„Það verða tómar hillur í smá stund“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 20. júní 2024 20:22 Katrín Whalley er eigandi Smart Boutique. Vísir/Arnar Kringlan var í dag opnuð á nýjan leik eftir bruna um helgina. Verslunarrekandi sem missti töluvert af vörum sínum í brunanum lítur björtum augum á framtíðina. Verslanir sem fóru verst úr brunanum opna ekki fyrr en í haust. Þó að Kringlan hafi opnað í dag eru ekki allir verslunarrekendur sem geta gert það, en húsnæði sumra þeirra er töluvert skemmt. Þá eru einhverjir þeirra sem munu ekki geta opnað fyrr en á morgun. Þeirra á meðal eru rekendur skartgripaverslunarinnar Jens, sem voru í óðaönn við að koma öllu í lag í versluninni þegar fréttastofu bar að garði. „Við viljum opna þegar okkur þjónustustig er upp á 10, eins og alltaf,“ segir Hrund Jakobsdóttir, starfsmanna- og þjónustustjóri hjá Jens. Var eitthvað af vörum frá ykkur sem urðu fyrir tjóni eða skemmdist? „Nei. Við erum svo heppin að vera með vöru sem dregur ekki í sig lykt. Það var kannski lyktin sem kom kannski verst fyrir þá sem eru með föt í verslunum hjá sér,“ segir Ingibjörg Lilju Snorradóttir, framkvæmdastjóri hjá Jens. Tómar hillur í einhvern tíma Eigandi Smart Boutique var ekki jafn heppinn. „Ég er með mikið af skinnum og textílvöru. Það skemmdist allt út af reyklykt,“ segir Katrín Whalley, eigandi Smart Boutique. Hún segist ekki hafa tilfinningu fyrir því hversu mikið tjónið sé nákvæmlega. Engu að síður sé það umtalsvert. „Það verða tómar hillur í smá stund, en þetta verður allt í lagi.“ Gleðilegt að geta opnað Þó að uppbygging eftir brunann sé hafin, og fólk í óðaönn við að koma öllu í stand hér í Kringlunni, þá örlar samt á smá brunalykt á sumum stöðum. Tjón Kringlunnar vegna brunans liggur ekki fyrir að svo stöddu, en framkvæmdastjórinn segir gleðilegt að hafa getað opnað aftur, þó verst leiknu verslanirnar komi ekki til með að geta opnað fyrr en með haustinu. „Fastagestir mættir á kaffihúsin og þetta er bara flottur fimmtudagur, fullt af fólki í húsinu,“ segir Inga Rut Jónsdóttir, framkvæmdastjóri. Kringlan Eldsvoði í Kringlunni Tengdar fréttir Uppbygging komin á fullt skrið þremur dögum eftir brunann Uppbygging er komin á fullt skrið í Kringlunni eftir að stórtjón varð í eldsvoða á laugardagskvöld. Næstum allar vörur í verslunum undir merkjum Kúltur eru ónýtar en eigandi vonar að hægt verði að opna aftur í haust eftir allsherjarniðurrif. 18. júní 2024 21:31 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Fleiri fréttir Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Sjá meira
Þó að Kringlan hafi opnað í dag eru ekki allir verslunarrekendur sem geta gert það, en húsnæði sumra þeirra er töluvert skemmt. Þá eru einhverjir þeirra sem munu ekki geta opnað fyrr en á morgun. Þeirra á meðal eru rekendur skartgripaverslunarinnar Jens, sem voru í óðaönn við að koma öllu í lag í versluninni þegar fréttastofu bar að garði. „Við viljum opna þegar okkur þjónustustig er upp á 10, eins og alltaf,“ segir Hrund Jakobsdóttir, starfsmanna- og þjónustustjóri hjá Jens. Var eitthvað af vörum frá ykkur sem urðu fyrir tjóni eða skemmdist? „Nei. Við erum svo heppin að vera með vöru sem dregur ekki í sig lykt. Það var kannski lyktin sem kom kannski verst fyrir þá sem eru með föt í verslunum hjá sér,“ segir Ingibjörg Lilju Snorradóttir, framkvæmdastjóri hjá Jens. Tómar hillur í einhvern tíma Eigandi Smart Boutique var ekki jafn heppinn. „Ég er með mikið af skinnum og textílvöru. Það skemmdist allt út af reyklykt,“ segir Katrín Whalley, eigandi Smart Boutique. Hún segist ekki hafa tilfinningu fyrir því hversu mikið tjónið sé nákvæmlega. Engu að síður sé það umtalsvert. „Það verða tómar hillur í smá stund, en þetta verður allt í lagi.“ Gleðilegt að geta opnað Þó að uppbygging eftir brunann sé hafin, og fólk í óðaönn við að koma öllu í stand hér í Kringlunni, þá örlar samt á smá brunalykt á sumum stöðum. Tjón Kringlunnar vegna brunans liggur ekki fyrir að svo stöddu, en framkvæmdastjórinn segir gleðilegt að hafa getað opnað aftur, þó verst leiknu verslanirnar komi ekki til með að geta opnað fyrr en með haustinu. „Fastagestir mættir á kaffihúsin og þetta er bara flottur fimmtudagur, fullt af fólki í húsinu,“ segir Inga Rut Jónsdóttir, framkvæmdastjóri.
Kringlan Eldsvoði í Kringlunni Tengdar fréttir Uppbygging komin á fullt skrið þremur dögum eftir brunann Uppbygging er komin á fullt skrið í Kringlunni eftir að stórtjón varð í eldsvoða á laugardagskvöld. Næstum allar vörur í verslunum undir merkjum Kúltur eru ónýtar en eigandi vonar að hægt verði að opna aftur í haust eftir allsherjarniðurrif. 18. júní 2024 21:31 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Fleiri fréttir Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Sjá meira
Uppbygging komin á fullt skrið þremur dögum eftir brunann Uppbygging er komin á fullt skrið í Kringlunni eftir að stórtjón varð í eldsvoða á laugardagskvöld. Næstum allar vörur í verslunum undir merkjum Kúltur eru ónýtar en eigandi vonar að hægt verði að opna aftur í haust eftir allsherjarniðurrif. 18. júní 2024 21:31