Þeir sem „brjóta alvarlega af sér“ verði sviptir dvalarleyfum Ólafur Björn Sverrisson skrifar 14. júní 2024 20:39 Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra. Vísir/Steingrímur Dúi Dómsmálaráðherra vill svipta þá flóttamenn sem „brjóta alvarlega af sér“ dvalarleyfum. Nýsamþykkt frumvarp segir hún stærstu breytingar á útlendingalögum til þessa. Útlendingafrumvarp Guðrúnar Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra var samþykkt á Alþingi í dag. 42 þingmenn greiddu atkvæði með frumvarpinu. Guðrún var til viðtals á Reykjavík síðdegis í dag og sagði frumvarpið mikil tíðindi. Nefnir hún sérstaklega afnám lagagreinar sem gerir það að verkum að íslenska ríkinu beri að taka til skoðunar umsóknir þeirra sem þegar hafa fengið vernd í öðru ríki. „Þetta er það sem við höfum kallað tilhæfulausar umsóknir. Ef lífi þínu er ógnað og þú færð vernd, þá þarftu ekki að fara til annars lands ef þú hefur fengið vernd í öðru ríki. Við höfum verið með þessa séríslensku reglu, sem er felld úr gildi.“ Í öðru lagi nefnir Guðrún takmarkanir á fjölskyldusameiningar. „Þannig að það er ekki hægt að sækja um hana fyrr en eftir tvö ár. Sömuleiðis erum við að fækka í kærunefnd útlendingamála úr sjö í nefndinni í þrjá. Allir þrír nefndarmenn eiga að vera í fullu starfi. Við bindum vonir við að mál verði afgreidd þar með meiri hraða en nú er.“ Markmiðið segir hún að fækka „tilhæfulausum umsóknum“, sem Guðrún telur hlaupa á hundruðum. Mikilvægt að kerfið sinni fólki í neyð „Við þurfum sömuleiðis að ná niður kostnaði í þessu kerfi. Svo er annað sem við þurfum að gera betur og er vandamál á öllu Schengen-svæðinu. Að þeir sem fá synjun um vernd í Schengen-ríki, þeim ber að yfirgefa svæðið. Þeir sem fá synjun eru þá í ólögmætri dvöl og við þurfum að tryggja öruggan og farsælan brottflutning þeirra út af svæðinu,“ segir Guðrún og bætir við því að stoðdeild ríkislögreglustjóra hafi verið styrkt í þessum tilgangi. Hún áréttar að hún vilji standa vörð um það verndarkerfi sem var komið á fót innan Sameinuðu þjóðanna árið 1951. Hún segir mikilvægt að kerfið sé til staðar fyrir þá sem séu í „raunverulegri þörf fyrir vernd,“ og nefndir dauða, pyndingar og ofsóknir. „Ég hef áhyggjur af því að hér á Íslandi séum við búin að vera með fordæmalausa fjölgun inn í verndarkerfið okkar. Við höfum til dæmis séð nokkur þúsund koma hingað frá Venesúela,“ segir Guðrún. Hún hafi skilning á því að fólk vilji leita að betra lífi og velferðarkerfi. Það fólk geti hins vegar ekki komið inn í gegnum verndarkerfið. Ekki að tala um stöðumælabrot Hún býst við fækkun umsókna núna. Kostnaður og málsmeðferðartími muni í kjölfarið batna. Lögin taka strax gildi. „Þetta er málaflokkur sem verður að vera mjög vakandi yfir. En ég vil líka ítreka það að við höfum verið með séríslenskar málsmeðferðarreglur og það getur aldrei gengið til lengdar.“ Guðrún minnist jafnframt á nýtt frumvarp, sem lagt verður fram á Alþingi í haust, þar sem lagt verður til að einstaklingar með dvalarleyfi missi leyfi sitt þegar þeir „brjóta alvarlega af sér,“ segir Guðrún en treystir sér ekki til þess að draga mörkin. „En við höfum séð dæmi um, hér í íslensku samfélagi, alvarleg ofbeldisbrot, hótanir, líkamsmeiðingar og svo framvegis. Ég er ekki að tala um stöðumælabrot. Þetta er eitthvað sem löndin í kringum okkur hafa verið að gera og ég vil leggja það til sömuleiðis.“ Flóttamenn Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Erlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Fleiri fréttir Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Sjá meira
Útlendingafrumvarp Guðrúnar Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra var samþykkt á Alþingi í dag. 42 þingmenn greiddu atkvæði með frumvarpinu. Guðrún var til viðtals á Reykjavík síðdegis í dag og sagði frumvarpið mikil tíðindi. Nefnir hún sérstaklega afnám lagagreinar sem gerir það að verkum að íslenska ríkinu beri að taka til skoðunar umsóknir þeirra sem þegar hafa fengið vernd í öðru ríki. „Þetta er það sem við höfum kallað tilhæfulausar umsóknir. Ef lífi þínu er ógnað og þú færð vernd, þá þarftu ekki að fara til annars lands ef þú hefur fengið vernd í öðru ríki. Við höfum verið með þessa séríslensku reglu, sem er felld úr gildi.“ Í öðru lagi nefnir Guðrún takmarkanir á fjölskyldusameiningar. „Þannig að það er ekki hægt að sækja um hana fyrr en eftir tvö ár. Sömuleiðis erum við að fækka í kærunefnd útlendingamála úr sjö í nefndinni í þrjá. Allir þrír nefndarmenn eiga að vera í fullu starfi. Við bindum vonir við að mál verði afgreidd þar með meiri hraða en nú er.“ Markmiðið segir hún að fækka „tilhæfulausum umsóknum“, sem Guðrún telur hlaupa á hundruðum. Mikilvægt að kerfið sinni fólki í neyð „Við þurfum sömuleiðis að ná niður kostnaði í þessu kerfi. Svo er annað sem við þurfum að gera betur og er vandamál á öllu Schengen-svæðinu. Að þeir sem fá synjun um vernd í Schengen-ríki, þeim ber að yfirgefa svæðið. Þeir sem fá synjun eru þá í ólögmætri dvöl og við þurfum að tryggja öruggan og farsælan brottflutning þeirra út af svæðinu,“ segir Guðrún og bætir við því að stoðdeild ríkislögreglustjóra hafi verið styrkt í þessum tilgangi. Hún áréttar að hún vilji standa vörð um það verndarkerfi sem var komið á fót innan Sameinuðu þjóðanna árið 1951. Hún segir mikilvægt að kerfið sé til staðar fyrir þá sem séu í „raunverulegri þörf fyrir vernd,“ og nefndir dauða, pyndingar og ofsóknir. „Ég hef áhyggjur af því að hér á Íslandi séum við búin að vera með fordæmalausa fjölgun inn í verndarkerfið okkar. Við höfum til dæmis séð nokkur þúsund koma hingað frá Venesúela,“ segir Guðrún. Hún hafi skilning á því að fólk vilji leita að betra lífi og velferðarkerfi. Það fólk geti hins vegar ekki komið inn í gegnum verndarkerfið. Ekki að tala um stöðumælabrot Hún býst við fækkun umsókna núna. Kostnaður og málsmeðferðartími muni í kjölfarið batna. Lögin taka strax gildi. „Þetta er málaflokkur sem verður að vera mjög vakandi yfir. En ég vil líka ítreka það að við höfum verið með séríslenskar málsmeðferðarreglur og það getur aldrei gengið til lengdar.“ Guðrún minnist jafnframt á nýtt frumvarp, sem lagt verður fram á Alþingi í haust, þar sem lagt verður til að einstaklingar með dvalarleyfi missi leyfi sitt þegar þeir „brjóta alvarlega af sér,“ segir Guðrún en treystir sér ekki til þess að draga mörkin. „En við höfum séð dæmi um, hér í íslensku samfélagi, alvarleg ofbeldisbrot, hótanir, líkamsmeiðingar og svo framvegis. Ég er ekki að tala um stöðumælabrot. Þetta er eitthvað sem löndin í kringum okkur hafa verið að gera og ég vil leggja það til sömuleiðis.“
Flóttamenn Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Erlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Fleiri fréttir Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Sjá meira