Fórna sumarfríinu til að hjálpa fólki á hálendinu Bjarki Sigurðsson skrifar 30. júní 2024 12:54 Hluti hópsins sem sinnir vaktinni fyrstu vikuna. Christina Fyrsta hálendisvakt sumarsins leggur af stað upp úr hádegi. Tólf björgunarsveitarmenn sjá um fyrstu vaktina og segir einn þeirra gleðina vera ein af aðalástæðunum fyrir því að fólk nýti sumarfríið sitt í að bjarga ferðamönnum. Hálendisvakt Landsbjargar er haldið úti hvert sumar og hafa þúsundir björgunarsveitarmanna sinnt henni síðustu ár. Vaktin er með aðsetur á Fjallabaki, Sprengisandi og svæðinu norðan Vatnajökuls. Sveinn Gauti Einarsson úr Hjálparsveit skáta í Garðabæ er einn þeirra tólf sem leggja af stað nú um eittleytið. „Við erum annars vegar að bjarga þeim sem hafa komið sér í vanda og svo veita ferðafólki upplýsingar og forvarnir til að minnka líkurnar á því að fólk lendi í vandræðum,“ segir Sveinn Gauti. Sveinn Gauti Einarsson Góður hópur Hvert holl er í viku á hálendinu en algengustu útköllin eru þegar ferðamenn festa bíla í ám og þurfa aðstoð við að losa þá. Vaktin er strembin en vikan er þó ekki lengi að líða. „Þetta er í rauninni mjög gaman finnst mér. Við erum þarna með bækistöðvar í Landmannalaugum og keyrum um svæðið. Svo þurfum við að fara í útköll hingað og þangað. Yfirleitt góður hópur og mikið fjör,“ segir Sveinn Gauti. Hvað fær mann eins og þig til að fórna viku af þínu sumarfríi til að vera upp á fjöllum að bjarga fólki? „Það er góð spurning. Bara mér finnst þetta svo gaman, það er í rauninni bara það. Það er alveg gaman að bjarga fólki en svo erum við líka að gera allskonar annað. Rúnta um svæðið og vera á fjöllum.“ Krefjandi verkefni Það á það til að vera mikið að gera hjá hálendisvaktinni. „Það getur verið að það sé óskað eftir okkur á mörgum stöðum í einu, þetta geta verið erfið verkefni að leysa og þess háttar,“ segir Sveinn Gauti. En þið náið alltaf að leysa þetta á endanum? „Jájá, og ef það er of mikið, þá er bara kallað eftir næstu sveitum neðan af láglendi.“ Björgunarsveitir Ferðamennska á Íslandi Rangárþing ytra Vatnajökulsþjóðgarður Þingeyjarsveit Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Sjá meira
Hálendisvakt Landsbjargar er haldið úti hvert sumar og hafa þúsundir björgunarsveitarmanna sinnt henni síðustu ár. Vaktin er með aðsetur á Fjallabaki, Sprengisandi og svæðinu norðan Vatnajökuls. Sveinn Gauti Einarsson úr Hjálparsveit skáta í Garðabæ er einn þeirra tólf sem leggja af stað nú um eittleytið. „Við erum annars vegar að bjarga þeim sem hafa komið sér í vanda og svo veita ferðafólki upplýsingar og forvarnir til að minnka líkurnar á því að fólk lendi í vandræðum,“ segir Sveinn Gauti. Sveinn Gauti Einarsson Góður hópur Hvert holl er í viku á hálendinu en algengustu útköllin eru þegar ferðamenn festa bíla í ám og þurfa aðstoð við að losa þá. Vaktin er strembin en vikan er þó ekki lengi að líða. „Þetta er í rauninni mjög gaman finnst mér. Við erum þarna með bækistöðvar í Landmannalaugum og keyrum um svæðið. Svo þurfum við að fara í útköll hingað og þangað. Yfirleitt góður hópur og mikið fjör,“ segir Sveinn Gauti. Hvað fær mann eins og þig til að fórna viku af þínu sumarfríi til að vera upp á fjöllum að bjarga fólki? „Það er góð spurning. Bara mér finnst þetta svo gaman, það er í rauninni bara það. Það er alveg gaman að bjarga fólki en svo erum við líka að gera allskonar annað. Rúnta um svæðið og vera á fjöllum.“ Krefjandi verkefni Það á það til að vera mikið að gera hjá hálendisvaktinni. „Það getur verið að það sé óskað eftir okkur á mörgum stöðum í einu, þetta geta verið erfið verkefni að leysa og þess háttar,“ segir Sveinn Gauti. En þið náið alltaf að leysa þetta á endanum? „Jájá, og ef það er of mikið, þá er bara kallað eftir næstu sveitum neðan af láglendi.“
Björgunarsveitir Ferðamennska á Íslandi Rangárþing ytra Vatnajökulsþjóðgarður Þingeyjarsveit Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Sjá meira