Orðum aukið að Ísland sé dottið úr tísku Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 21. júní 2024 13:46 Í apríl fjölgaði starfandi í ferðaþjónustu milli ára um 350 manns. Vísir/Vilhelm Á fyrstu fimm mánuðum ársins voru þrjátíu þúsund fleiri ferðamenn á landinu en á sama tíma í fyrra. Það samsvarar 4 prósent fjölgun frá síðasta ári. Í tilkynningu á vef fjármálaráðuneytisins segir að þótt greinilega sé að hægja á vexti umsvifa í ferðaþjónustu virðist orðum aukið að óveðurský séu yfir greininni og að Ísland sé dottið úr tísku meðal ferðamanna. Í tilkynningunni segir að fjölgun ferðamanna frá Bandaríkjunum hafi vegið upp á móti lítilsháttar samdrætti í fjölda ferðamanna frá Evrópu.að Asíumarkaður haldi áfram að vaxa, en hann hafi verið lengi að ná sér á strik eftir heimsfaraldurinn. Fram kemur að árið 2023 hafi verið gott ár í ferðaþjónustu á Íslandi og um 2,2 milljónir manna hafi sótt landið heim. Aðeins einu sinni áður höfðu erlendir ferðamenn verið fleiri, árið 2018, þegar 2,3 milljónir erlendra ferðamanna komu til landsins. Ferðamenn sem komu hingað í fyrra eyddu að jafnaði meira en árið 2018. Galli í gögnum um kortaveltu Þá segir að þrátt fyrir fjölgun erlendra ferðamanna virðist dvalarlengd hafa styst ef marka má gögn um fjölda gistinátta á fyrstu fjórum mánuðum ársins, -6,5 prósent, og eyðsla ferðamanna dregist saman, -7 prósent, á sama tímabili. Þá megi líklega rekja samdrátt í veltu að einhverju leyti til galla í gögnum um kortaveltu erlendra korta hér á landi þar sem fyrirtæki í ferðaþjónustu hafi í auknum mæli nýtt sér erlenda færsluhirðingu en slík kortavelta sjáist ekki í opinberum kortaveltugögnum. Þannig sé líklegt að kortavelta erlendra ferðamanna sé vanmetin í opinberum hagtölum. Bókunarstaða í ferðaþjónustu áfram góð Í tilkynningunni segir að nýleg greining á bókunarstöðu ferðaþjónustunnar sem byggist á úrtaki hótela á höfuðborgarsvæðinu, sýni að þrátt fyrir lítillega fækkun bókana í júní sé bókunarstaðan betri frá og með ágúst og inn á mitt næsta ár miðað við sama tíma í fyrra. „Þótt greinilega sé að hægja á vexti umsvifa í ferðaþjónustu, líkt og í hagkerfinu í heild, virðist orðum aukið að óveðurský séu yfir greininni og að Ísland sé dottið úr tísku meðal ferðamanna,“ segir í tilkynningunni. Aðrir hagvísar sýni áframhaldandi vöxt umsvifa Loks segir að í apríl hafi starfandi í ferðaþjónustu fjölgað á milli ára um nær 350 manns. Bílaleigubílum í hafi umferð fjölgað um sjö prósent milli ára í júní og umferð á hringveginum í maí jókst um fjögur prósent milli ára. Umferðin jókst aðallega á Suðurlandi, eða um fimm prósent, og á Vesturlandi, um fjögur prósent. Vöxtur ferðaþjónustunnar undanfarinna ára, í kjölfar rénunar heimsfaraldurs, hafi verið gífurlega mikill. Árið 2023 hafi verið eitt sterkasta ár greinarinnar til þessa en um þessar mundir er markmið hagstjórnar að hægja á vexti efnahagsumsvifa, bæði í ferðaþjónustu og öðrum atvinnugreinum, til þess að ná tökum á verðbólgu og skapa skilyrði fyrir lækkun vaxta hér á landi. Hagtölur um umsvif, bæði í ferðaþjónustu og í hagkerfinu í heild, virðast enn ekki benda til markverðs samdráttar þótt hægi á vextinum, segir að lokum. Ferðamennska á Íslandi Efnahagsmál Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Fleiri fréttir Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Sjá meira
Í tilkynningunni segir að fjölgun ferðamanna frá Bandaríkjunum hafi vegið upp á móti lítilsháttar samdrætti í fjölda ferðamanna frá Evrópu.að Asíumarkaður haldi áfram að vaxa, en hann hafi verið lengi að ná sér á strik eftir heimsfaraldurinn. Fram kemur að árið 2023 hafi verið gott ár í ferðaþjónustu á Íslandi og um 2,2 milljónir manna hafi sótt landið heim. Aðeins einu sinni áður höfðu erlendir ferðamenn verið fleiri, árið 2018, þegar 2,3 milljónir erlendra ferðamanna komu til landsins. Ferðamenn sem komu hingað í fyrra eyddu að jafnaði meira en árið 2018. Galli í gögnum um kortaveltu Þá segir að þrátt fyrir fjölgun erlendra ferðamanna virðist dvalarlengd hafa styst ef marka má gögn um fjölda gistinátta á fyrstu fjórum mánuðum ársins, -6,5 prósent, og eyðsla ferðamanna dregist saman, -7 prósent, á sama tímabili. Þá megi líklega rekja samdrátt í veltu að einhverju leyti til galla í gögnum um kortaveltu erlendra korta hér á landi þar sem fyrirtæki í ferðaþjónustu hafi í auknum mæli nýtt sér erlenda færsluhirðingu en slík kortavelta sjáist ekki í opinberum kortaveltugögnum. Þannig sé líklegt að kortavelta erlendra ferðamanna sé vanmetin í opinberum hagtölum. Bókunarstaða í ferðaþjónustu áfram góð Í tilkynningunni segir að nýleg greining á bókunarstöðu ferðaþjónustunnar sem byggist á úrtaki hótela á höfuðborgarsvæðinu, sýni að þrátt fyrir lítillega fækkun bókana í júní sé bókunarstaðan betri frá og með ágúst og inn á mitt næsta ár miðað við sama tíma í fyrra. „Þótt greinilega sé að hægja á vexti umsvifa í ferðaþjónustu, líkt og í hagkerfinu í heild, virðist orðum aukið að óveðurský séu yfir greininni og að Ísland sé dottið úr tísku meðal ferðamanna,“ segir í tilkynningunni. Aðrir hagvísar sýni áframhaldandi vöxt umsvifa Loks segir að í apríl hafi starfandi í ferðaþjónustu fjölgað á milli ára um nær 350 manns. Bílaleigubílum í hafi umferð fjölgað um sjö prósent milli ára í júní og umferð á hringveginum í maí jókst um fjögur prósent milli ára. Umferðin jókst aðallega á Suðurlandi, eða um fimm prósent, og á Vesturlandi, um fjögur prósent. Vöxtur ferðaþjónustunnar undanfarinna ára, í kjölfar rénunar heimsfaraldurs, hafi verið gífurlega mikill. Árið 2023 hafi verið eitt sterkasta ár greinarinnar til þessa en um þessar mundir er markmið hagstjórnar að hægja á vexti efnahagsumsvifa, bæði í ferðaþjónustu og öðrum atvinnugreinum, til þess að ná tökum á verðbólgu og skapa skilyrði fyrir lækkun vaxta hér á landi. Hagtölur um umsvif, bæði í ferðaþjónustu og í hagkerfinu í heild, virðast enn ekki benda til markverðs samdráttar þótt hægi á vextinum, segir að lokum.
Ferðamennska á Íslandi Efnahagsmál Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Fleiri fréttir Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Sjá meira