Nýtt heilbrigðisvísindahús háskólans rís Ólafur Björn Sverrisson skrifar 1. júlí 2024 23:13 Húsið er hannað af TBL Arkitektum og mun rísa á lóð nýja Landspítalans. Ritað var undir samning um uppsteypu og frágang á nýju húsi heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands, sem rísa mun á Landspítalalóðinni. Áætlað er að nýtt hús og endurbættur Læknagarður muni hýsa stóran hluta af starfsemi sviðsins og að framkvæmdir taki alls um fimm ár. Þetta kemur fram í tilkynningu. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir háskóla-, nýsköpunar- og iðnaðarráðherra, Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, og Þorvaldur H. Gissurarson, forstjóri ÞG verks, undirrituðu í dag samning um uppsteypu og frágang á nýju húsi Heilbrigðisvísindasviðs sem rísa mun á Landspítalalóðinni. ÞG verk átti lægsta tilboð í útboði verksins sem fram fór fyrr á þessu ári. „Nýtt hús Heilbrigðisvísindasviðs er afrakstur áralangrar þróunar og vinnu innan og utan HÍ með það að markmiði efla kennslu, rannsóknir og nýsköpun á sviði heilbrigðisvísinda í nánu samstarfi við Landspítala. Heilbrigðisvísindasvið gegnir enda lykilhlutverki í menntun heilbrigðisstétta á Íslandi og rannsóknum tengdum heilsu þjóðarinnar.“ Frá undirritun samningsins við Læknagarð. Frá vinstri: Unnur Anna Valdimarsdóttir, forseti Heilbrigðisvísindasviðs HÍ, Þorvaldur H. Gissurarson, forstjóri ÞG verks, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir háskóla-, nýsköpunar- og iðnaðarráðherra, Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, og Guðmundur R. Jónsson, framkvæmdastjóri miðlægar stjórnsýslu HÍ. Þau Þorvaldur, Áslaug og Jón Atli undirrituðu samninginn en Unnur Anna og Guðmundur vottuðu hann. Stefnt er að því að uppsteypu og ytri frágangi á nýbyggingunni ljúki sumarið 2026 og gert er ráð fyrir að hægt verði að flytja inn í hana á fyrri helmingi ársins 2028. Endurbætur í Læknagarði hefjast í framhaldinu og áætlað er að þeim ljúki á árinu 2029. Allar tímasetningar eru með fyrirvara um fjárheimildir og þátttöku í útboðum. Við þetta má bæta að nýbyggingin verður umhverfisvottuð samkvæmt BREEAM-staðlinum líkt og aðrar nýbyggingar á Landspítalasvæðinu við Hringbraut. „Menntun heilbrigðisstarfsfólks er lykilatriði þegar kemur að mönnun heilbrigðiskerfisins. Að sameina einingar á sviði heilbrigðisvísinda undir einu þaki mun stuðla að betri samvinnu við kennslu og rannsóknir og þetta hús á eftir að styrkja náið samstarf Landspítala og Háskóla Íslands. Forsenda þess að hægt sé að fjölga nemum er að innviðir séu góðir og það er óhætt að segja að þessi nýbygging eigi eftir að stórbæta aðstöðu heilbrigðisvísinda,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. „Hér er stigið afar mikilvægt skref í byggingu húss Heilbrigðisvísindasviðs. Aðdragandinn að þeirri uppbyggingu sem er fram undan hefur verið langur eða hátt í tveir áratugir. Nýbyggingin ásamt endurgerðum Læknagarði mun gjörbreyta aðstöðu Heilbrigðisvísindasviðs til hins betra. Ég vil þakka öllum þeim sem komið hafa að verkefninu fyrir ómetanlegt framlag,“ segir Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands. Eins og áður sagði er gert ráð fyrir að nær öll starfsemi sviðsins verði í byggingunni en hún er nú á níu stöðum víða um borgina. Eirberg, sem frá upphafi hefur hýst Hjúkrunar- og ljósmóðurfræðideild HÍ á Landspítalalóðinni, verður nýtt áfram af sviðinu eftir því sem þörf krefur. Myndatexti: Frá undirritun samningsins við Læknagarð. Frá vinstri: Unnur Anna Valdimarsdóttir, forseti Heilbrigðisvísindasviðs HÍ, Þorvaldur H. Gissurarson, forstjóri ÞG verks, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir háskóla-, nýsköpunar- og iðnaðarráðherra, Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, og Guðmundur R. Jónsson, framkvæmdastjóri miðlægar stjórnsýslu HÍ. Þau Þorvaldur, Áslaug og Jón Atli undirrituðu samninginn en Unnur Anna og Guðmundur vottuðu hann. Skóla- og menntamál Háskólar Heilbrigðismál Landspítalinn Stjórnsýsla Byggingariðnaður Skipulag Reykjavík Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Fleiri fréttir Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir háskóla-, nýsköpunar- og iðnaðarráðherra, Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, og Þorvaldur H. Gissurarson, forstjóri ÞG verks, undirrituðu í dag samning um uppsteypu og frágang á nýju húsi Heilbrigðisvísindasviðs sem rísa mun á Landspítalalóðinni. ÞG verk átti lægsta tilboð í útboði verksins sem fram fór fyrr á þessu ári. „Nýtt hús Heilbrigðisvísindasviðs er afrakstur áralangrar þróunar og vinnu innan og utan HÍ með það að markmiði efla kennslu, rannsóknir og nýsköpun á sviði heilbrigðisvísinda í nánu samstarfi við Landspítala. Heilbrigðisvísindasvið gegnir enda lykilhlutverki í menntun heilbrigðisstétta á Íslandi og rannsóknum tengdum heilsu þjóðarinnar.“ Frá undirritun samningsins við Læknagarð. Frá vinstri: Unnur Anna Valdimarsdóttir, forseti Heilbrigðisvísindasviðs HÍ, Þorvaldur H. Gissurarson, forstjóri ÞG verks, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir háskóla-, nýsköpunar- og iðnaðarráðherra, Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, og Guðmundur R. Jónsson, framkvæmdastjóri miðlægar stjórnsýslu HÍ. Þau Þorvaldur, Áslaug og Jón Atli undirrituðu samninginn en Unnur Anna og Guðmundur vottuðu hann. Stefnt er að því að uppsteypu og ytri frágangi á nýbyggingunni ljúki sumarið 2026 og gert er ráð fyrir að hægt verði að flytja inn í hana á fyrri helmingi ársins 2028. Endurbætur í Læknagarði hefjast í framhaldinu og áætlað er að þeim ljúki á árinu 2029. Allar tímasetningar eru með fyrirvara um fjárheimildir og þátttöku í útboðum. Við þetta má bæta að nýbyggingin verður umhverfisvottuð samkvæmt BREEAM-staðlinum líkt og aðrar nýbyggingar á Landspítalasvæðinu við Hringbraut. „Menntun heilbrigðisstarfsfólks er lykilatriði þegar kemur að mönnun heilbrigðiskerfisins. Að sameina einingar á sviði heilbrigðisvísinda undir einu þaki mun stuðla að betri samvinnu við kennslu og rannsóknir og þetta hús á eftir að styrkja náið samstarf Landspítala og Háskóla Íslands. Forsenda þess að hægt sé að fjölga nemum er að innviðir séu góðir og það er óhætt að segja að þessi nýbygging eigi eftir að stórbæta aðstöðu heilbrigðisvísinda,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. „Hér er stigið afar mikilvægt skref í byggingu húss Heilbrigðisvísindasviðs. Aðdragandinn að þeirri uppbyggingu sem er fram undan hefur verið langur eða hátt í tveir áratugir. Nýbyggingin ásamt endurgerðum Læknagarði mun gjörbreyta aðstöðu Heilbrigðisvísindasviðs til hins betra. Ég vil þakka öllum þeim sem komið hafa að verkefninu fyrir ómetanlegt framlag,“ segir Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands. Eins og áður sagði er gert ráð fyrir að nær öll starfsemi sviðsins verði í byggingunni en hún er nú á níu stöðum víða um borgina. Eirberg, sem frá upphafi hefur hýst Hjúkrunar- og ljósmóðurfræðideild HÍ á Landspítalalóðinni, verður nýtt áfram af sviðinu eftir því sem þörf krefur. Myndatexti: Frá undirritun samningsins við Læknagarð. Frá vinstri: Unnur Anna Valdimarsdóttir, forseti Heilbrigðisvísindasviðs HÍ, Þorvaldur H. Gissurarson, forstjóri ÞG verks, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir háskóla-, nýsköpunar- og iðnaðarráðherra, Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, og Guðmundur R. Jónsson, framkvæmdastjóri miðlægar stjórnsýslu HÍ. Þau Þorvaldur, Áslaug og Jón Atli undirrituðu samninginn en Unnur Anna og Guðmundur vottuðu hann.
Skóla- og menntamál Háskólar Heilbrigðismál Landspítalinn Stjórnsýsla Byggingariðnaður Skipulag Reykjavík Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Fleiri fréttir Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Sjá meira