Mikil tækifæri felist í að gera Þórsmörk að þjóðgarði Jón Ísak Ragnarsson skrifar 3. júlí 2024 12:37 Skipaður hefur verið starfshópur sem mun skoða fýsileika þess að friðlýsa Þórsmörk og nágrenni sem þjóðgarð. Vísir/Vilhelm/Einar Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis- orku og loftslagsráðherra, hefur skipað þriggja manna starfshóp sem mun skoða fýsileika þess að stofnaður verði þjóðgarður í Þórsmörk. Ráðherranum líst vel á hugmyndina og segir ánægjulegt að sjá hvernig sveitarfélögin eru að taka við sér. Sveitarstjóri segir friðlýsingu bjóða tækifæri í uppbyggingu. Sveitarstjórn Rangárþing Eystra óskaði eftir því á dögunum við umhverfis- orku og loftslagsráðuneytið að settur yrði á laggirnar starfshópur sem myndi skoða fýsileika þess að friðlýsa Þórsmörk og nágrenni sem þjóðgarð. Ráðuneytið hefur orðið við beiðni þeirra, og hafa skipað þriggja manna starfshóp undir forystu Drífu Hjartardóttur, fyrrverandi þingmanns. Anton Kári Halldórsson sveitarstjóri og Rafn Bergsson sveitarstjórnarmaður Rangárþing Eystra fullskipa nefndina. Sumir fari í baklás þegar talað er um friðlýsingu Anton Kári Halldórsson er sveitarstjóri Rangárþings Eystra, og einn þriggja meðlima starfshópsins. Hann segir að nú verði það vegið og metið hvort þetta sé skref sem ætti að stíga. „Öllum er annt um Þórsmörk og allir vilja að þar sé gott utanumhald. Þetta er okkar helsta náttúruperla og allir vilja sinna henni vel,“ segir Anton. Anton Kári Halldórsson sveitarstjóri Rangárþing Eystra, er í starfshópnum. Hann segir að ekki verði farið í þessa vegferð nema hún verði samfélaginu til góða.Vísir/Vilhelm „Auðvitað fara sumir alveg í baklás þegar talað er um friðlýsingu, halda að það eigi að skerða réttindi og nýtingu. En við munum aldrei fara í svona vegferð nema hún sé samfélaginu til góða,“ segir Anton. Með friðlýsingu verði uppbygging svæðisins skilvirkari og öruggari. Ekki verði farið í vegferðina, ef hún kemur til með að skerða „nýtingu, möguleika og þess háttar.“ Hann segir að nefndina skipi heimamenn, og að ákvörðun verði tekin í samráði við stofnanir á borð við Land og skóg, íbúa svæðisis og aðra hagaðila. Stofnun þjóðgarða auki tækifæri í ferðamennsku „Stofnun þjóðgarða snýr ekki bara að verndun þess sem þarf að vernda, heldur einnig nýtingu þess sem á að vernda þegar kemur að t.d. ferðamennsku,“ segir Guðlaugur Þór, umhverfis- orku og loftslagsráðherra. Snæfellsnesþjóðgarður sé gott dæmi um þetta. „Síðan má sjá hvernig Höfn hefur nýtt sér aðstöðuna við Vatnajökulsþjóðgarð,“ segir Guðlaugur. Guðlaugur segir stofnun þjóðgarða m.a. snúa að nýtingu svæðisins sem á að vernda. Aðstaðan við Vatnajökulsþjóðgarð hafi reynst Hornfirðingum vel.Vísir/Vilhelm Hann segir mikinn ávinning vera í svona friðlýsingu þegar það er gert á réttan hátt, á forsendum nærsamfélagsins. Samfélagið þurfi að vera á bak við þetta og styðja verkefnið. „Í nýju frumvarpi sem var samþykkt núna í vor, er skýrt tekið fram að þjóðgarður er með þannig stjórn að ráðherra skipar einn stjórnarmann og sveitarfélagið skipar tvo stjórnarmenn. Sveitarfélagið þarf að styðja við bakið á þessu,“ segir Guðlaugur. Þrír aðrir þjóðgarðar til skoðunar Svipuð mál hafa verið til skoðunar á þremur öðrum stöðum á landinu, þar sem starfshópar hafa verið að störfum við að meta kosti og galla þess að stofna þjóðgarð. Svæðin eru í Dalabyggð á svæðinu við Fellsströnd, Klofning og Skarðsströnd, á sunnanverðum Vestfjörðum þar sem skoða á stækkun friðlandsins í Vatnsfirði og við Dynjanda, og á Langanesi. Guðlaugur segir að niðurstöður hópsins sem skoðaði Langanesið liggi fyrir, og tillagan sé stofnun þjóðgarðs. Njáll Trausti Friðbertsson leiddi þann hóp. Rangárþing eystra Þjóðgarðar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Sjá meira
Sveitarstjórn Rangárþing Eystra óskaði eftir því á dögunum við umhverfis- orku og loftslagsráðuneytið að settur yrði á laggirnar starfshópur sem myndi skoða fýsileika þess að friðlýsa Þórsmörk og nágrenni sem þjóðgarð. Ráðuneytið hefur orðið við beiðni þeirra, og hafa skipað þriggja manna starfshóp undir forystu Drífu Hjartardóttur, fyrrverandi þingmanns. Anton Kári Halldórsson sveitarstjóri og Rafn Bergsson sveitarstjórnarmaður Rangárþing Eystra fullskipa nefndina. Sumir fari í baklás þegar talað er um friðlýsingu Anton Kári Halldórsson er sveitarstjóri Rangárþings Eystra, og einn þriggja meðlima starfshópsins. Hann segir að nú verði það vegið og metið hvort þetta sé skref sem ætti að stíga. „Öllum er annt um Þórsmörk og allir vilja að þar sé gott utanumhald. Þetta er okkar helsta náttúruperla og allir vilja sinna henni vel,“ segir Anton. Anton Kári Halldórsson sveitarstjóri Rangárþing Eystra, er í starfshópnum. Hann segir að ekki verði farið í þessa vegferð nema hún verði samfélaginu til góða.Vísir/Vilhelm „Auðvitað fara sumir alveg í baklás þegar talað er um friðlýsingu, halda að það eigi að skerða réttindi og nýtingu. En við munum aldrei fara í svona vegferð nema hún sé samfélaginu til góða,“ segir Anton. Með friðlýsingu verði uppbygging svæðisins skilvirkari og öruggari. Ekki verði farið í vegferðina, ef hún kemur til með að skerða „nýtingu, möguleika og þess háttar.“ Hann segir að nefndina skipi heimamenn, og að ákvörðun verði tekin í samráði við stofnanir á borð við Land og skóg, íbúa svæðisis og aðra hagaðila. Stofnun þjóðgarða auki tækifæri í ferðamennsku „Stofnun þjóðgarða snýr ekki bara að verndun þess sem þarf að vernda, heldur einnig nýtingu þess sem á að vernda þegar kemur að t.d. ferðamennsku,“ segir Guðlaugur Þór, umhverfis- orku og loftslagsráðherra. Snæfellsnesþjóðgarður sé gott dæmi um þetta. „Síðan má sjá hvernig Höfn hefur nýtt sér aðstöðuna við Vatnajökulsþjóðgarð,“ segir Guðlaugur. Guðlaugur segir stofnun þjóðgarða m.a. snúa að nýtingu svæðisins sem á að vernda. Aðstaðan við Vatnajökulsþjóðgarð hafi reynst Hornfirðingum vel.Vísir/Vilhelm Hann segir mikinn ávinning vera í svona friðlýsingu þegar það er gert á réttan hátt, á forsendum nærsamfélagsins. Samfélagið þurfi að vera á bak við þetta og styðja verkefnið. „Í nýju frumvarpi sem var samþykkt núna í vor, er skýrt tekið fram að þjóðgarður er með þannig stjórn að ráðherra skipar einn stjórnarmann og sveitarfélagið skipar tvo stjórnarmenn. Sveitarfélagið þarf að styðja við bakið á þessu,“ segir Guðlaugur. Þrír aðrir þjóðgarðar til skoðunar Svipuð mál hafa verið til skoðunar á þremur öðrum stöðum á landinu, þar sem starfshópar hafa verið að störfum við að meta kosti og galla þess að stofna þjóðgarð. Svæðin eru í Dalabyggð á svæðinu við Fellsströnd, Klofning og Skarðsströnd, á sunnanverðum Vestfjörðum þar sem skoða á stækkun friðlandsins í Vatnsfirði og við Dynjanda, og á Langanesi. Guðlaugur segir að niðurstöður hópsins sem skoðaði Langanesið liggi fyrir, og tillagan sé stofnun þjóðgarðs. Njáll Trausti Friðbertsson leiddi þann hóp.
Rangárþing eystra Þjóðgarðar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Sjá meira