Segja Ásgeir Helga hafa verið 20 mínútur í stæðinu Jakob Bjarnar skrifar 3. júlí 2024 15:54 Isavia Innanlandsflugvellir standa fast á sínu, segja Ásgeir Helga hafa lagt í P1 þar sem gjaldtaka hefst að fimmtán mínútum liðnum. Svar hefur borist frá Isavia Innanlandsflugi vegna erindis Ásgeirs Helga Þrastarsonar um reikning vegna bílastæðis við Reykjavíkurflugvöll. Þar segir meðal annars að Viðkomandi viðskiptavinur lagði bíl sínum á P1 bílastæðinu og var í tæpar 5 mínútur umfram gjaldfrjálsa tímann. Vísir greindi frá raunum Ásgeirs Helga fyrr í dag og leitaði þá til Guðjóns Helgasonar upplýsingafulltrúa Isavia. Guðjón setti sig í samband við Isavia Innanlandsflugvelli vegna fréttarinnar um gjaldtöku á Reykjavíkurflugvelli. Það fer hér í heild sinni neðar en Sigrún Björk Jakobsdóttur er framkvæmdastjóri Isavia Innanlandsflugvalla. Svar Isavia Innanlandsflugi: „Nokkur umfjöllun hefur verið í fréttum í dag um viðskiptavin á bílastæði Reykjavíkurflugvallar sem sendi Isavia Innanlandsflugvöllum erindi vegna reiknings sem honum barst fyrir notkun bílastæðisins. Erindið frá viðkomandi barst Isavia Innanlandsflugvöllum á tólfta tímanum í dag og var verið að vinna svar til hans þegar umfjöllun um málið kom í fjölmiðlum. Viðkomandi lagði bíl sínum á bílastæði þar sem gjaldtaka hófst í síðasta mánuði. Eins og fram hefur komið víða eru tvö gjaldsvæði á bílastæðunum við Reykjavíkurflugvöll, P1 þar sem gjaldtaka hefst að fimmtán mínútum liðnum og P2 þar sem gjaldtaka hefst að 45 mínútum liðnum. Viðkomandi viðskiptavinur lagði bíl sínum á P1 bílastæðinu og var þar – samkvæmt myndavélakerfi okkar – í tæpar 5 mínútur umfram gjaldfrjálsa tímann. Ef bíl er lagt lengur en í 15 mínútur á P1 bílastæðinu á Reykjavíkurflugvelli þarf að greiða 500 krónur fyrir fyrstu klukkustundina. Ef það er gert innan tveggja sólahringa frá því ekið er út af stæðinu með þeim greiðsluleiðum sem eru í boði bætist ekkert þjónustugjald við. Hafi rukkun borist í heimabanka bíleiganda eru þessir tveir sólahringar liðnir og þá bætist 1.490 króna þjónustugjald við. Hér má finna nánari upplýsingar um gjaldtökuna á vef Reykjavíkurflugvallar og þær greiðsluleiðir sem eru í boði og eru til dæmis í boði afar þægilegar lausnir fyrir þá sem oft eiga erindi á flugvöllinn.“ Þessi mynd ásamt þeirri hér neðar á að sýna að Ásgeir Helgi hafi ekki gætt að sér og því hvar hann lagði. Reykjavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Bílastæði Mest lesið „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Erlent Holskefla í kortunum Innlent Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Innlent Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Sjá meira
Vísir greindi frá raunum Ásgeirs Helga fyrr í dag og leitaði þá til Guðjóns Helgasonar upplýsingafulltrúa Isavia. Guðjón setti sig í samband við Isavia Innanlandsflugvelli vegna fréttarinnar um gjaldtöku á Reykjavíkurflugvelli. Það fer hér í heild sinni neðar en Sigrún Björk Jakobsdóttur er framkvæmdastjóri Isavia Innanlandsflugvalla. Svar Isavia Innanlandsflugi: „Nokkur umfjöllun hefur verið í fréttum í dag um viðskiptavin á bílastæði Reykjavíkurflugvallar sem sendi Isavia Innanlandsflugvöllum erindi vegna reiknings sem honum barst fyrir notkun bílastæðisins. Erindið frá viðkomandi barst Isavia Innanlandsflugvöllum á tólfta tímanum í dag og var verið að vinna svar til hans þegar umfjöllun um málið kom í fjölmiðlum. Viðkomandi lagði bíl sínum á bílastæði þar sem gjaldtaka hófst í síðasta mánuði. Eins og fram hefur komið víða eru tvö gjaldsvæði á bílastæðunum við Reykjavíkurflugvöll, P1 þar sem gjaldtaka hefst að fimmtán mínútum liðnum og P2 þar sem gjaldtaka hefst að 45 mínútum liðnum. Viðkomandi viðskiptavinur lagði bíl sínum á P1 bílastæðinu og var þar – samkvæmt myndavélakerfi okkar – í tæpar 5 mínútur umfram gjaldfrjálsa tímann. Ef bíl er lagt lengur en í 15 mínútur á P1 bílastæðinu á Reykjavíkurflugvelli þarf að greiða 500 krónur fyrir fyrstu klukkustundina. Ef það er gert innan tveggja sólahringa frá því ekið er út af stæðinu með þeim greiðsluleiðum sem eru í boði bætist ekkert þjónustugjald við. Hafi rukkun borist í heimabanka bíleiganda eru þessir tveir sólahringar liðnir og þá bætist 1.490 króna þjónustugjald við. Hér má finna nánari upplýsingar um gjaldtökuna á vef Reykjavíkurflugvallar og þær greiðsluleiðir sem eru í boði og eru til dæmis í boði afar þægilegar lausnir fyrir þá sem oft eiga erindi á flugvöllinn.“ Þessi mynd ásamt þeirri hér neðar á að sýna að Ásgeir Helgi hafi ekki gætt að sér og því hvar hann lagði.
Reykjavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Bílastæði Mest lesið „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Erlent Holskefla í kortunum Innlent Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Innlent Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Sjá meira