Ómar Ingi: Snýst um að sækja þessa tilfinningu Þorsteinn Hjálmsson skrifar 18. júní 2024 22:00 Ómar Ingi Guðmundsson ræðir við Atla Hrafn Andrason. Vísir/Diego HK vann endurkomusigur gegn Fram á Lambhagavellinum í Bestu deild karla í fótbolta fyrr í kvöld. Lokatölur 1-2 þar sem Framarar leiddu í hálfleik. Framarar voru töluvert betri en HK í fyrri hálfleik og fóru verðskuldað með forystuna inn í hálfleikinn. Ómar Ingi Guðmundsson, þjálfari HK, vissi sem var að hans menn myndu ekki bjóða upp á sömu spilamennsku í seinni hálfleik. „Fyrri hálfleikurinn var mjög passífur, hann var samt allt í lagi varnarlega, fáum á okkur engin dauðafæri en fáum á okkur mark. Það leit þó ekkert út fyrir að við myndum spila eins í seinni eins og við spiluðum í fyrri.“ Arnar Freyr Ólafsson, markvörður HK, sagði í viðtali að hann og liðsfélagar sínir hafi fengið að heyra það í hálfleik. Ómar Ingi tók undir það þó það hafi ekki verið hátt að hans mati. „Þeir fengu ekki að heyra það hátt, ég er ekki vanur því, en þeir voru bara vinsamlegast beðnir um það að stíga út úr skelinni og koma með eitthvað óvænt og bara fara á þetta. Við höfðum engu að tapa eins og staðan var og allt að vinna. Þeir voru bara beðnir um það að brjótast aðeins út úr því sem við vorum búnir að gera, finna lausnir sjálfir, þora að keyra á þetta, stíga upp, spila hærra og taka dálítið stjórn á leiknum. Fullt hrós á þá hvernig þeir brugðust við og tóku stjórn, á sérstaklega fyrri hluta seinni hálfleiksins. Þetta var smá ströggl undir lokin, auðvitað mikið af hornum og löngum boltum inn fyrir eftir að við komumst yfir.“ Á 51. mínútu leiksins snéri Atli Hrafn Jónasson, framherji HK, aftur inn á völlinn eftir rúm mánaðarlöng meiðsli, en hann átti eftir að breyta leiknum. Ómar Ingi var sammála því, aðspurður hvort það hafi verið einnig hans tilfinning. „Já, hann gerði það. Hann heldur áfram að skila framlagi tengdum mörkum, hann leggur upp markið hjá Þorsteini, og bara gott að vera búnir að fá hann til baka. Það hentaði líka honum töluvert betur að spila seinni hálfleikinn heldur en fyrri. Boltinn var að drepast í loftinu og meiri möguleika á að lyfta honum í átt að honum. Hann gerði bara ótrúlega vel og vonandi er hann að verða full fær um að spila 90 mínútur sem fyrst.“ Aðspurður hvernig púlsinn hafi verið á lokamínútunum þegar Framarar reyndu allt hvað þeir gátu til að jafna leikinn, þá hafði Ómar Ingi þetta að segja. „Það fór um mann. Hornspyrnur hjá Fred eru bara eitthvað sem maður sér ekkert í deildinni. Það er bara sentímetra spursmál hvort hann sé að fara í markið hvert einasta skipti sem hann tekur horn, sérstaklega með vindinum. Við þurftum að verjast í lokinni í uppbótatíma og þeir gerðu það vel og sáu til þess að við færum með þrjú stig héðan.“ HK hafði ekki náð í stig síðan 12. maí fyrir leikinn í kvöld, en hvað gefur sigur sem þessi liðinu? „Þetta gefur okkur þessa gleðitilfinningu og ánægju sem var inn í klefa. Það er stutt í næsta leik, þannig að þetta ætti að vera í fersku minni. Þetta snýst um að sækja þessa tilfinningu að vinna leiki, það er ástæðan af hverju við erum í þessu. Það er ekkert skemmtilegra sama hvernig við gerum það, sama þótt við höfum legið í vörn í fyrri hálfleik, við náðum að vinna. Það verður ekkert spurt að því á morgun, þá vakna menn bara með bros á vör og byrja að undirbúa sig fyrir næsta leik,“ sagði Ómar Ingi að lokum. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla HK Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjá meira
Framarar voru töluvert betri en HK í fyrri hálfleik og fóru verðskuldað með forystuna inn í hálfleikinn. Ómar Ingi Guðmundsson, þjálfari HK, vissi sem var að hans menn myndu ekki bjóða upp á sömu spilamennsku í seinni hálfleik. „Fyrri hálfleikurinn var mjög passífur, hann var samt allt í lagi varnarlega, fáum á okkur engin dauðafæri en fáum á okkur mark. Það leit þó ekkert út fyrir að við myndum spila eins í seinni eins og við spiluðum í fyrri.“ Arnar Freyr Ólafsson, markvörður HK, sagði í viðtali að hann og liðsfélagar sínir hafi fengið að heyra það í hálfleik. Ómar Ingi tók undir það þó það hafi ekki verið hátt að hans mati. „Þeir fengu ekki að heyra það hátt, ég er ekki vanur því, en þeir voru bara vinsamlegast beðnir um það að stíga út úr skelinni og koma með eitthvað óvænt og bara fara á þetta. Við höfðum engu að tapa eins og staðan var og allt að vinna. Þeir voru bara beðnir um það að brjótast aðeins út úr því sem við vorum búnir að gera, finna lausnir sjálfir, þora að keyra á þetta, stíga upp, spila hærra og taka dálítið stjórn á leiknum. Fullt hrós á þá hvernig þeir brugðust við og tóku stjórn, á sérstaklega fyrri hluta seinni hálfleiksins. Þetta var smá ströggl undir lokin, auðvitað mikið af hornum og löngum boltum inn fyrir eftir að við komumst yfir.“ Á 51. mínútu leiksins snéri Atli Hrafn Jónasson, framherji HK, aftur inn á völlinn eftir rúm mánaðarlöng meiðsli, en hann átti eftir að breyta leiknum. Ómar Ingi var sammála því, aðspurður hvort það hafi verið einnig hans tilfinning. „Já, hann gerði það. Hann heldur áfram að skila framlagi tengdum mörkum, hann leggur upp markið hjá Þorsteini, og bara gott að vera búnir að fá hann til baka. Það hentaði líka honum töluvert betur að spila seinni hálfleikinn heldur en fyrri. Boltinn var að drepast í loftinu og meiri möguleika á að lyfta honum í átt að honum. Hann gerði bara ótrúlega vel og vonandi er hann að verða full fær um að spila 90 mínútur sem fyrst.“ Aðspurður hvernig púlsinn hafi verið á lokamínútunum þegar Framarar reyndu allt hvað þeir gátu til að jafna leikinn, þá hafði Ómar Ingi þetta að segja. „Það fór um mann. Hornspyrnur hjá Fred eru bara eitthvað sem maður sér ekkert í deildinni. Það er bara sentímetra spursmál hvort hann sé að fara í markið hvert einasta skipti sem hann tekur horn, sérstaklega með vindinum. Við þurftum að verjast í lokinni í uppbótatíma og þeir gerðu það vel og sáu til þess að við færum með þrjú stig héðan.“ HK hafði ekki náð í stig síðan 12. maí fyrir leikinn í kvöld, en hvað gefur sigur sem þessi liðinu? „Þetta gefur okkur þessa gleðitilfinningu og ánægju sem var inn í klefa. Það er stutt í næsta leik, þannig að þetta ætti að vera í fersku minni. Þetta snýst um að sækja þessa tilfinningu að vinna leiki, það er ástæðan af hverju við erum í þessu. Það er ekkert skemmtilegra sama hvernig við gerum það, sama þótt við höfum legið í vörn í fyrri hálfleik, við náðum að vinna. Það verður ekkert spurt að því á morgun, þá vakna menn bara með bros á vör og byrja að undirbúa sig fyrir næsta leik,“ sagði Ómar Ingi að lokum.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla HK Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjá meira