Stjórnarflokkarnir geti allir haft áhyggjur Vésteinn Örn Pétursson skrifar 2. júlí 2024 19:43 Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði. Vísir/Vilhelm Formaður Framsóknarflokksins rekur lítið fylgi Framsóknarflokksins til stöðunnar í efnahagsmálum, en segist eiga von á að fylgið taki við sér með vetrinum. Prófessor í stjórnmálafræði segir fleira ráða fylgistapinu en mikil verðbólga og háir vextir. Samkvæmt þjóðarpúlsi Gallup mælist Samfylkingin enn stærst flokka, með 27 prósenta fylgi. Sjálfstæðisflokkur mælist með 18,5 prósent og Miðflokkur fjórum prósentustigum minna. Viðreisn mælist með 9,4 prósent en Píratar 8,8. Flokkur fólksins mælist með 7,7 prósent og Framsókn 6,6 prósent. Vinstri græn og Sósíalistaflokkurinn reka lestina, og mælast hvorugur inni á þingi. Samkvæmt könnuninnni mælast stjórnarflokkarnir þrír með 18 þingmenn samanlagt. Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 13 þingmenn og Framsóknarflokkurinn fimm, en Vinstri græn mælast ekki inni á þingi. Á von á að flokkurinn vinni á Formaður Framsóknarflokkinn segir ekki um góð tíðindi að ræða. „Nei þau eru það ekki og eins og við höfum áður sagt, á meðan við sjáum verðbólguna svona mikla og vaxtastigið svona hátt þá er alveg eðlilegt að stjórnvöld á hverjum tíma líði fyrir það,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknar, að loknum ríkisstjórnarfundi í dag. Hann segist eiga von á að fylgið skili sér. „Já ég er fullviss um að það gerist. Við erum auðvitað enn að uppskera þau verkefni sem við lögðum af stað með í stjórnarsáttmála, og munum þurfa næsta vetur til þess.“ Verulegt óþol orðið til Stjórnmálafræðingur segir meira búa að baki litlu fylgi stjórnarflokkanna en stöðuna í efnahagsmálum. „Ég held að það sem sé að gerast hérna er ekki bara einhver staða í efnahagslífinu eða þvíumlíkt. Það er bara komið verulegt óþol í garð ríkisstjórnar, sem er samsett af stjórnmálaflokkum sem ná illa saman um mjög mörg mál,“ segir Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðiprófessor. Hann segir tilefni til mismikillar örvæntingar hjá stjórnarflokkunum vegna fylgismælingarinnar. Mest hljóti hún að vera hjá VG. „Það er flokkur í alvarlegri tilvistarkreppu. Hann getur hreinlega þurrkast út af þingi. Þannig að þar eru áhyggjurnar mestar, en þær eru líka ansi þungar á heimili Framsóknarmaddömmunnar og Sjálfstæðisflokksins.“ Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Skoðanakannanir Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fleiri fréttir Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Sjá meira
Samkvæmt þjóðarpúlsi Gallup mælist Samfylkingin enn stærst flokka, með 27 prósenta fylgi. Sjálfstæðisflokkur mælist með 18,5 prósent og Miðflokkur fjórum prósentustigum minna. Viðreisn mælist með 9,4 prósent en Píratar 8,8. Flokkur fólksins mælist með 7,7 prósent og Framsókn 6,6 prósent. Vinstri græn og Sósíalistaflokkurinn reka lestina, og mælast hvorugur inni á þingi. Samkvæmt könnuninnni mælast stjórnarflokkarnir þrír með 18 þingmenn samanlagt. Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 13 þingmenn og Framsóknarflokkurinn fimm, en Vinstri græn mælast ekki inni á þingi. Á von á að flokkurinn vinni á Formaður Framsóknarflokkinn segir ekki um góð tíðindi að ræða. „Nei þau eru það ekki og eins og við höfum áður sagt, á meðan við sjáum verðbólguna svona mikla og vaxtastigið svona hátt þá er alveg eðlilegt að stjórnvöld á hverjum tíma líði fyrir það,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknar, að loknum ríkisstjórnarfundi í dag. Hann segist eiga von á að fylgið skili sér. „Já ég er fullviss um að það gerist. Við erum auðvitað enn að uppskera þau verkefni sem við lögðum af stað með í stjórnarsáttmála, og munum þurfa næsta vetur til þess.“ Verulegt óþol orðið til Stjórnmálafræðingur segir meira búa að baki litlu fylgi stjórnarflokkanna en stöðuna í efnahagsmálum. „Ég held að það sem sé að gerast hérna er ekki bara einhver staða í efnahagslífinu eða þvíumlíkt. Það er bara komið verulegt óþol í garð ríkisstjórnar, sem er samsett af stjórnmálaflokkum sem ná illa saman um mjög mörg mál,“ segir Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðiprófessor. Hann segir tilefni til mismikillar örvæntingar hjá stjórnarflokkunum vegna fylgismælingarinnar. Mest hljóti hún að vera hjá VG. „Það er flokkur í alvarlegri tilvistarkreppu. Hann getur hreinlega þurrkast út af þingi. Þannig að þar eru áhyggjurnar mestar, en þær eru líka ansi þungar á heimili Framsóknarmaddömmunnar og Sjálfstæðisflokksins.“
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Skoðanakannanir Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fleiri fréttir Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Sjá meira