Grásleppusjómenn hafi lengi kallað eftir kvótasetningu Jón Ísak Ragnarsson skrifar 25. júní 2024 15:21 Þórarinn segir að tilgangur kvótasetningarinnar sé fyrst og fremst að skapa fyrirsjáanleika í greininni. Vísir/Vilhelm Þórarinn Ingi Pétursson, formaður atvinnuveganefndar, segir tilgang grásleppukvótasetningarinnar fyrst og fremst vera að búa til fyrirsjáanleika fyrir þá sem veiðarnar stunda. Grásleppusjómenn hafi lengi kallað eftir því að þetta verði gert. Bátum við grásleppuveiðar hafi fækkað mikið á stuttum tíma undanfarin ár, og nýliðun í greininni sé ekki mikil. „Tilgangurinn er sá að koma grásleppunni í stýringu, fyrst og fremst snýst þetta um fyrirsjáanleika þeirra sem veiðarnar stunda. Það hefur verið dagakerfi hingað til, dögum hefur fækkað og fjölgað eftir því hvernig gengið hefur að veiða,“ segir Þórarinn. Fyrirsjáanleikinn hafi einfaldlega ekki verið nógu mikill. Fyrir kvótasetninguna hafi verið árleg ósvæðisbundin heildarúthlutun veiðiheimilda til grásleppu. „Árið 2020 veiddist gríðarlega vel fyrir norðan, og þegar grásleppusjómenn ætluðu að fara af stað á Vesturlandi, var búið að veiða það sem mátti veiða af grásleppu fyrir norðan,“ segir Þórarinn. Auðvitað séu þó skiptar skoðanir á því hvort kvótasetning sé æskileg eða ekki. Árið 2020 veiddist svo vel fyrir norðan af grásleppu að ekkert mátti veiða á Vesturlandi.Vísir/Vilhelm Kvótinn svæðisbundinn Þórarinn segir að grásleppusjómenn hafi margir hverjir lengi kallað eftir því að þetta yrði gert. Þessi vegferð kvótasetningarinnar hafi hafist í ráðherratíð Kristjáns Þórs Júlíussonar, og loks hafi málið verið klárað í vor. „Fyrst og fremst erum við að fjalla hérna um fyrirsjáanleika. Þeir sem að þetta stunda viti hvað þeir geta veitt, og séu ekki endilega bundnir dögum og slíkt,“ segir Þórarinn. Kvótinn sé bundinn við svæði, og framsalsheimildir séu einnig svæðisbundnar. Þetta komi sér vel, þar sem grásleppan gengur hring í kringum landið, og sé fyrr á ferðinni fyrir norðan. Grásleppusjómenn fyrir vestan verði þá með kvóta, sama hvernig veiðist fyrir norðan. Enginn má eiga meira en 1,5 prósent af heildarkvótanum samkvæmt nýju lögunum, og framsalsheimildir kvótans eru svæðisbundnar.Vísir/Vilhelm Réttmætar áhyggjur af því að kvótinn safnist á fárra hendur Þórarinn segir að áhyggjur þeirra sem halda að kvótaþakið verði smám saman hækkað, og að þetta endi þannig að grásleppukvótinn safnist á hendur fárra fjársterkra aðila, séu réttmætar. „Við reynum að girða fyrir það með því að setja hámark, 1,5 prósent kvótaþak, sem er þar að auki svæðisbundið,“ segir Þórarinn. „Eins og þróunin hefur verið undanfarin ár i þessum veiðum, þá hefur bátunum farið fækkandi, því það hefur ekki verið afkoma í veiðinni undanfarin ár. Þeim hefur fækkað alveg ótrúlega mikið á stuttum tíma. Við erum að aðstoða þá sem hafa verið að stunda þessar veiðar, það verði meiri arðsemi og fyrirsjáanleiki í greininni,“ segir Þórarinn. Tíminn verði svo að leiða það í ljós hvort það gangi eftir. Fimm prósent kvótans til nýliða Eitt mikilvægt atriði í frumvarpinu er nýliðunarpotturinn, segir Þórarinn. Ráðherra úthluti 5,3 prósentum af heildarkvótanum til nýliða ár hvert. Í dag séu nokkrir nýliðar nýbyrjaðir að róa, og taka þurfi tillit til þeirra við úthlutun. „Með þessu erum við að reyna mæta þeim áhyggjum að þetta tapist á fárra hendur og bara fjársterkir aðilar geti verslað sér aflaheimildir,“ segir Þórarinn. Hann segir að hugsunin sé alls ekki að skapa auðæfi sem menn geta svo bara selt, en menn geti alveg farið úr greininni vilji þeir það og selt frá sér kvótann. Kvótaþakið eigi að koma í veg fyrir að kvótinn safnist á fárra hendur. „Við skulum bara sjá, það er hiti í mönnum. Það eru skiptar skoðanir á þessu eins og eðlilegt er þegar kemur að löggjöf sem snýr að nýtingu auðlinda. Þetta er niðurstaðan og nú einbeitum við okkur bara að því að vinna eftir henni. Ég tel að þarna séu tækifæri, en við þurfum vissulega að vera vakandi fyrir því að einhverjir hnökrar geti komið upp,“ segir Þórarinn. Sjávarútvegur Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Tengdar fréttir Markmiðið sé að útrýma smábátasjómönnum Kjartan Páll Sveinsson, formaður Strandveiðifélags Íslands, segir að kvótasetning grásleppu sé aðför að smábátaveiðum. Hann telur að kvótasetningin muni hafa þau óbeinu áhrif að bátum á strandveiðum fjölgi, en strandveiðikerfið sé þegar þanið út að ystu þanmörkum. Hann segir engin fiskifræðileg rök að baki kvótasetningarinnar. 25. júní 2024 12:22 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara Erlent Fleiri fréttir Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Sjá meira
„Tilgangurinn er sá að koma grásleppunni í stýringu, fyrst og fremst snýst þetta um fyrirsjáanleika þeirra sem veiðarnar stunda. Það hefur verið dagakerfi hingað til, dögum hefur fækkað og fjölgað eftir því hvernig gengið hefur að veiða,“ segir Þórarinn. Fyrirsjáanleikinn hafi einfaldlega ekki verið nógu mikill. Fyrir kvótasetninguna hafi verið árleg ósvæðisbundin heildarúthlutun veiðiheimilda til grásleppu. „Árið 2020 veiddist gríðarlega vel fyrir norðan, og þegar grásleppusjómenn ætluðu að fara af stað á Vesturlandi, var búið að veiða það sem mátti veiða af grásleppu fyrir norðan,“ segir Þórarinn. Auðvitað séu þó skiptar skoðanir á því hvort kvótasetning sé æskileg eða ekki. Árið 2020 veiddist svo vel fyrir norðan af grásleppu að ekkert mátti veiða á Vesturlandi.Vísir/Vilhelm Kvótinn svæðisbundinn Þórarinn segir að grásleppusjómenn hafi margir hverjir lengi kallað eftir því að þetta yrði gert. Þessi vegferð kvótasetningarinnar hafi hafist í ráðherratíð Kristjáns Þórs Júlíussonar, og loks hafi málið verið klárað í vor. „Fyrst og fremst erum við að fjalla hérna um fyrirsjáanleika. Þeir sem að þetta stunda viti hvað þeir geta veitt, og séu ekki endilega bundnir dögum og slíkt,“ segir Þórarinn. Kvótinn sé bundinn við svæði, og framsalsheimildir séu einnig svæðisbundnar. Þetta komi sér vel, þar sem grásleppan gengur hring í kringum landið, og sé fyrr á ferðinni fyrir norðan. Grásleppusjómenn fyrir vestan verði þá með kvóta, sama hvernig veiðist fyrir norðan. Enginn má eiga meira en 1,5 prósent af heildarkvótanum samkvæmt nýju lögunum, og framsalsheimildir kvótans eru svæðisbundnar.Vísir/Vilhelm Réttmætar áhyggjur af því að kvótinn safnist á fárra hendur Þórarinn segir að áhyggjur þeirra sem halda að kvótaþakið verði smám saman hækkað, og að þetta endi þannig að grásleppukvótinn safnist á hendur fárra fjársterkra aðila, séu réttmætar. „Við reynum að girða fyrir það með því að setja hámark, 1,5 prósent kvótaþak, sem er þar að auki svæðisbundið,“ segir Þórarinn. „Eins og þróunin hefur verið undanfarin ár i þessum veiðum, þá hefur bátunum farið fækkandi, því það hefur ekki verið afkoma í veiðinni undanfarin ár. Þeim hefur fækkað alveg ótrúlega mikið á stuttum tíma. Við erum að aðstoða þá sem hafa verið að stunda þessar veiðar, það verði meiri arðsemi og fyrirsjáanleiki í greininni,“ segir Þórarinn. Tíminn verði svo að leiða það í ljós hvort það gangi eftir. Fimm prósent kvótans til nýliða Eitt mikilvægt atriði í frumvarpinu er nýliðunarpotturinn, segir Þórarinn. Ráðherra úthluti 5,3 prósentum af heildarkvótanum til nýliða ár hvert. Í dag séu nokkrir nýliðar nýbyrjaðir að róa, og taka þurfi tillit til þeirra við úthlutun. „Með þessu erum við að reyna mæta þeim áhyggjum að þetta tapist á fárra hendur og bara fjársterkir aðilar geti verslað sér aflaheimildir,“ segir Þórarinn. Hann segir að hugsunin sé alls ekki að skapa auðæfi sem menn geta svo bara selt, en menn geti alveg farið úr greininni vilji þeir það og selt frá sér kvótann. Kvótaþakið eigi að koma í veg fyrir að kvótinn safnist á fárra hendur. „Við skulum bara sjá, það er hiti í mönnum. Það eru skiptar skoðanir á þessu eins og eðlilegt er þegar kemur að löggjöf sem snýr að nýtingu auðlinda. Þetta er niðurstaðan og nú einbeitum við okkur bara að því að vinna eftir henni. Ég tel að þarna séu tækifæri, en við þurfum vissulega að vera vakandi fyrir því að einhverjir hnökrar geti komið upp,“ segir Þórarinn.
Sjávarútvegur Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Tengdar fréttir Markmiðið sé að útrýma smábátasjómönnum Kjartan Páll Sveinsson, formaður Strandveiðifélags Íslands, segir að kvótasetning grásleppu sé aðför að smábátaveiðum. Hann telur að kvótasetningin muni hafa þau óbeinu áhrif að bátum á strandveiðum fjölgi, en strandveiðikerfið sé þegar þanið út að ystu þanmörkum. Hann segir engin fiskifræðileg rök að baki kvótasetningarinnar. 25. júní 2024 12:22 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara Erlent Fleiri fréttir Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Sjá meira
Markmiðið sé að útrýma smábátasjómönnum Kjartan Páll Sveinsson, formaður Strandveiðifélags Íslands, segir að kvótasetning grásleppu sé aðför að smábátaveiðum. Hann telur að kvótasetningin muni hafa þau óbeinu áhrif að bátum á strandveiðum fjölgi, en strandveiðikerfið sé þegar þanið út að ystu þanmörkum. Hann segir engin fiskifræðileg rök að baki kvótasetningarinnar. 25. júní 2024 12:22