Full orkuskipti ríkisflota og samgönguþjónustu fyrir 2030 Sigurður Friðleifsson skrifar 1. júlí 2024 14:30 Í nýrri aðgerðaáætlun í loftslagsmálum er að finna aðgerð sem nefnist Full orkuskipti ríkisflota og samgönguþjónustu fyrir 2030. Þessi aðgerð felur einfaldlega í sér að ríkisstofnanir og ríkisfyrirtæki klára orkuskipti í sínum flota fyrir árið 2030 þ.e. í flokki fólksbíla og sendibíla. Sem sagt að allar fólks- og sendibifreiðar í eigu og notkun ríkisins keyri að fullu á íslenskri, endurnýjanlegri orku í lok árs 2029. Einhverjum mun finnast þetta galið en þá má spyrja á móti hvort ekki væri galið ef íslenska ríkið myndi ekki velja íslenska orku á sínar bifreiðar. Einnig má spyrja hvort ekki sé galið að íslenska ríkið velji ekki samgöngutækni sem eru þrefalt orkunýtnari en bílar sem keyra á jarðefnaeldsneyti. Svo myndu einhverjir segja að það gæti verið galið að íslenska ríkið velji frekar bíla sem skila frá sér heilsuspillandi mengun frekar en bíla sem losa ekkert. Lykilatriði er svo einfaldlega að rafknúnar samgöngur eru að jafnaði hagkvæmari þegar kaup og rekstur er borin saman við bensín- og dísilbíla. Tæknilega mögulegt En er þetta tæknilega hægt? Aðgerðaráætlun var m.a. unnin í góðu samstarfi við Bílgreinasambandið sem eru samtök atvinnurekenda í sölu ökutækja, vöru og þjónustu þeim tengdum. Sérfræðingar þar töldu enga tæknilega annmarka á því að rafknúin ökutæki, í flokki fólks- og sendibíla, gætu tekið við jarðefnaeldsneytisbílum í starfsemi ríkisins á næstu sex árum. Ef einhverjir bílar henta ekki í dag þá mun það örugglega breytast á næstu sex árum með nýjum tegundum rafbíla. Til að skoða þetta nánar fóru Orkustofnun, Rafbílastöðin og Heilbrigðisstofnun Norðurlands (HSN) í greiningarverkefni á flota stofnunarinnar. HSN var sérstaklega valin sem stofnun sem rekur stóran flota, 40 bíla, sem þurfa að keyra á víðfeðmu svæði á Norðurlandi. Á þessu svæði eru innviðir einna styst á veg komnir á landsvísu og veðurfar er með þeim hætti að glíma þarf við kulda og snjó stóran hluta ársins. Greiningarbúnaður var settur í allar bifreiðar stofnunarinnar og aksturinn skráður nákvæmlega í heilt ár. Kerfið, sem Rafbílastöðin býður upp á, metur svo tæknilega rafbílahæfni hvers ökutækis þ.e. hvort rafbíll geti uppfyllt sömu þjónustu miðað við aksturstölur viðkomandi bensín- eða dísilbifreiðar. Einnig getur kerfið metið fjárhagslegan fýsileika þess að skipta yfir í sambærilegan rafbíl fyrir hvert og eitt ökutæki. Niðurstöður eftir eitt ár voru mjög nákvæmar og ítarlegar en til að gera langa sögu stutta þá kom í ljós að tæknilega var vel mögulegt að skipta öllum bílum út fyrir sambærilegan rafbíl. Þess má geta að veturinn var sá kaldasti á þessari öld. Það kom líka í ljós að það borgaði sig fjárhagslega að skipta í rafbíla fyrir allan flotann þegar kaup og rekstur voru tekin saman. Annað dæmi um krefjandi bifreiðanotkun þar sem rafbílavæðing er hafin er hjá lögreglunni á Vesturlandi. Þar hafa verið teknir í notkun rafbílar sem þurfa að dekka stórt athafnasvæði við erfiðar aðstæður. Rafbílarnir hafa reynst vel og sparað mikinn eldsneytis- og viðhaldskostnað. Bílaleigubílar og leigubílar Ríkið er líka að kaupa heilmikið af samgönguþjónustu í gegnum bílaleigur og leigubíla. Bílaleigur og leigubílafyrirtæki hafa nú komið sér upp dágóðum flota af rafbílum og ekkert því til fyrirstöðu eða festa rækilega í sessi kröfu á ríkisstofnanir og fyrirtæki að rafknúin ökutæki séu ávalt valin þegar slík samgönguþjónusta er keypt. Auðvitað geta komið upp útgildi eins og ef leigja þarf fjallabíl til jöklarannsókna þar sem innviðir eru ekki enn komnir. Það breytir ekki þeirri staðreynd að yfirgnæfandi meirihluta aðkeyptrar samgönguþjónustu er mögulegt að mæta með rafbílum. Áfram gakk Orkuskipti í samgöngum hjá ríkinu eru ekki á neinum byrjunarreit og stór hluti stofnana þegar byrjaður á þessari vegferð. Nú þurfa forstöðumenn ríkisstofnana, ef þeir eru ekki þegar búnir að því, að setja upp orkuskiptaáætlun til 2030 og festa í sessi reglur um kaup á samgönguþjónustu sem tryggir nýtingu á rafknúnum ökutækjum sem nota íslenska og mengunarlausa raforku. Höfundur er sviðsstjóri hjá Orkustofnun Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Ingi Friðleifsson Orkuskipti Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Sjá meira
Í nýrri aðgerðaáætlun í loftslagsmálum er að finna aðgerð sem nefnist Full orkuskipti ríkisflota og samgönguþjónustu fyrir 2030. Þessi aðgerð felur einfaldlega í sér að ríkisstofnanir og ríkisfyrirtæki klára orkuskipti í sínum flota fyrir árið 2030 þ.e. í flokki fólksbíla og sendibíla. Sem sagt að allar fólks- og sendibifreiðar í eigu og notkun ríkisins keyri að fullu á íslenskri, endurnýjanlegri orku í lok árs 2029. Einhverjum mun finnast þetta galið en þá má spyrja á móti hvort ekki væri galið ef íslenska ríkið myndi ekki velja íslenska orku á sínar bifreiðar. Einnig má spyrja hvort ekki sé galið að íslenska ríkið velji ekki samgöngutækni sem eru þrefalt orkunýtnari en bílar sem keyra á jarðefnaeldsneyti. Svo myndu einhverjir segja að það gæti verið galið að íslenska ríkið velji frekar bíla sem skila frá sér heilsuspillandi mengun frekar en bíla sem losa ekkert. Lykilatriði er svo einfaldlega að rafknúnar samgöngur eru að jafnaði hagkvæmari þegar kaup og rekstur er borin saman við bensín- og dísilbíla. Tæknilega mögulegt En er þetta tæknilega hægt? Aðgerðaráætlun var m.a. unnin í góðu samstarfi við Bílgreinasambandið sem eru samtök atvinnurekenda í sölu ökutækja, vöru og þjónustu þeim tengdum. Sérfræðingar þar töldu enga tæknilega annmarka á því að rafknúin ökutæki, í flokki fólks- og sendibíla, gætu tekið við jarðefnaeldsneytisbílum í starfsemi ríkisins á næstu sex árum. Ef einhverjir bílar henta ekki í dag þá mun það örugglega breytast á næstu sex árum með nýjum tegundum rafbíla. Til að skoða þetta nánar fóru Orkustofnun, Rafbílastöðin og Heilbrigðisstofnun Norðurlands (HSN) í greiningarverkefni á flota stofnunarinnar. HSN var sérstaklega valin sem stofnun sem rekur stóran flota, 40 bíla, sem þurfa að keyra á víðfeðmu svæði á Norðurlandi. Á þessu svæði eru innviðir einna styst á veg komnir á landsvísu og veðurfar er með þeim hætti að glíma þarf við kulda og snjó stóran hluta ársins. Greiningarbúnaður var settur í allar bifreiðar stofnunarinnar og aksturinn skráður nákvæmlega í heilt ár. Kerfið, sem Rafbílastöðin býður upp á, metur svo tæknilega rafbílahæfni hvers ökutækis þ.e. hvort rafbíll geti uppfyllt sömu þjónustu miðað við aksturstölur viðkomandi bensín- eða dísilbifreiðar. Einnig getur kerfið metið fjárhagslegan fýsileika þess að skipta yfir í sambærilegan rafbíl fyrir hvert og eitt ökutæki. Niðurstöður eftir eitt ár voru mjög nákvæmar og ítarlegar en til að gera langa sögu stutta þá kom í ljós að tæknilega var vel mögulegt að skipta öllum bílum út fyrir sambærilegan rafbíl. Þess má geta að veturinn var sá kaldasti á þessari öld. Það kom líka í ljós að það borgaði sig fjárhagslega að skipta í rafbíla fyrir allan flotann þegar kaup og rekstur voru tekin saman. Annað dæmi um krefjandi bifreiðanotkun þar sem rafbílavæðing er hafin er hjá lögreglunni á Vesturlandi. Þar hafa verið teknir í notkun rafbílar sem þurfa að dekka stórt athafnasvæði við erfiðar aðstæður. Rafbílarnir hafa reynst vel og sparað mikinn eldsneytis- og viðhaldskostnað. Bílaleigubílar og leigubílar Ríkið er líka að kaupa heilmikið af samgönguþjónustu í gegnum bílaleigur og leigubíla. Bílaleigur og leigubílafyrirtæki hafa nú komið sér upp dágóðum flota af rafbílum og ekkert því til fyrirstöðu eða festa rækilega í sessi kröfu á ríkisstofnanir og fyrirtæki að rafknúin ökutæki séu ávalt valin þegar slík samgönguþjónusta er keypt. Auðvitað geta komið upp útgildi eins og ef leigja þarf fjallabíl til jöklarannsókna þar sem innviðir eru ekki enn komnir. Það breytir ekki þeirri staðreynd að yfirgnæfandi meirihluta aðkeyptrar samgönguþjónustu er mögulegt að mæta með rafbílum. Áfram gakk Orkuskipti í samgöngum hjá ríkinu eru ekki á neinum byrjunarreit og stór hluti stofnana þegar byrjaður á þessari vegferð. Nú þurfa forstöðumenn ríkisstofnana, ef þeir eru ekki þegar búnir að því, að setja upp orkuskiptaáætlun til 2030 og festa í sessi reglur um kaup á samgönguþjónustu sem tryggir nýtingu á rafknúnum ökutækjum sem nota íslenska og mengunarlausa raforku. Höfundur er sviðsstjóri hjá Orkustofnun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun