Kristján Loftsson skilur ekkert hvað hvalveiðar koma alls kyns samtökum við Jakob Bjarnar skrifar 29. júní 2024 07:14 Mat Kristjáns á umhverfisverndarsamtökum kemur Árna ekki á óvart. En engu að síður sérkennilegt að sjá það svona svart á hvítu í bréfi til ráðuneytisins. vísir/vilhelm Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, kallaði eftir öllum gögnum sem Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra hafði til grundvallar ákvörðun sinni sem var að leyfa hvalveiðar. Í öllum þeim bunka leyndist upplýsandi bréf frá Kristjáni Loftssyni hjá Hval ehf. „Já, hann hefur ákveðnar skoðanir hann Kristján. Það er bara þannig,“ segir Árni í samtali við Vísi. Þó bréfið sé ítarlegt, það er í 29 liðum, er það að sama skapi flausturslegt, upp að ákveðnu marki. Í það minnsta liggur Kristján ekki á skoðun sinni. „Þetta er sent deginum áður en matvælaráðherra upplýsir um sína ákvörðun. Ég býst við að þetta hafi verið gert með hraði. En þetta endurspeglar afstöðu Kristjáns til samtaka eins og okkar. Bréf Kristjáns upplýsandi Í 12. og 13. lið bréfsins víkur Kristján að öllum þessum samtökum sem hann segir að komi bara málið hreint ekki við. Öðru máli gegnir um hagsmunasamtök eins og VLFA, Akraneskaupsstað og Félag skipstjórnarmanna og fleiri slíkra. „Já, við erum utangarðsmenn í hans huga. En þó hann sé nú kannski mest áberandi í svoleiðis umræðu þá hefur þessi afstaða til frjálsra félagasamtaka eða almennings, lengi verið mjög neikvæði í atvinnulífinu á Íslandi,“ segir Árni. Umhverfissamtök pirra atvinnulífið Hann segir að einatt sé talað um mat á umhverfisáhrifum sem kæruleiðir og eitthvað slíkt. Alltaf þegar almenningur hefur tækifæri til að veita umsögn um eitthvað. „Það pirrar marga í atvinnulífinu, því miður. Svo eru aðrir eins og Landsvirkjun sem hefur sett sér þá stefnu að eiga góð samskipti við almenning.“ Árni segir þetta hafa verið mikið magn gagna sem honum barst frá ráðuneytinu. En hann hjó í fyrstu sérstaklega eftir þessu bréfi frá Kristjáni. „Þetta hafa verið hans rök frá upphafi. Að þeir sem eru á móti þessum veiðum séu hálfgerðir villimenn úti í heimi. Hann hefur kallað þá, í samtölum við erlenda fjölmiða, „the crazies“,“ segir Árni. Hvalveiðar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Stjórnsýsla Félagasamtök Sjávarútvegur Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Sjá meira
„Já, hann hefur ákveðnar skoðanir hann Kristján. Það er bara þannig,“ segir Árni í samtali við Vísi. Þó bréfið sé ítarlegt, það er í 29 liðum, er það að sama skapi flausturslegt, upp að ákveðnu marki. Í það minnsta liggur Kristján ekki á skoðun sinni. „Þetta er sent deginum áður en matvælaráðherra upplýsir um sína ákvörðun. Ég býst við að þetta hafi verið gert með hraði. En þetta endurspeglar afstöðu Kristjáns til samtaka eins og okkar. Bréf Kristjáns upplýsandi Í 12. og 13. lið bréfsins víkur Kristján að öllum þessum samtökum sem hann segir að komi bara málið hreint ekki við. Öðru máli gegnir um hagsmunasamtök eins og VLFA, Akraneskaupsstað og Félag skipstjórnarmanna og fleiri slíkra. „Já, við erum utangarðsmenn í hans huga. En þó hann sé nú kannski mest áberandi í svoleiðis umræðu þá hefur þessi afstaða til frjálsra félagasamtaka eða almennings, lengi verið mjög neikvæði í atvinnulífinu á Íslandi,“ segir Árni. Umhverfissamtök pirra atvinnulífið Hann segir að einatt sé talað um mat á umhverfisáhrifum sem kæruleiðir og eitthvað slíkt. Alltaf þegar almenningur hefur tækifæri til að veita umsögn um eitthvað. „Það pirrar marga í atvinnulífinu, því miður. Svo eru aðrir eins og Landsvirkjun sem hefur sett sér þá stefnu að eiga góð samskipti við almenning.“ Árni segir þetta hafa verið mikið magn gagna sem honum barst frá ráðuneytinu. En hann hjó í fyrstu sérstaklega eftir þessu bréfi frá Kristjáni. „Þetta hafa verið hans rök frá upphafi. Að þeir sem eru á móti þessum veiðum séu hálfgerðir villimenn úti í heimi. Hann hefur kallað þá, í samtölum við erlenda fjölmiða, „the crazies“,“ segir Árni.
Hvalveiðar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Stjórnsýsla Félagasamtök Sjávarútvegur Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Sjá meira