„Hvernig getur sama fólk snúist svona í skoðunum sínum?“ Jón Þór Stefánsson skrifar 16. júní 2024 20:30 Helga Vala Helgadóttir lögmaður og fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar. Vísir/Vilhelm Helga Vala Helgadóttir, lögmaður og fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar, segir flokkinn vera veikari án Þorbjargar Þorvaldsdóttur, bæjarfulltrúa í Garðabæ, sem tilkynnti fyrr í dag að hún væri hætt í Samfylkingunni. Það segir hún í færslu á Facebook þar sem hún beinir jafnframt spjótum sínum að Samfylkingunni. Í samtali við fréttastofu segist Helga Vala enn vera skráður félagi í Samfylkingunni, en að hún hafi áhyggjur af þróun mála hjá flokknum. „Mér finnst þetta bara mjög sorgleg þróun hjá flokknum. Ég hef mjög miklar áhyggjur,“ segir Helga Vala. Þorbjörg er oddviti Garðarbæjarlistans, sem er sameiginlegt framboð Samfylkingar, Vinstri grænna og Pírata í Garðarbæ. Hún segist ætla að halda áfram sem oddviti listans óháð. Það sem varð til þess að Þorbjörg ákvað að hætta í Samfylkingunni er áhersla flokksins í útlendingamálum, og þá sérstaklega að hann hafi setið hjá í atkvæðagreiðslu um útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra sem var samþykkt í síðustu viku. „Þetta er svo óendanlega ömurlegt bara, ég skil alls ekki neitt. Hvernig sér forysta Samfylkingarinnar fyrir sér að miðla málum í ríkisstjórn þegar öll grundvallarmálin eru fokin áður en í kosningarnar er komið?“ Hvernig getur flokkur sem fyrir örstuttu síðan stóð fyrir mannúð, jöfnuði og samkennd með fólki í viðkvæmri stöðu sleppt því að taka afstöðu í svona grundvallarmáli? Hvað munum við þá sjá þegar flokkurinn þarf raunverulega að fara í málamiðlanir?“ segir Helga Vala í færslu sinni sem er stútfull af spurningum. „Er forysta flokksins kannski bara með þessar skoðanir? Að útlendingastefna Mette Fredriksen, sú harðasta í norður- Evrópu, sem forystufólk flokksins gagnrýndi harkalega fyrir örstuttu síðan, sé kannski bara hin eina rétta stefna? Hvernig getur sama fólk snúist svona í skoðunum sínum?“ Jafnframt spyr hún hvað annað hafi breyst í heiminum en að stríð hafi byrjað í næsta nágrenni og fólk á flótta aldrei verið fleira. „Er stríðshrjáð fólk, sem leitar verndar á Íslandi í minni neyð en áður? Telur þingfólk sem sat hjá að réttlætanlegt sé að íþyngja Útlendingastofnun með tilhæfulausum umsóknum um endurnýjun dvalarleyfa þegar stríð geysar enn sem fyrr víða um heim svo málin safnast enn hraðar upp á borðum Útlendingastofnunar? Telur hjásetufólk að fólk sem fengið hefur vernd verði betri borgarar hér á landi með því að fá að bíða í áratug eftir börnum sínum og mökum og var það þess vegna sem það sat hjá í atkvæðagreiðslunni því það gat ekki tekið afstöðu gegn þeirri aðgerð og öllum hinum?“ Samfylkingin Alþingi Garðabær Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Sjá meira
Í samtali við fréttastofu segist Helga Vala enn vera skráður félagi í Samfylkingunni, en að hún hafi áhyggjur af þróun mála hjá flokknum. „Mér finnst þetta bara mjög sorgleg þróun hjá flokknum. Ég hef mjög miklar áhyggjur,“ segir Helga Vala. Þorbjörg er oddviti Garðarbæjarlistans, sem er sameiginlegt framboð Samfylkingar, Vinstri grænna og Pírata í Garðarbæ. Hún segist ætla að halda áfram sem oddviti listans óháð. Það sem varð til þess að Þorbjörg ákvað að hætta í Samfylkingunni er áhersla flokksins í útlendingamálum, og þá sérstaklega að hann hafi setið hjá í atkvæðagreiðslu um útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra sem var samþykkt í síðustu viku. „Þetta er svo óendanlega ömurlegt bara, ég skil alls ekki neitt. Hvernig sér forysta Samfylkingarinnar fyrir sér að miðla málum í ríkisstjórn þegar öll grundvallarmálin eru fokin áður en í kosningarnar er komið?“ Hvernig getur flokkur sem fyrir örstuttu síðan stóð fyrir mannúð, jöfnuði og samkennd með fólki í viðkvæmri stöðu sleppt því að taka afstöðu í svona grundvallarmáli? Hvað munum við þá sjá þegar flokkurinn þarf raunverulega að fara í málamiðlanir?“ segir Helga Vala í færslu sinni sem er stútfull af spurningum. „Er forysta flokksins kannski bara með þessar skoðanir? Að útlendingastefna Mette Fredriksen, sú harðasta í norður- Evrópu, sem forystufólk flokksins gagnrýndi harkalega fyrir örstuttu síðan, sé kannski bara hin eina rétta stefna? Hvernig getur sama fólk snúist svona í skoðunum sínum?“ Jafnframt spyr hún hvað annað hafi breyst í heiminum en að stríð hafi byrjað í næsta nágrenni og fólk á flótta aldrei verið fleira. „Er stríðshrjáð fólk, sem leitar verndar á Íslandi í minni neyð en áður? Telur þingfólk sem sat hjá að réttlætanlegt sé að íþyngja Útlendingastofnun með tilhæfulausum umsóknum um endurnýjun dvalarleyfa þegar stríð geysar enn sem fyrr víða um heim svo málin safnast enn hraðar upp á borðum Útlendingastofnunar? Telur hjásetufólk að fólk sem fengið hefur vernd verði betri borgarar hér á landi með því að fá að bíða í áratug eftir börnum sínum og mökum og var það þess vegna sem það sat hjá í atkvæðagreiðslunni því það gat ekki tekið afstöðu gegn þeirri aðgerð og öllum hinum?“
Samfylkingin Alþingi Garðabær Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Sjá meira