„Í mínum huga alveg útilokað“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 3. júlí 2024 22:45 Sigurgeir B. Kristgeirsson er framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar. vísir „Það er í mínum huga alvega útilokað að þetta teljist stórfellt gáleysi,“ segir Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum, inntur eftir viðbrögðum við ákvörðun bæjarráðs Vestmannaeyjarbæjar um að höfða skaðabótamál á hendur fyrirtækinu. Í dag var greint frá ákvörðun bæjarráðsins um að fara í hart við Vinnslustöðina og VÍS vegna tjóns sem varð þegar akkeri skipsins Hugins VE hafnaði á vatnslögn til Vestmannaeyja. Páll Magnússon forseti bæjarstjórnar segir tjónið að minnsta kosti vera 1.500 milljónir. Vinnslustöðin hefur vísað til ákvæða siglingalaga sem heimila að takmarka tjónabæturnar við 360 milljónir. Páll vísar til þess á móti að óhappið stafi af stórfelldu gáleysi sem leiði til þess að regla um hámarksbætur gildi ekki. Sigurgeir ræddi málið í samtali við Vísi. „Við erum auðvitað tryggð fyrir þessu tjóni. Höfum keypt okkar tryggingar fyrir öllum fjandanum, þar á meðal þessu. Þetta fellur bara undir vátryggingaverndina okkar og það er viðurkennt af tryggingafélaginu,“ segir Sigurgeir og heldur áfram: „Í tjóni sem þessu er það þannig að hámarksbætur eru til staðar. Þetta byggir á alþjóðalögum sem við heyrum undir. Sambærilegt atvik átti sér stað þegar skip sigldi niður brú í Bandaríkjunum, þar átti sama regla við. Bæturnar takmörkuðust við ákveðið hlutfall af verðmæti skipsins. Þannig eru bara reglurnar í þessu og lögin. Tryggingafélagið er annars bara með þetta mál.“ Hér á landi takmarkist bætur og miði við stærð skipa. Þær reglur séu í samræmi við alþjóðlegar reglur og samninga. Útgerðin lúti sömu reglum og aðrir, sem séu í senn íslenskar og alþjóðlegar. Þar gildi ekki aðrar reglur um Huginn en önnur skip, hvort heldur þau eru frá Vestmannaeyjum, öðrum útgerðum á Íslandi eða frá Færeyjum, svo dæmi sé tekið. Býst við deilum fyrir dómstólum „Í mínum huga var aldrei neinn ásetningur í þessu tjóni eða slysi, það liggur alveg í augum uppi. Ég játa að í þessum tryggingafræðum má Páll Magnússon hafa sínar skoðanir á þessu en þetta verði aldrei öðruvísi en túlkað fyrir dómstólum. Bærinn mun væntanlega láta reyna á þetta fyrir dómstólum og ekkert óeðlilegt við það. En fyrir mér og tryggingafélaginu þá er þetta bara svona, það eru hámarksbætur í svona tjónum.“ Hann segir Vinnslustöðina leggja upp úr því að gæta þess að starfsmenn og öll starfsemi sé vel tryggð. „Svo verður bara að fara eftir því sem skilmálar segja hverju sinni og fyrir það borgum við.“ Skemmd neysluvatnslögn í Eyjum Vestmannaeyjar Vatn Sjávarútvegur Tengdar fréttir Krefja Vinnslustöðina um 1,5 milljarða króna Vestmannaeyjabær og HS Veitur hafa sent Vinnslustöð Vestmannaeyja hf. og tryggingafélagi fyrirtækisins kröfubréf þar sem farið er fram á að tjónið á vatnslögn til Eyja verði að fullu bætt. Eins og staðan er í dag er áætlað heildartjón á bilinu 1.380 til 1.485 milljónir króna. 7. júní 2024 13:34 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu Sjá meira
Í dag var greint frá ákvörðun bæjarráðsins um að fara í hart við Vinnslustöðina og VÍS vegna tjóns sem varð þegar akkeri skipsins Hugins VE hafnaði á vatnslögn til Vestmannaeyja. Páll Magnússon forseti bæjarstjórnar segir tjónið að minnsta kosti vera 1.500 milljónir. Vinnslustöðin hefur vísað til ákvæða siglingalaga sem heimila að takmarka tjónabæturnar við 360 milljónir. Páll vísar til þess á móti að óhappið stafi af stórfelldu gáleysi sem leiði til þess að regla um hámarksbætur gildi ekki. Sigurgeir ræddi málið í samtali við Vísi. „Við erum auðvitað tryggð fyrir þessu tjóni. Höfum keypt okkar tryggingar fyrir öllum fjandanum, þar á meðal þessu. Þetta fellur bara undir vátryggingaverndina okkar og það er viðurkennt af tryggingafélaginu,“ segir Sigurgeir og heldur áfram: „Í tjóni sem þessu er það þannig að hámarksbætur eru til staðar. Þetta byggir á alþjóðalögum sem við heyrum undir. Sambærilegt atvik átti sér stað þegar skip sigldi niður brú í Bandaríkjunum, þar átti sama regla við. Bæturnar takmörkuðust við ákveðið hlutfall af verðmæti skipsins. Þannig eru bara reglurnar í þessu og lögin. Tryggingafélagið er annars bara með þetta mál.“ Hér á landi takmarkist bætur og miði við stærð skipa. Þær reglur séu í samræmi við alþjóðlegar reglur og samninga. Útgerðin lúti sömu reglum og aðrir, sem séu í senn íslenskar og alþjóðlegar. Þar gildi ekki aðrar reglur um Huginn en önnur skip, hvort heldur þau eru frá Vestmannaeyjum, öðrum útgerðum á Íslandi eða frá Færeyjum, svo dæmi sé tekið. Býst við deilum fyrir dómstólum „Í mínum huga var aldrei neinn ásetningur í þessu tjóni eða slysi, það liggur alveg í augum uppi. Ég játa að í þessum tryggingafræðum má Páll Magnússon hafa sínar skoðanir á þessu en þetta verði aldrei öðruvísi en túlkað fyrir dómstólum. Bærinn mun væntanlega láta reyna á þetta fyrir dómstólum og ekkert óeðlilegt við það. En fyrir mér og tryggingafélaginu þá er þetta bara svona, það eru hámarksbætur í svona tjónum.“ Hann segir Vinnslustöðina leggja upp úr því að gæta þess að starfsmenn og öll starfsemi sé vel tryggð. „Svo verður bara að fara eftir því sem skilmálar segja hverju sinni og fyrir það borgum við.“
Skemmd neysluvatnslögn í Eyjum Vestmannaeyjar Vatn Sjávarútvegur Tengdar fréttir Krefja Vinnslustöðina um 1,5 milljarða króna Vestmannaeyjabær og HS Veitur hafa sent Vinnslustöð Vestmannaeyja hf. og tryggingafélagi fyrirtækisins kröfubréf þar sem farið er fram á að tjónið á vatnslögn til Eyja verði að fullu bætt. Eins og staðan er í dag er áætlað heildartjón á bilinu 1.380 til 1.485 milljónir króna. 7. júní 2024 13:34 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu Sjá meira
Krefja Vinnslustöðina um 1,5 milljarða króna Vestmannaeyjabær og HS Veitur hafa sent Vinnslustöð Vestmannaeyja hf. og tryggingafélagi fyrirtækisins kröfubréf þar sem farið er fram á að tjónið á vatnslögn til Eyja verði að fullu bætt. Eins og staðan er í dag er áætlað heildartjón á bilinu 1.380 til 1.485 milljónir króna. 7. júní 2024 13:34