„Þetta er nú ekki jafnslæmt og í Noregi!“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 19. júní 2024 11:39 Denys og Harry Hughes hjón frá Liverpool báru Íslandi ákaflega vel söguna. Ferðamenn sem áttu leið um miðborgina í dag mæla allir heilshugar með Íslandi og eiga erfitt með að skilja þverrandi áhuga á landinu sem ferðamannastað. Inntir eftir því hvað mætti betur fara nefndu ferðamennirnir þó allir það sama; verðlagið. Ísland er að detta úr tísku. Þetta kom fram í fréttum hér á Stöð 2 í gær. Þverrandi leitaráhugi Breta á Íslandi sagður staðfesta graflvarlega stöðu í ferðamennskunni hér á landi. En hvað veldur? Viðmælandi kvöldfrétta sagði stjórnvöld þurfa að herða sig í markaðssetningu en aðrir hafa bent á að íslenskt verðlag gæti haft eitthvað með málið að gera, nýjasta eftirtektarverða dæmið má finna hér. Nú, eða samgöngumálin; ástralskur ferðamaður sem fann sig knúinn til að ganga út á Keflavíkurflugvöll rataði nýverið í heimsfréttirnar. Þeir ferðamenn sem fréttastofa ræddi við í dag voru þó jákvæðnin uppmáluð, allir hæstánægðir með náttúrufegurðina og viðmótsþýða heimamenn. Glenys Dyer Hughes og Harry Hughes, hjón frá Liverpool sem oft hafa komið til Íslands, báru jafnframt íslenskri salernismenningu sérstaklega vel söguna. „Þegar maður er nýkominn af skipinu og þarf nauðsynlega að komast á salernið er manni sjaldnast hleypt inn,“ sagði Glenys, sem einmitt var nýstigin niður úr skemmtiferðaskipi og naut útsýnisins yfir Tjörnina ásamt eiginmanninum. „Hér er manni hleypt inn,“ skaut Harry inn í. Glenys greip boltann á ný. „Og það er gott. Við vorum að koma út af snyrtingu og hún var mjög góð!“ Eins og aðrir ferðamenn sem fréttastofa ræddi við nefndu þau hjónin að Ísland væri ansi dýrt land, í það minnsta dýrara en heimalandið Bretland. „Þetta er nú ekki eins slæmt og í Noregi. Þar er ekki hægt að versla sökum dýrtíðar!“ sagði Glenys. Viðtöl við Glenys, Harry og ferðamennina Vito, Eugene, Shannon og Juliette úr kvöldfréttum Stöðvar 2 má horfa á í spilaranum hér fyrir ofan. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Ísland eyði ekki krónu í markaðssetningu til ferðamanna Daði Guðjónsson, forsöðumaður markaðssamskiptasviðs Íslandsstofu, segir alvarlega stöðu blasa við í ferðamannaiðnaðinum. Áhugi erlendra ferðamanna á Íslandi sem og bókanir dvína og samdráttur á þeim markaði gæti haft alvarlegar afleiðingar í för með sér. 18. júní 2024 21:01 Ísland að detta úr tísku Staðan í ferðamennskunni út árið er grafalvarleg að sögn sérfræðings í starfrænni markaðssetningu. Ísland er nánast að detta úr tísku hjá ferðamönnum um allan heim. 17. júní 2024 19:00 Tæpar 2500 krónur fyrir litla samloku á Geysi Meðlimur í Facebook-hópnum Vertu á verði - eftirlit með verðlagi vekur athygli á að samlokur á stærð við rúnstykki á matsölustaðnum við Geysi kosti tæpar 2500 krónur. Eigandi staðarins segir samlokurnar matarmiklar og nýsmurðar með áleggi beint frá býli. 18. júní 2024 14:35 Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Ísland er að detta úr tísku. Þetta kom fram í fréttum hér á Stöð 2 í gær. Þverrandi leitaráhugi Breta á Íslandi sagður staðfesta graflvarlega stöðu í ferðamennskunni hér á landi. En hvað veldur? Viðmælandi kvöldfrétta sagði stjórnvöld þurfa að herða sig í markaðssetningu en aðrir hafa bent á að íslenskt verðlag gæti haft eitthvað með málið að gera, nýjasta eftirtektarverða dæmið má finna hér. Nú, eða samgöngumálin; ástralskur ferðamaður sem fann sig knúinn til að ganga út á Keflavíkurflugvöll rataði nýverið í heimsfréttirnar. Þeir ferðamenn sem fréttastofa ræddi við í dag voru þó jákvæðnin uppmáluð, allir hæstánægðir með náttúrufegurðina og viðmótsþýða heimamenn. Glenys Dyer Hughes og Harry Hughes, hjón frá Liverpool sem oft hafa komið til Íslands, báru jafnframt íslenskri salernismenningu sérstaklega vel söguna. „Þegar maður er nýkominn af skipinu og þarf nauðsynlega að komast á salernið er manni sjaldnast hleypt inn,“ sagði Glenys, sem einmitt var nýstigin niður úr skemmtiferðaskipi og naut útsýnisins yfir Tjörnina ásamt eiginmanninum. „Hér er manni hleypt inn,“ skaut Harry inn í. Glenys greip boltann á ný. „Og það er gott. Við vorum að koma út af snyrtingu og hún var mjög góð!“ Eins og aðrir ferðamenn sem fréttastofa ræddi við nefndu þau hjónin að Ísland væri ansi dýrt land, í það minnsta dýrara en heimalandið Bretland. „Þetta er nú ekki eins slæmt og í Noregi. Þar er ekki hægt að versla sökum dýrtíðar!“ sagði Glenys. Viðtöl við Glenys, Harry og ferðamennina Vito, Eugene, Shannon og Juliette úr kvöldfréttum Stöðvar 2 má horfa á í spilaranum hér fyrir ofan.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Ísland eyði ekki krónu í markaðssetningu til ferðamanna Daði Guðjónsson, forsöðumaður markaðssamskiptasviðs Íslandsstofu, segir alvarlega stöðu blasa við í ferðamannaiðnaðinum. Áhugi erlendra ferðamanna á Íslandi sem og bókanir dvína og samdráttur á þeim markaði gæti haft alvarlegar afleiðingar í för með sér. 18. júní 2024 21:01 Ísland að detta úr tísku Staðan í ferðamennskunni út árið er grafalvarleg að sögn sérfræðings í starfrænni markaðssetningu. Ísland er nánast að detta úr tísku hjá ferðamönnum um allan heim. 17. júní 2024 19:00 Tæpar 2500 krónur fyrir litla samloku á Geysi Meðlimur í Facebook-hópnum Vertu á verði - eftirlit með verðlagi vekur athygli á að samlokur á stærð við rúnstykki á matsölustaðnum við Geysi kosti tæpar 2500 krónur. Eigandi staðarins segir samlokurnar matarmiklar og nýsmurðar með áleggi beint frá býli. 18. júní 2024 14:35 Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Ísland eyði ekki krónu í markaðssetningu til ferðamanna Daði Guðjónsson, forsöðumaður markaðssamskiptasviðs Íslandsstofu, segir alvarlega stöðu blasa við í ferðamannaiðnaðinum. Áhugi erlendra ferðamanna á Íslandi sem og bókanir dvína og samdráttur á þeim markaði gæti haft alvarlegar afleiðingar í för með sér. 18. júní 2024 21:01
Ísland að detta úr tísku Staðan í ferðamennskunni út árið er grafalvarleg að sögn sérfræðings í starfrænni markaðssetningu. Ísland er nánast að detta úr tísku hjá ferðamönnum um allan heim. 17. júní 2024 19:00
Tæpar 2500 krónur fyrir litla samloku á Geysi Meðlimur í Facebook-hópnum Vertu á verði - eftirlit með verðlagi vekur athygli á að samlokur á stærð við rúnstykki á matsölustaðnum við Geysi kosti tæpar 2500 krónur. Eigandi staðarins segir samlokurnar matarmiklar og nýsmurðar með áleggi beint frá býli. 18. júní 2024 14:35