Moldrík og virðist ætla að umturna kvennafótbolta Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 2. júlí 2024 12:01 Michele Kang og Trinity Rodman, ein af stjörnum Washington Spirit. Ira L. Black/Getty Images Viðskiptakonan Michele Kang er gríðarlegur íþróttaunnandi og hafa fjárfestingar hennar vakið gríðarlega athygli. Hún á nú lið Washington Spirit í Bandaríkjunum, London City Lionesses í Englandi og er í þann mund að eignast meirihluta í stórliði Lyon í Frakklandi. Það vakti gríðarlega athygli þegar Washington Spirit tilkynnti að Spánverjinn Jonatan Giráldez yrði næsti þjálfari liðsins. Giráldez var þá enn þjálfari Barcelona, besta liðs Evrópu. Hann stýrði liðinu svo til sigurs í öllum keppnum á nýafstaðinni leiktíð áður en hann hélt til Bandaríkjanna á dögunum. .@WashSpirit head coach Jonatan Giráldez tells @rogbennett what he and Michele Kang said to each other at the end of last season's Champions League final between his Barcelona side and Kang's Lyon 🏆😂🎧A SPECIAL episode of The Women's Game with Jonatan Giráldez is out now pic.twitter.com/2AJfjsKnah— The Women's Game (@WomensGameMIB) July 1, 2024 Þar var hann tilkynntur sem nýr þjálfari Spirit sem er í miðri deildarkeppni. Liðið situr um þessar mundir í 3. sæti NWSL-deildarinnar með 31 stig, fjórum stigum minna en toppliðin Kansas City Current og Orlando Pride. Kang var þó ekki viðstödd þegar Giráldez var kynntur til leiks sem nýr þjálfari Spirit því hún var stödd í Lundúnum þar sem enska B-deildarliðið London City Lionesses var að tilkynna nýjan þjálfara og nýjan stjörnuleikmann. Kang er tiltölulega nýbúin að festa kaup á Ljónynjunum frá Lundúnum og það tók hana ekki langan tíma að sýna fram á að hún ætlar sér stóra hluti. Jocelyn Prêcheur, maðurinn sem kom París Saint-Germain alla leið í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu, er nýr þjálfari liðsins og hin sænska Kosovare Asllani er nýr stjörnuleikmaður liðsins. Kosovare Asllani og Jocelyn Prêcheur.London City Lionesses Þessi 34 ára gamli framherji hefur spilað með liðum á borð við PSG, Manchester City, Real Madríd og AC Milan. Þegar hún spilaði með Real spilaði hún meðal annars gegn Breiðabliki í Meistaradeild Evrópu en Asllani ber Real þó ekki vel söguna. Ekki nóg með það heldur tilkynnti hin 64 ára gamla Kang á fundinum að hún hefði keypt æfingasvæði félagsins og ráðið teymi til að umturna því svo það líkist æfingasvæðum Spirit og Lyon. Bæði hvað varðar bæði á grasinu sjálfu og svo hvað varðar aðstöðu. Hvað viðskiptakonuna Kang varðar þá er hún góð í að gera hluti sem fólk segir henni að hún geti ekki gert. Í frétt The Athletic um nýtt eignarhald Ljónynjanna frá Lundúnum segir Kang einfaldlega að hún ætli sér ekki að skipta sér af leikstíl og fleira, hún ræður hins vegar fólk sem er fært í sínu fagi og það sér um slíka hluti. Very intrigued by Michele Kang and her investment for the first multi-club model in women’s footballLondon City Lionesses, the smallest acquisition, will have a training ground designed by architects that built Spurs’ & groundbreaking research projects https://t.co/EdNu1REt4R— Katie Whyatt (@KatieWhyatt) July 1, 2024 Með eignarhaldi sínu á Spirit, Lyon og Ljónynjunum er Kang fyrsti aðilinn til að vera reka fjöldafélagamódel í kvennaboltanum. Slíkt þekkist í karlaboltanum þar sem til að mynda Red Bull samsteypan á fleiri en eitt lið og það sama á við um City Football Group sem á Manchester City og tólf önnur félög. Markmið hennar í Lundúnum er að koma liðinu upp í efstu deild og vinna hana. Gangi það upp þá hefur hún gjörbreytt landslagi kvennaknattspyrnunnar. Fótbolti Enski boltinn Franski boltinn Bandaríski fótboltinn Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Fleiri fréttir Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Albert lagði upp mark í sigri Fiorentina City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Hákon með mark og stoðsendingu í sigri Lille Sævar skoraði í fyrsta sigrinum í einn og hálfan mánuð Sjá meira
Það vakti gríðarlega athygli þegar Washington Spirit tilkynnti að Spánverjinn Jonatan Giráldez yrði næsti þjálfari liðsins. Giráldez var þá enn þjálfari Barcelona, besta liðs Evrópu. Hann stýrði liðinu svo til sigurs í öllum keppnum á nýafstaðinni leiktíð áður en hann hélt til Bandaríkjanna á dögunum. .@WashSpirit head coach Jonatan Giráldez tells @rogbennett what he and Michele Kang said to each other at the end of last season's Champions League final between his Barcelona side and Kang's Lyon 🏆😂🎧A SPECIAL episode of The Women's Game with Jonatan Giráldez is out now pic.twitter.com/2AJfjsKnah— The Women's Game (@WomensGameMIB) July 1, 2024 Þar var hann tilkynntur sem nýr þjálfari Spirit sem er í miðri deildarkeppni. Liðið situr um þessar mundir í 3. sæti NWSL-deildarinnar með 31 stig, fjórum stigum minna en toppliðin Kansas City Current og Orlando Pride. Kang var þó ekki viðstödd þegar Giráldez var kynntur til leiks sem nýr þjálfari Spirit því hún var stödd í Lundúnum þar sem enska B-deildarliðið London City Lionesses var að tilkynna nýjan þjálfara og nýjan stjörnuleikmann. Kang er tiltölulega nýbúin að festa kaup á Ljónynjunum frá Lundúnum og það tók hana ekki langan tíma að sýna fram á að hún ætlar sér stóra hluti. Jocelyn Prêcheur, maðurinn sem kom París Saint-Germain alla leið í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu, er nýr þjálfari liðsins og hin sænska Kosovare Asllani er nýr stjörnuleikmaður liðsins. Kosovare Asllani og Jocelyn Prêcheur.London City Lionesses Þessi 34 ára gamli framherji hefur spilað með liðum á borð við PSG, Manchester City, Real Madríd og AC Milan. Þegar hún spilaði með Real spilaði hún meðal annars gegn Breiðabliki í Meistaradeild Evrópu en Asllani ber Real þó ekki vel söguna. Ekki nóg með það heldur tilkynnti hin 64 ára gamla Kang á fundinum að hún hefði keypt æfingasvæði félagsins og ráðið teymi til að umturna því svo það líkist æfingasvæðum Spirit og Lyon. Bæði hvað varðar bæði á grasinu sjálfu og svo hvað varðar aðstöðu. Hvað viðskiptakonuna Kang varðar þá er hún góð í að gera hluti sem fólk segir henni að hún geti ekki gert. Í frétt The Athletic um nýtt eignarhald Ljónynjanna frá Lundúnum segir Kang einfaldlega að hún ætli sér ekki að skipta sér af leikstíl og fleira, hún ræður hins vegar fólk sem er fært í sínu fagi og það sér um slíka hluti. Very intrigued by Michele Kang and her investment for the first multi-club model in women’s footballLondon City Lionesses, the smallest acquisition, will have a training ground designed by architects that built Spurs’ & groundbreaking research projects https://t.co/EdNu1REt4R— Katie Whyatt (@KatieWhyatt) July 1, 2024 Með eignarhaldi sínu á Spirit, Lyon og Ljónynjunum er Kang fyrsti aðilinn til að vera reka fjöldafélagamódel í kvennaboltanum. Slíkt þekkist í karlaboltanum þar sem til að mynda Red Bull samsteypan á fleiri en eitt lið og það sama á við um City Football Group sem á Manchester City og tólf önnur félög. Markmið hennar í Lundúnum er að koma liðinu upp í efstu deild og vinna hana. Gangi það upp þá hefur hún gjörbreytt landslagi kvennaknattspyrnunnar.
Fótbolti Enski boltinn Franski boltinn Bandaríski fótboltinn Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Fleiri fréttir Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Albert lagði upp mark í sigri Fiorentina City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Hákon með mark og stoðsendingu í sigri Lille Sævar skoraði í fyrsta sigrinum í einn og hálfan mánuð Sjá meira