sótti Parísarráðstefnuna um loftslagsmál og fagnaði sérstaklega niðurstöðu hennar 12. desember 2015 og hét hollustu íslenskra stjórnvalda við markmið Parísarsamkomulagsins. Nú hefur SDG snúist hugur um gildi þess að elta þessi markmið. 4. Árið 2019 samþykkti alþingi tillögu um að lögfesta samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks en í honum felst krafa um að starfrækt sé sjálfstæð eftirlitsstofnun með mannréttindum. Tillögu um þetta samþykkti Bergþór Ólason. Nú kannast þingflokkur Miðflokksins ekkert við efni þessarar samþykktar og er andvígur mannréttindastofnun. 5. SDG spurði 16. maí 2024 á alþingi, hneykslaður yfir för Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur til Georgíu, hvort hún hefði lýst afstöðu ríkisstjórnar Íslands til pólitískra átaka þar og þetta væri eitthvað sem við gætum átt von á, að ráðherrar landsins tækju þátt í mótmælum í öðrum löndum. Í mars 2014 var SDG forsætisráðherra þegar hann lýsti velþóknun á för utanríkisráðherra og flokksbróður síns, Gunnars Braga Sveinssonar, á Sjálfstæðistorgið í Kyiv til stuðnings mótmælum gegn Rússum. Grein Sigmundar Davíðs hér á Vísi sýnir að hann er ófær um að festa hugann við þessi fimm málefni. Þess í stað veitist hann að mér persónulega, segir mig verða „illkvittnari“ með árunum og ég reki eins manns „skrímsladeild“. Viðbrögð flokksformannsins vekja spurningu um hvort málefnin skipti í raun engu máli. Ég skora á Sigmund Davíð að skýra sinnaskiptin í málunum fimm sem hér eru nefnd. Höfundur er fyrrverandi ráðherra.
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun