Loksins Mannréttindastofnun Steinunn Þóra Árnadóttir skrifar 19. júní 2024 15:30 Mannréttindi eru hornsteinn frelsis, friðar, þróunar og réttlætis og þau ber að heiðra og hlú að þeim. Mannréttindi koma ekki að sjálfu sér heldur eru ákvörðun sem þarf að festa í lög, koma inn í kerfi, venja stofnanir við og viðhalda. Þessvegna er mikilvægt að mannréttindi eigi sér óháðan málsvara í stjórnkerfinu, sem heyrir ekki undir framkvæmdavaldið heldur sem sjálfstæð stofnun undir Alþingi. Það er þvi stórt skref og mikilvægt að loksins verður komið á fót sjálfstæðri, óháðri Mannréttindastofnun á Íslandi með það meginhlutverk að efla og vernda mannréttindi, eins og þau eru skilgreind í stjórnarskrá, lögum, alþjóðasamningum og öðrum alþjóðlegum skuldbindingum. Með því stöndum við jafnfætis velflestum Evrópuríkjum sem eiga slíka stofnun og getum loksins lögfest samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, sem er ætlað að verja og efla réttindi og virðingu og vinna að jafnrétti fatlaðs fólks í samfélaginu. Samningurinn var fullgiltur hér á landi árið 2016 en ekki hefur enn tekist að lögfesta hann – vegna þess að ekki var hægt að uppfylla skilyrði um óháða innlenda Mannréttindastofnun. Nú hillir undir að slíkt takist loksins. En stofnun sérstakrar Mannréttindastofnunar á Íslandi er ekki aðeins mikilvæg fyrir fatlað fólk heldur verða þar undir ýmis réttindi sem varin eru í stjórnarskrá lýðveldisins og er grundvallaratriði í siðuðu samfélagi að séu tryggð og eigi sér skilgreindan málsvara. Hlutverk Mannréttindastofnunnar felst til dæmis í eftirliti með framkvæmd laga, að veita ráðgjöf um vernd mannréttinda, fjalla um ástand mannréttindamála í landinu, vekja athygli á hugsanlegum mannréttindabrotum og eftir atvikum koma með tillögur að úrbótum, stuðla að rannsóknum á sviði mannréttinda, sinna fræðslu og hvetja til opinberrar umræðu um mannréttindi og ekki síst að vinna að því að mannréttindi séu virt á öllum sviðum samfélagsins. Þangað verður hægt að leita um ráðgjöf og leiðbeiningar og koma með ábendingar sem geta leitt til þess að stofnunin taki mál til skoðunar að eigin frumkvæði. Þessi stofnun getur því orðið mikilvægt skref á vegferð okkar til að tryggja að mannréttindaumhverfi verði eins og best verður á kosið hér á landi. Við undirbúningsvinnu að frumvarpi um Mannréttindastofnun Íslands var var haft víðtækt samráð við stofnanir, félagasamtök og aðra hagsmunaaðila sem öll lögðu ríka áhersla á mikilvægi þess að henni yrði komið sem fyrst á fót. Könnun var einnig lögð fram meðal almennings um stöðu mannréttinda og þar kom fram að einungis 30% svarenda töldu mannréttindaeftirliti nægilega vel sinnt á Íslandi og 93% í sömu könnun töldu mannréttindi gríðarlega mikilvæg til að skapa betra samfélag. Með stofnun Mannréttindastofnunar Íslands er því stigið mikilvægt skref, ekki einungis til að fara að vilja þjóðarinnar og uppfylla skyldur okkar heldur til að sýna á alþjóðavettvangi að á Íslandi setjum við mannréttindi í öndvegi. Höfundur er þingmaður Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Þóra Árnadóttir Alþingi Vinstri græn Mannréttindi Mest lesið Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason Skoðun Skoðun Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Mannréttindi eru hornsteinn frelsis, friðar, þróunar og réttlætis og þau ber að heiðra og hlú að þeim. Mannréttindi koma ekki að sjálfu sér heldur eru ákvörðun sem þarf að festa í lög, koma inn í kerfi, venja stofnanir við og viðhalda. Þessvegna er mikilvægt að mannréttindi eigi sér óháðan málsvara í stjórnkerfinu, sem heyrir ekki undir framkvæmdavaldið heldur sem sjálfstæð stofnun undir Alþingi. Það er þvi stórt skref og mikilvægt að loksins verður komið á fót sjálfstæðri, óháðri Mannréttindastofnun á Íslandi með það meginhlutverk að efla og vernda mannréttindi, eins og þau eru skilgreind í stjórnarskrá, lögum, alþjóðasamningum og öðrum alþjóðlegum skuldbindingum. Með því stöndum við jafnfætis velflestum Evrópuríkjum sem eiga slíka stofnun og getum loksins lögfest samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, sem er ætlað að verja og efla réttindi og virðingu og vinna að jafnrétti fatlaðs fólks í samfélaginu. Samningurinn var fullgiltur hér á landi árið 2016 en ekki hefur enn tekist að lögfesta hann – vegna þess að ekki var hægt að uppfylla skilyrði um óháða innlenda Mannréttindastofnun. Nú hillir undir að slíkt takist loksins. En stofnun sérstakrar Mannréttindastofnunar á Íslandi er ekki aðeins mikilvæg fyrir fatlað fólk heldur verða þar undir ýmis réttindi sem varin eru í stjórnarskrá lýðveldisins og er grundvallaratriði í siðuðu samfélagi að séu tryggð og eigi sér skilgreindan málsvara. Hlutverk Mannréttindastofnunnar felst til dæmis í eftirliti með framkvæmd laga, að veita ráðgjöf um vernd mannréttinda, fjalla um ástand mannréttindamála í landinu, vekja athygli á hugsanlegum mannréttindabrotum og eftir atvikum koma með tillögur að úrbótum, stuðla að rannsóknum á sviði mannréttinda, sinna fræðslu og hvetja til opinberrar umræðu um mannréttindi og ekki síst að vinna að því að mannréttindi séu virt á öllum sviðum samfélagsins. Þangað verður hægt að leita um ráðgjöf og leiðbeiningar og koma með ábendingar sem geta leitt til þess að stofnunin taki mál til skoðunar að eigin frumkvæði. Þessi stofnun getur því orðið mikilvægt skref á vegferð okkar til að tryggja að mannréttindaumhverfi verði eins og best verður á kosið hér á landi. Við undirbúningsvinnu að frumvarpi um Mannréttindastofnun Íslands var var haft víðtækt samráð við stofnanir, félagasamtök og aðra hagsmunaaðila sem öll lögðu ríka áhersla á mikilvægi þess að henni yrði komið sem fyrst á fót. Könnun var einnig lögð fram meðal almennings um stöðu mannréttinda og þar kom fram að einungis 30% svarenda töldu mannréttindaeftirliti nægilega vel sinnt á Íslandi og 93% í sömu könnun töldu mannréttindi gríðarlega mikilvæg til að skapa betra samfélag. Með stofnun Mannréttindastofnunar Íslands er því stigið mikilvægt skref, ekki einungis til að fara að vilja þjóðarinnar og uppfylla skyldur okkar heldur til að sýna á alþjóðavettvangi að á Íslandi setjum við mannréttindi í öndvegi. Höfundur er þingmaður Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs.
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun