Full orkuskipti ríkisflota og samgönguþjónustu fyrir 2030 Sigurður Friðleifsson skrifar 1. júlí 2024 14:30 Í nýrri aðgerðaáætlun í loftslagsmálum er að finna aðgerð sem nefnist Full orkuskipti ríkisflota og samgönguþjónustu fyrir 2030. Þessi aðgerð felur einfaldlega í sér að ríkisstofnanir og ríkisfyrirtæki klára orkuskipti í sínum flota fyrir árið 2030 þ.e. í flokki fólksbíla og sendibíla. Sem sagt að allar fólks- og sendibifreiðar í eigu og notkun ríkisins keyri að fullu á íslenskri, endurnýjanlegri orku í lok árs 2029. Einhverjum mun finnast þetta galið en þá má spyrja á móti hvort ekki væri galið ef íslenska ríkið myndi ekki velja íslenska orku á sínar bifreiðar. Einnig má spyrja hvort ekki sé galið að íslenska ríkið velji ekki samgöngutækni sem eru þrefalt orkunýtnari en bílar sem keyra á jarðefnaeldsneyti. Svo myndu einhverjir segja að það gæti verið galið að íslenska ríkið velji frekar bíla sem skila frá sér heilsuspillandi mengun frekar en bíla sem losa ekkert. Lykilatriði er svo einfaldlega að rafknúnar samgöngur eru að jafnaði hagkvæmari þegar kaup og rekstur er borin saman við bensín- og dísilbíla. Tæknilega mögulegt En er þetta tæknilega hægt? Aðgerðaráætlun var m.a. unnin í góðu samstarfi við Bílgreinasambandið sem eru samtök atvinnurekenda í sölu ökutækja, vöru og þjónustu þeim tengdum. Sérfræðingar þar töldu enga tæknilega annmarka á því að rafknúin ökutæki, í flokki fólks- og sendibíla, gætu tekið við jarðefnaeldsneytisbílum í starfsemi ríkisins á næstu sex árum. Ef einhverjir bílar henta ekki í dag þá mun það örugglega breytast á næstu sex árum með nýjum tegundum rafbíla. Til að skoða þetta nánar fóru Orkustofnun, Rafbílastöðin og Heilbrigðisstofnun Norðurlands (HSN) í greiningarverkefni á flota stofnunarinnar. HSN var sérstaklega valin sem stofnun sem rekur stóran flota, 40 bíla, sem þurfa að keyra á víðfeðmu svæði á Norðurlandi. Á þessu svæði eru innviðir einna styst á veg komnir á landsvísu og veðurfar er með þeim hætti að glíma þarf við kulda og snjó stóran hluta ársins. Greiningarbúnaður var settur í allar bifreiðar stofnunarinnar og aksturinn skráður nákvæmlega í heilt ár. Kerfið, sem Rafbílastöðin býður upp á, metur svo tæknilega rafbílahæfni hvers ökutækis þ.e. hvort rafbíll geti uppfyllt sömu þjónustu miðað við aksturstölur viðkomandi bensín- eða dísilbifreiðar. Einnig getur kerfið metið fjárhagslegan fýsileika þess að skipta yfir í sambærilegan rafbíl fyrir hvert og eitt ökutæki. Niðurstöður eftir eitt ár voru mjög nákvæmar og ítarlegar en til að gera langa sögu stutta þá kom í ljós að tæknilega var vel mögulegt að skipta öllum bílum út fyrir sambærilegan rafbíl. Þess má geta að veturinn var sá kaldasti á þessari öld. Það kom líka í ljós að það borgaði sig fjárhagslega að skipta í rafbíla fyrir allan flotann þegar kaup og rekstur voru tekin saman. Annað dæmi um krefjandi bifreiðanotkun þar sem rafbílavæðing er hafin er hjá lögreglunni á Vesturlandi. Þar hafa verið teknir í notkun rafbílar sem þurfa að dekka stórt athafnasvæði við erfiðar aðstæður. Rafbílarnir hafa reynst vel og sparað mikinn eldsneytis- og viðhaldskostnað. Bílaleigubílar og leigubílar Ríkið er líka að kaupa heilmikið af samgönguþjónustu í gegnum bílaleigur og leigubíla. Bílaleigur og leigubílafyrirtæki hafa nú komið sér upp dágóðum flota af rafbílum og ekkert því til fyrirstöðu eða festa rækilega í sessi kröfu á ríkisstofnanir og fyrirtæki að rafknúin ökutæki séu ávalt valin þegar slík samgönguþjónusta er keypt. Auðvitað geta komið upp útgildi eins og ef leigja þarf fjallabíl til jöklarannsókna þar sem innviðir eru ekki enn komnir. Það breytir ekki þeirri staðreynd að yfirgnæfandi meirihluta aðkeyptrar samgönguþjónustu er mögulegt að mæta með rafbílum. Áfram gakk Orkuskipti í samgöngum hjá ríkinu eru ekki á neinum byrjunarreit og stór hluti stofnana þegar byrjaður á þessari vegferð. Nú þurfa forstöðumenn ríkisstofnana, ef þeir eru ekki þegar búnir að því, að setja upp orkuskiptaáætlun til 2030 og festa í sessi reglur um kaup á samgönguþjónustu sem tryggir nýtingu á rafknúnum ökutækjum sem nota íslenska og mengunarlausa raforku. Höfundur er sviðsstjóri hjá Orkustofnun Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Ingi Friðleifsson Orkuskipti Mest lesið Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Skoðun Skoðun Dráp á börnum halda áfram þrátt fyrir vopnahlé Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Sjá meira
Í nýrri aðgerðaáætlun í loftslagsmálum er að finna aðgerð sem nefnist Full orkuskipti ríkisflota og samgönguþjónustu fyrir 2030. Þessi aðgerð felur einfaldlega í sér að ríkisstofnanir og ríkisfyrirtæki klára orkuskipti í sínum flota fyrir árið 2030 þ.e. í flokki fólksbíla og sendibíla. Sem sagt að allar fólks- og sendibifreiðar í eigu og notkun ríkisins keyri að fullu á íslenskri, endurnýjanlegri orku í lok árs 2029. Einhverjum mun finnast þetta galið en þá má spyrja á móti hvort ekki væri galið ef íslenska ríkið myndi ekki velja íslenska orku á sínar bifreiðar. Einnig má spyrja hvort ekki sé galið að íslenska ríkið velji ekki samgöngutækni sem eru þrefalt orkunýtnari en bílar sem keyra á jarðefnaeldsneyti. Svo myndu einhverjir segja að það gæti verið galið að íslenska ríkið velji frekar bíla sem skila frá sér heilsuspillandi mengun frekar en bíla sem losa ekkert. Lykilatriði er svo einfaldlega að rafknúnar samgöngur eru að jafnaði hagkvæmari þegar kaup og rekstur er borin saman við bensín- og dísilbíla. Tæknilega mögulegt En er þetta tæknilega hægt? Aðgerðaráætlun var m.a. unnin í góðu samstarfi við Bílgreinasambandið sem eru samtök atvinnurekenda í sölu ökutækja, vöru og þjónustu þeim tengdum. Sérfræðingar þar töldu enga tæknilega annmarka á því að rafknúin ökutæki, í flokki fólks- og sendibíla, gætu tekið við jarðefnaeldsneytisbílum í starfsemi ríkisins á næstu sex árum. Ef einhverjir bílar henta ekki í dag þá mun það örugglega breytast á næstu sex árum með nýjum tegundum rafbíla. Til að skoða þetta nánar fóru Orkustofnun, Rafbílastöðin og Heilbrigðisstofnun Norðurlands (HSN) í greiningarverkefni á flota stofnunarinnar. HSN var sérstaklega valin sem stofnun sem rekur stóran flota, 40 bíla, sem þurfa að keyra á víðfeðmu svæði á Norðurlandi. Á þessu svæði eru innviðir einna styst á veg komnir á landsvísu og veðurfar er með þeim hætti að glíma þarf við kulda og snjó stóran hluta ársins. Greiningarbúnaður var settur í allar bifreiðar stofnunarinnar og aksturinn skráður nákvæmlega í heilt ár. Kerfið, sem Rafbílastöðin býður upp á, metur svo tæknilega rafbílahæfni hvers ökutækis þ.e. hvort rafbíll geti uppfyllt sömu þjónustu miðað við aksturstölur viðkomandi bensín- eða dísilbifreiðar. Einnig getur kerfið metið fjárhagslegan fýsileika þess að skipta yfir í sambærilegan rafbíl fyrir hvert og eitt ökutæki. Niðurstöður eftir eitt ár voru mjög nákvæmar og ítarlegar en til að gera langa sögu stutta þá kom í ljós að tæknilega var vel mögulegt að skipta öllum bílum út fyrir sambærilegan rafbíl. Þess má geta að veturinn var sá kaldasti á þessari öld. Það kom líka í ljós að það borgaði sig fjárhagslega að skipta í rafbíla fyrir allan flotann þegar kaup og rekstur voru tekin saman. Annað dæmi um krefjandi bifreiðanotkun þar sem rafbílavæðing er hafin er hjá lögreglunni á Vesturlandi. Þar hafa verið teknir í notkun rafbílar sem þurfa að dekka stórt athafnasvæði við erfiðar aðstæður. Rafbílarnir hafa reynst vel og sparað mikinn eldsneytis- og viðhaldskostnað. Bílaleigubílar og leigubílar Ríkið er líka að kaupa heilmikið af samgönguþjónustu í gegnum bílaleigur og leigubíla. Bílaleigur og leigubílafyrirtæki hafa nú komið sér upp dágóðum flota af rafbílum og ekkert því til fyrirstöðu eða festa rækilega í sessi kröfu á ríkisstofnanir og fyrirtæki að rafknúin ökutæki séu ávalt valin þegar slík samgönguþjónusta er keypt. Auðvitað geta komið upp útgildi eins og ef leigja þarf fjallabíl til jöklarannsókna þar sem innviðir eru ekki enn komnir. Það breytir ekki þeirri staðreynd að yfirgnæfandi meirihluta aðkeyptrar samgönguþjónustu er mögulegt að mæta með rafbílum. Áfram gakk Orkuskipti í samgöngum hjá ríkinu eru ekki á neinum byrjunarreit og stór hluti stofnana þegar byrjaður á þessari vegferð. Nú þurfa forstöðumenn ríkisstofnana, ef þeir eru ekki þegar búnir að því, að setja upp orkuskiptaáætlun til 2030 og festa í sessi reglur um kaup á samgönguþjónustu sem tryggir nýtingu á rafknúnum ökutækjum sem nota íslenska og mengunarlausa raforku. Höfundur er sviðsstjóri hjá Orkustofnun
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun