„Það er mikilvægt að fólk hlýði þessum boðum“ Árni Sæberg skrifar 26. júní 2024 12:34 Jón Viðar er slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Vilhelm Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir enn ekki vitað hvað orsakaði eldinn sem kviknaði á Höfðatorgi um klukkan 11:30. Slökkvistarf hafi gengið vel og þar hafi hjálpað til hversu vel húsið er hólfað niður og hannað. Eldurinn kviknaði á veitingastaðnum Intro í glerskálanum í Turninum á Höfðatorgi. „Við vitum í raun og veru ekki hvað orsakaði brunann en megnið af brunanum er í glerskála bakatil, vestanmegin í byggingunni,“ sagði Jón Viðar þegar Bjarki Sigurðsson fréttamaður ræddi við hann fyrir utan Höfðatorg. Mikilvægt að fólk fari út Hann segir að eldurinn hafi verið á nokkuð afmörkuðum stað en reykur hafi dreifst víða um húsið. „Húsið er nú ágætlega hólfað niður og hannað, það er að vinna með okkur.“ Hvernig gekk að rýma? „Eins og þetta blasir við okkur hefur rýmingin gengið afskaplega vel. Það er náttúrulega alveg gífurlega mikilvægt fyrir okkur að fá allt fólk út svo að við þurfum ekki að vera að aðstoða við rýminguna. En við erum í smá aðstoð við rýmingu fyrir þá sem þurfað aðstoð og að sjálfsögðu gerum við það. En það er mikilvægt að fólk hlýði þessum boðum.“ Jón Viðar segir að honum sé ekki kunnugt um að nokkur hafi verið fluttur á sjúkrahús eftir brunann. Verða að fram eftir degi Þá segir hann að gengið hafi ágætlega að slökkva eldinn og talið sé að búið sé slökkva megnið af eldinum. Reykurinn sé þó enn mikill og í glerhýsinu sé töluvert af brotnum rúðum. „Þannig að við erum ekki alveg komin á þann stað að við séum búin að ná utan um þetta.“ Slökkvilið verði að störfum fram eftir degi, eftir þörfum. Uppfært: Fréttamaður ræddi aftur við Jón Viðar eftir að tekist hafði að slökkva eldinn. Slökkvilið Reykjavík Eldsvoði á Höfðatorgi Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Kuldaskil á leið yfir landið Veður Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Erlent Fleiri fréttir Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Sjá meira
Eldurinn kviknaði á veitingastaðnum Intro í glerskálanum í Turninum á Höfðatorgi. „Við vitum í raun og veru ekki hvað orsakaði brunann en megnið af brunanum er í glerskála bakatil, vestanmegin í byggingunni,“ sagði Jón Viðar þegar Bjarki Sigurðsson fréttamaður ræddi við hann fyrir utan Höfðatorg. Mikilvægt að fólk fari út Hann segir að eldurinn hafi verið á nokkuð afmörkuðum stað en reykur hafi dreifst víða um húsið. „Húsið er nú ágætlega hólfað niður og hannað, það er að vinna með okkur.“ Hvernig gekk að rýma? „Eins og þetta blasir við okkur hefur rýmingin gengið afskaplega vel. Það er náttúrulega alveg gífurlega mikilvægt fyrir okkur að fá allt fólk út svo að við þurfum ekki að vera að aðstoða við rýminguna. En við erum í smá aðstoð við rýmingu fyrir þá sem þurfað aðstoð og að sjálfsögðu gerum við það. En það er mikilvægt að fólk hlýði þessum boðum.“ Jón Viðar segir að honum sé ekki kunnugt um að nokkur hafi verið fluttur á sjúkrahús eftir brunann. Verða að fram eftir degi Þá segir hann að gengið hafi ágætlega að slökkva eldinn og talið sé að búið sé slökkva megnið af eldinum. Reykurinn sé þó enn mikill og í glerhýsinu sé töluvert af brotnum rúðum. „Þannig að við erum ekki alveg komin á þann stað að við séum búin að ná utan um þetta.“ Slökkvilið verði að störfum fram eftir degi, eftir þörfum. Uppfært: Fréttamaður ræddi aftur við Jón Viðar eftir að tekist hafði að slökkva eldinn.
Slökkvilið Reykjavík Eldsvoði á Höfðatorgi Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Kuldaskil á leið yfir landið Veður Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Erlent Fleiri fréttir Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Sjá meira