Fyrst kvenna og vill rjúfa múr í París: „Segja öll að þetta sé allt annað fyrirbæri“ Sindri Sverrisson og Aron Guðmundsson skrifa 6. júlí 2024 09:01 Erna Sóley Gunnarsdóttir verður ein af fimm keppendum Íslands á Ólympíuleikunum í París í sumar. vísir „Mig er búið að dreyma um þetta síðan ég byrjaði í frjálsum, níu ára gömul,“ segir hin 24 ára gamla Erna Sóley Gunnarsdóttir sem í gær fékk að vita að hún væri á leið á Ólympíuleikana í París. Erna Sóley mun keppa í kúluvarpi 8. ágúst og ætlar að njóta þess í botn að keppa á stærsta sviði íþróttanna, innan um allra fremsta frjálsíþróttafólk heims. „Ég man eftir að hafa horft á Ásdísi Hjálms á Ólympíuleikunum 2008. Eftir það var markmiðið skýrt að reyna að komast á Ólympíuleikana. Núna er það loksins að rætast hjá mér,“ segir Erna Sóley en Ásdís keppti í spjótkasti á þrennum Ólympíuleikum. Fyrst íslenskra kvenna í kúluvarpshringinn Erna Sóley verður fyrst íslenskra kvenna til að keppa í kúluvarpi á Ólympíuleikum en sjö íslenskir karlar hafa afrekað það, síðast Óðinn Björn Þorsteinsson í London árið 2012. Hún vill einnig brjóta annan múr með því að kasta yfir 18 metra í París. „Já, það eru ansi margir íslenskir karlar búnir að komast á Ólympíuleika, sjö talsins held ég. Það er geðveikt að fá að koma þarna sem kona og sýna hvað við getum gert. Það var kominn tími á það og það er gaman að fá að vera partur af sögunni í þessari flottu íþrótt,“ segir Erna Sóley sem ræddi við Aron Guðmundsson á heimavelli ÍR-inga í Mjóddinni í gær. Klippa: Erna Sóley brýtur múr í París Erna Sóley bætti Íslandsmet sitt utanhúss á Akureyri um síðustu helgi þegar hún varð Íslandsmeistari með 17,91 metra kasti. Fyrra met hennar var 17,52 metrar og ljóst að hún er á hárréttri braut í aðdraganda Ólympíuleikanna, þó að tveimur sætum hafi munað á heimslista til þess að hún tryggði sér strax öruggt sæti á leikunum. „Mjög tvísýnt hvort að ég færi“ „Ég var búin að sjá fyrir mér að með góðri frammistöðu um síðustu helgi gæti þetta gerst. En svo var ég ekki inni á listanum þegar hann kom fyrst út. Þá tók við bið eftir því hvort að allar sem voru á listanum væru að fara, eða hvort einhver væri meidd eða slíkt. Það var því mjög tvísýnt hvort ég færi eða ekki. Þetta kom mjög skemmtilega á óvart,“ segir Erna Sóley sem stefndi alltaf á að komast til Parísar. „Ég var alltaf búin að hafa þetta í planinu, eins og ég væri að fara á leikana. Ég held því bara áfram þannig, kemst vonandi í æfingabúðir og tek kannski eitt mót í viðbót til að undirbúa mig algjörlega fyrir þetta. Ég reyni að vera sem best stemmd fyrir leikana sjálfa,“ segir Erna Sóley en hvert er markmiðið í París? Hlakkar til að sjá alla bestu „Ég vil bara fá mjög löng köst. Um helgina átti ég köst sem ég hef aldrei átt áður. Meira að segja í upphitun, sem ég náði ekki alveg á mótinu. Mig langar að klára þetta ár á Ólympíuleikunum með því að brjóta 18 metra múrinn. Það er stóra markmiðið,“ segir Erna Sóley sem ætlar að njóta lífsins í París: „Ég hlakka til að sjá stemninguna. Ég hlakka til að sjá alla bestu íþróttamennina í heiminum, og vera með öllu frábæra íslenska fólkinu sem er að fara. Labba inn á leikvanginn og upplifa ólympíuandann. Ég hef talað við marga sem hafa farið á leikana sem segja allir að þetta sé allt annað fyrirbæri. Allt annað að upplifa þetta miðað við önnur íþróttamót. Þetta eru Ólympíuleikarnir og að fá að vera partur af þessu er stórkostlegt.“ Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir „Ég var án djóks skoppandi“ „Ég var að vinna í miðasölunni á Landsmóti hestamanna þegar það var hringt í mig, klukkan 10 í morgun, og ég fékk að vita að ég væri að fara á Ólympíuleikana,“ segir himinlifandi Erna Sóley Gunnarsdóttir, kúluvarpari, eftir gleðitíðindi dagsins. 5. júlí 2024 19:31 Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi Sport „Það verða breytingar“ Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Mörk og fagnaðarlæti Íra í Búdapest Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði Jökull Andrésson í FH „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Reynslumiklar Valskonur kveðja „Þetta er allt annað dæmi“ „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Skrýtið að spila þennan leik“ „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi „Hrikalega stoltur af stelpunum“ England og Frakkland gulltryggðu farseðilinn á HM Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Tryggvi fyllti í tölfræðiskýrsluna en Real vann leikinn Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ „Óhræddir við að vinna þennan leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Sjá meira
Erna Sóley mun keppa í kúluvarpi 8. ágúst og ætlar að njóta þess í botn að keppa á stærsta sviði íþróttanna, innan um allra fremsta frjálsíþróttafólk heims. „Ég man eftir að hafa horft á Ásdísi Hjálms á Ólympíuleikunum 2008. Eftir það var markmiðið skýrt að reyna að komast á Ólympíuleikana. Núna er það loksins að rætast hjá mér,“ segir Erna Sóley en Ásdís keppti í spjótkasti á þrennum Ólympíuleikum. Fyrst íslenskra kvenna í kúluvarpshringinn Erna Sóley verður fyrst íslenskra kvenna til að keppa í kúluvarpi á Ólympíuleikum en sjö íslenskir karlar hafa afrekað það, síðast Óðinn Björn Þorsteinsson í London árið 2012. Hún vill einnig brjóta annan múr með því að kasta yfir 18 metra í París. „Já, það eru ansi margir íslenskir karlar búnir að komast á Ólympíuleika, sjö talsins held ég. Það er geðveikt að fá að koma þarna sem kona og sýna hvað við getum gert. Það var kominn tími á það og það er gaman að fá að vera partur af sögunni í þessari flottu íþrótt,“ segir Erna Sóley sem ræddi við Aron Guðmundsson á heimavelli ÍR-inga í Mjóddinni í gær. Klippa: Erna Sóley brýtur múr í París Erna Sóley bætti Íslandsmet sitt utanhúss á Akureyri um síðustu helgi þegar hún varð Íslandsmeistari með 17,91 metra kasti. Fyrra met hennar var 17,52 metrar og ljóst að hún er á hárréttri braut í aðdraganda Ólympíuleikanna, þó að tveimur sætum hafi munað á heimslista til þess að hún tryggði sér strax öruggt sæti á leikunum. „Mjög tvísýnt hvort að ég færi“ „Ég var búin að sjá fyrir mér að með góðri frammistöðu um síðustu helgi gæti þetta gerst. En svo var ég ekki inni á listanum þegar hann kom fyrst út. Þá tók við bið eftir því hvort að allar sem voru á listanum væru að fara, eða hvort einhver væri meidd eða slíkt. Það var því mjög tvísýnt hvort ég færi eða ekki. Þetta kom mjög skemmtilega á óvart,“ segir Erna Sóley sem stefndi alltaf á að komast til Parísar. „Ég var alltaf búin að hafa þetta í planinu, eins og ég væri að fara á leikana. Ég held því bara áfram þannig, kemst vonandi í æfingabúðir og tek kannski eitt mót í viðbót til að undirbúa mig algjörlega fyrir þetta. Ég reyni að vera sem best stemmd fyrir leikana sjálfa,“ segir Erna Sóley en hvert er markmiðið í París? Hlakkar til að sjá alla bestu „Ég vil bara fá mjög löng köst. Um helgina átti ég köst sem ég hef aldrei átt áður. Meira að segja í upphitun, sem ég náði ekki alveg á mótinu. Mig langar að klára þetta ár á Ólympíuleikunum með því að brjóta 18 metra múrinn. Það er stóra markmiðið,“ segir Erna Sóley sem ætlar að njóta lífsins í París: „Ég hlakka til að sjá stemninguna. Ég hlakka til að sjá alla bestu íþróttamennina í heiminum, og vera með öllu frábæra íslenska fólkinu sem er að fara. Labba inn á leikvanginn og upplifa ólympíuandann. Ég hef talað við marga sem hafa farið á leikana sem segja allir að þetta sé allt annað fyrirbæri. Allt annað að upplifa þetta miðað við önnur íþróttamót. Þetta eru Ólympíuleikarnir og að fá að vera partur af þessu er stórkostlegt.“
Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir „Ég var án djóks skoppandi“ „Ég var að vinna í miðasölunni á Landsmóti hestamanna þegar það var hringt í mig, klukkan 10 í morgun, og ég fékk að vita að ég væri að fara á Ólympíuleikana,“ segir himinlifandi Erna Sóley Gunnarsdóttir, kúluvarpari, eftir gleðitíðindi dagsins. 5. júlí 2024 19:31 Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi Sport „Það verða breytingar“ Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Mörk og fagnaðarlæti Íra í Búdapest Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði Jökull Andrésson í FH „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Reynslumiklar Valskonur kveðja „Þetta er allt annað dæmi“ „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Skrýtið að spila þennan leik“ „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi „Hrikalega stoltur af stelpunum“ England og Frakkland gulltryggðu farseðilinn á HM Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Tryggvi fyllti í tölfræðiskýrsluna en Real vann leikinn Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ „Óhræddir við að vinna þennan leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Sjá meira
„Ég var án djóks skoppandi“ „Ég var að vinna í miðasölunni á Landsmóti hestamanna þegar það var hringt í mig, klukkan 10 í morgun, og ég fékk að vita að ég væri að fara á Ólympíuleikana,“ segir himinlifandi Erna Sóley Gunnarsdóttir, kúluvarpari, eftir gleðitíðindi dagsins. 5. júlí 2024 19:31