Börn verði tekin framyfir gæluverkefni Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 20. júní 2024 14:00 Sylvía er komin með nóg af stöðu mála. Vísir. Sylvía Briem Friðjóns þriggja barna móðir sem komin er með nóg af dagvistunarvandræðum foreldra segir að hjarta sitt brotni vegna allra þeirra frásagna sem hún hefur fengið frá foreldrum í vandræðum. Hún segir dæmi um að fólk hafi valið að fara í þungunarrof vegna dagvistunarvandans og hvetur stjórnmálamenn til að láta af gæluverkefnum og leysa vanda foreldra í eitt skiptið fyrir öll. „Ég nenni ekki pólitík, ég er ekki þarna, mig langar bara að allir flokkar setjist saman og setji þetta í forgang. Mig langar að sveitarstjórn og sveitarstjórnarfélögin og stjórnvöld komi með einhvern vinkil á þetta þannig að þetta bara virki. Að börn geti fæðst á Íslandi og fái öll sömu tækifæri,“ segir Sylvía en Sindri Sindrason tók hana tali um málið í Íslandi í dag. Sögur um gjaldþrot og skuldasúpur Sylvía Briem gerði dagvistunarvandann að umfjöllunarefni sínu á samfélagsmiðlum í síðustu viku svo athygli vakti. Þar beinir hún sjónum að því 6-8 mánaða-bili sem foreldrar þurfi að brúa áður en barn fær almennt pláss á leikskóla. Hún segir kerfið halda konum niðri, þar sem þær taki almennt þungann af fæðingarorlofinu. Í Íslandi í dag segir Sylvía að sögur foreldra hafi hrúgast upp síðan hún birti færsluna. Einstæðir foreldrar, fólk í námi, verktakar, í endurhæfingu, standi margir hverjir frammi fyrir gjaldþroti vegna greiðslna og vandræða með dagvistun fyrir börn þeirra. „Fólk er að senda mér sögur um gjaldþrot og skuldasúpur sem það er í mörg ár að fletta ofan af og það er bara ekki í boði að það sé svona erfitt fyrir fólk að fara í fæðingarorlof. Svo er rosalega mikið af sögum af fólki sem er bara að fara í þungunarrof, vegna þess að það getur ekki hugsað sér....“ Af því að það er of hrætt við að ráðast í þetta verkefni, ekki af því að það vill ekki barnið? „Nei, það vill barnið. Eins og ein sendi sögu á mig og sagði bara: „Ég fór í þungunarrof og gat ekki hugsað mér. Svo lendi ég í því að fá sjúkdóm og legið tekið, hún sagði ég mun aldrei eignast börn. Sem er ótrúlega sorglegt og það er bara ótrúlega mikið af svona sögum.“ Sylvía segist gera sér grein fyrir því að enginn sé að leika sér að því að hafa kerfið svona gallað. Forgangsröðunin sé þó röng, tími sé kominn til að hætta gæluverkefnum sem virðast vera um allt og leggja peninginn í þessi mál. Heilsa Börn og uppeldi Fjármál heimilisins Ísland í dag Mest lesið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Lífið Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Lífið Tvö ár í stofufangelsi Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd Lífið „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Bíó og sjónvarp Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Lífið Fleiri fréttir Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sjá meira
„Ég nenni ekki pólitík, ég er ekki þarna, mig langar bara að allir flokkar setjist saman og setji þetta í forgang. Mig langar að sveitarstjórn og sveitarstjórnarfélögin og stjórnvöld komi með einhvern vinkil á þetta þannig að þetta bara virki. Að börn geti fæðst á Íslandi og fái öll sömu tækifæri,“ segir Sylvía en Sindri Sindrason tók hana tali um málið í Íslandi í dag. Sögur um gjaldþrot og skuldasúpur Sylvía Briem gerði dagvistunarvandann að umfjöllunarefni sínu á samfélagsmiðlum í síðustu viku svo athygli vakti. Þar beinir hún sjónum að því 6-8 mánaða-bili sem foreldrar þurfi að brúa áður en barn fær almennt pláss á leikskóla. Hún segir kerfið halda konum niðri, þar sem þær taki almennt þungann af fæðingarorlofinu. Í Íslandi í dag segir Sylvía að sögur foreldra hafi hrúgast upp síðan hún birti færsluna. Einstæðir foreldrar, fólk í námi, verktakar, í endurhæfingu, standi margir hverjir frammi fyrir gjaldþroti vegna greiðslna og vandræða með dagvistun fyrir börn þeirra. „Fólk er að senda mér sögur um gjaldþrot og skuldasúpur sem það er í mörg ár að fletta ofan af og það er bara ekki í boði að það sé svona erfitt fyrir fólk að fara í fæðingarorlof. Svo er rosalega mikið af sögum af fólki sem er bara að fara í þungunarrof, vegna þess að það getur ekki hugsað sér....“ Af því að það er of hrætt við að ráðast í þetta verkefni, ekki af því að það vill ekki barnið? „Nei, það vill barnið. Eins og ein sendi sögu á mig og sagði bara: „Ég fór í þungunarrof og gat ekki hugsað mér. Svo lendi ég í því að fá sjúkdóm og legið tekið, hún sagði ég mun aldrei eignast börn. Sem er ótrúlega sorglegt og það er bara ótrúlega mikið af svona sögum.“ Sylvía segist gera sér grein fyrir því að enginn sé að leika sér að því að hafa kerfið svona gallað. Forgangsröðunin sé þó röng, tími sé kominn til að hætta gæluverkefnum sem virðast vera um allt og leggja peninginn í þessi mál.
Heilsa Börn og uppeldi Fjármál heimilisins Ísland í dag Mest lesið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Lífið Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Lífið Tvö ár í stofufangelsi Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd Lífið „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Bíó og sjónvarp Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Lífið Fleiri fréttir Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sjá meira