Hljóp berfætt undan sprengjuregninu Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 22. júní 2024 20:01 Fjölskyldan heldur til í tjöldum á vegum Rauða krossins. AP/Jehad Alshrafi Minnst þrjátíu og átta eru sagðir látnir og fleiri slasaðir eftir loftárásir Ísraelshers á Gasa í dag. Talsmaður almannavarna á svæðinu segir að þekktar flóttamannabúðir hafi orðið fyrir skotum. Talsmaður ísraelska hersins segir að árásirnar hafi beinst að tveimur svæðum sem liðsmenn Hamas eru sagðir halda til á Gasasvæðinu. Talsmaður almannavarna segir hins vegar að sprengjur hafi hæft fjölbýlishús auk þess sem þekktar flóttamannabúðir hafi orðið fyrir skotum. Myndbandsupptökur sýna fólk bera særða á brott, rykfallnar götur og ástvini leita að eftirlifendum í húsarústum. Tjöld og skrifstofur Rauða krossins urðu fyrir sprengjum Í gær voru tuttugu og tveir, sem leituðu skjóls í tjöldum á vegum Rauða krossins, drepnir í loftárás sem gerð var á Gasasvæðið. Mona Ashour er ein þeirra sem missti ástvin í sprengingunni. „Við vorum inni í tjaldinu þegar hvellsprengja sprakk nálægt Rauðakrosstjöldunum. Maðurinn minn fór út eftir fyrstu sprenginguna. Svo sprakk önnur sprengja, enn nær dyrunum hjá Rauða krossinum, og fólkið fór að safnast saman. Ég reyndi að ná sambandi við manninn minn en gat það ekki. Við flúðum eins og við vorum klædd, berfætt. Ég reyndi að ná sambandi við hann en gat það ekki,“ sagði Mona Ashour. Skrifstofur Rauða krossins urðu fyrir miklum skemmdum í sprengingunni og segir í tilkynningu frá samtökunum að árásin sé ein af alvarlegustu öryggisbrestum síðustu daga. Talsmaður ísraelska hersins sagði í samtali við breska ríkisútvarpið, BBC, að málið væri til skoðunar. Við fyrstu athugun bendi ekkert til þess að herinn hefði beint loftárásum sínum þangað. Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Sjá meira
Talsmaður ísraelska hersins segir að árásirnar hafi beinst að tveimur svæðum sem liðsmenn Hamas eru sagðir halda til á Gasasvæðinu. Talsmaður almannavarna segir hins vegar að sprengjur hafi hæft fjölbýlishús auk þess sem þekktar flóttamannabúðir hafi orðið fyrir skotum. Myndbandsupptökur sýna fólk bera særða á brott, rykfallnar götur og ástvini leita að eftirlifendum í húsarústum. Tjöld og skrifstofur Rauða krossins urðu fyrir sprengjum Í gær voru tuttugu og tveir, sem leituðu skjóls í tjöldum á vegum Rauða krossins, drepnir í loftárás sem gerð var á Gasasvæðið. Mona Ashour er ein þeirra sem missti ástvin í sprengingunni. „Við vorum inni í tjaldinu þegar hvellsprengja sprakk nálægt Rauðakrosstjöldunum. Maðurinn minn fór út eftir fyrstu sprenginguna. Svo sprakk önnur sprengja, enn nær dyrunum hjá Rauða krossinum, og fólkið fór að safnast saman. Ég reyndi að ná sambandi við manninn minn en gat það ekki. Við flúðum eins og við vorum klædd, berfætt. Ég reyndi að ná sambandi við hann en gat það ekki,“ sagði Mona Ashour. Skrifstofur Rauða krossins urðu fyrir miklum skemmdum í sprengingunni og segir í tilkynningu frá samtökunum að árásin sé ein af alvarlegustu öryggisbrestum síðustu daga. Talsmaður ísraelska hersins sagði í samtali við breska ríkisútvarpið, BBC, að málið væri til skoðunar. Við fyrstu athugun bendi ekkert til þess að herinn hefði beint loftárásum sínum þangað.
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Sjá meira