Íþróttafélög hafa sum selt áfengi í leyfisleysi Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 14. júní 2024 19:01 Íþróttafélögin selja mörg hver bjór í kringum leiki félaganna. Vísir/Vilhelm Íþróttafélögum sem selja áfengi á leikjum meistaraflokka sinna hefur fjölgað undanfarið. Dæmi eru um að sum þeirra hafi ekki tilskilin leyfi til þess. Framkvæmdastjóri Ungmennafélags Íslands er hugsi yfir aukinni áfengisneyslu í kringum íþróttaviðburði og kallar eftir samtali innan íþróttahreyfingarinnar um málið. Undanfarin misseri hafa hafa íþróttafélögin í auknu mæli tekið að selja áfengi í kringum leiki meistaraflokka sinna en á meðal áhorfenda eru oft fjölmörg börn sem æfa hjá félögunum. Samkvæmt heimildum fréttastofu eru dæmi um að nokkur þúsund lítra af bjór séu seldir á stærstu leikjunum. Þá eru áhorfendur oft með bjór í stúkunni. „Við sjáum miklar breytingar á framboði og aðgengi á síðastliðnum kannski tveimur til þremur árum. Þannig að við erum mjög hugsi yfir því. Þetta er heimavöllur barnanna okkar og við vitum það alveg að það hefur verið framboð og aðgengi á ákveðnum stöðum eða ákveðnum sölum fyrir jafnvel ákveðna hópa,“ segir Auður Inga Þorsteinsdóttir framkvæmdastjóri Ungmennafélags Íslands. Auður Inga Þorsteinsdóttir framkvæmdastjóri UMFÍ er hugsi yfir þeirri þróun sem átt hefur sér stað síðustu árin þegar kemur að áfengisneyslu í kringum íþróttaviðburði.Vísir/Arnar Þannig hafi áfengi í gegnum tíðina verið í boði í ákveðnum sölum félaganna en svæðið sem áfengis sé neytt hjá íþróttafélögunum hafi undanfarið stækkað. „Allavega sjáum við að það eru börn og ungmenni sem eru að umgangast áfengi á göngum íþróttamannvirkja.“ Samkvæmt upplýsingum frá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu geta íþróttafélögin sótt um tvenns konar leyfi til að geta selt áfengi. Annars vegar fast rekstrarleyfi sem felur í sér að selja má áfengi allan ársins hring með ákveðnum takmörkunum og hins vegar tækifærisleyfi þar sem sótt er um leyfi fyrir einstaka viðburði. Ekki eru öll íþróttafélögin sem hafa verið að selja áfengi með slík leyfi. Þá hafa fæst íþróttafélaganna útiveitingaleyfi sem nær yfir stúkuna. Auður segir mikilvægt að hafa forvarnargildi íþróttanna í huga þegar áfengisneysla í kringum íþróttaviðburði sé rædd. „Þetta er náttúrulega ekki samræmi við það sem við stöndum fyrir, holla lífshætti og félagsstarf. Þannig að við erum bara verulega hugsi og við óskum svo sem eftir því að það fari fram eitthvað samtal í hreyfingunni.“ Félögin sjálf hafi nefnt að þau séu með tvö markmið þegar kemur að áfengissölu á leikjum. „Það er annars vegar að bæta upplifun þeirra sem koma á leikina hjá sér og hins vegar er þetta óneitanlega tengt rekstri félaganna sem á mörgum sviðum er sótt að þessa dagana. Í þessari heildarmynd þarf að fara fram umræða um hvað er í fyrsta lagi löglegt og boðlegt og svo hins vegar það hvað félagið vill standa fyrir og hvernig hlutirnir eiga að vera.“ Áfengi og tóbak Íþróttir barna Mest lesið Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tólf látnir í hryðjuverkaárásinni í Ástralíu Erlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Fleiri fréttir Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Sjá meira
Undanfarin misseri hafa hafa íþróttafélögin í auknu mæli tekið að selja áfengi í kringum leiki meistaraflokka sinna en á meðal áhorfenda eru oft fjölmörg börn sem æfa hjá félögunum. Samkvæmt heimildum fréttastofu eru dæmi um að nokkur þúsund lítra af bjór séu seldir á stærstu leikjunum. Þá eru áhorfendur oft með bjór í stúkunni. „Við sjáum miklar breytingar á framboði og aðgengi á síðastliðnum kannski tveimur til þremur árum. Þannig að við erum mjög hugsi yfir því. Þetta er heimavöllur barnanna okkar og við vitum það alveg að það hefur verið framboð og aðgengi á ákveðnum stöðum eða ákveðnum sölum fyrir jafnvel ákveðna hópa,“ segir Auður Inga Þorsteinsdóttir framkvæmdastjóri Ungmennafélags Íslands. Auður Inga Þorsteinsdóttir framkvæmdastjóri UMFÍ er hugsi yfir þeirri þróun sem átt hefur sér stað síðustu árin þegar kemur að áfengisneyslu í kringum íþróttaviðburði.Vísir/Arnar Þannig hafi áfengi í gegnum tíðina verið í boði í ákveðnum sölum félaganna en svæðið sem áfengis sé neytt hjá íþróttafélögunum hafi undanfarið stækkað. „Allavega sjáum við að það eru börn og ungmenni sem eru að umgangast áfengi á göngum íþróttamannvirkja.“ Samkvæmt upplýsingum frá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu geta íþróttafélögin sótt um tvenns konar leyfi til að geta selt áfengi. Annars vegar fast rekstrarleyfi sem felur í sér að selja má áfengi allan ársins hring með ákveðnum takmörkunum og hins vegar tækifærisleyfi þar sem sótt er um leyfi fyrir einstaka viðburði. Ekki eru öll íþróttafélögin sem hafa verið að selja áfengi með slík leyfi. Þá hafa fæst íþróttafélaganna útiveitingaleyfi sem nær yfir stúkuna. Auður segir mikilvægt að hafa forvarnargildi íþróttanna í huga þegar áfengisneysla í kringum íþróttaviðburði sé rædd. „Þetta er náttúrulega ekki samræmi við það sem við stöndum fyrir, holla lífshætti og félagsstarf. Þannig að við erum bara verulega hugsi og við óskum svo sem eftir því að það fari fram eitthvað samtal í hreyfingunni.“ Félögin sjálf hafi nefnt að þau séu með tvö markmið þegar kemur að áfengissölu á leikjum. „Það er annars vegar að bæta upplifun þeirra sem koma á leikina hjá sér og hins vegar er þetta óneitanlega tengt rekstri félaganna sem á mörgum sviðum er sótt að þessa dagana. Í þessari heildarmynd þarf að fara fram umræða um hvað er í fyrsta lagi löglegt og boðlegt og svo hins vegar það hvað félagið vill standa fyrir og hvernig hlutirnir eiga að vera.“
Áfengi og tóbak Íþróttir barna Mest lesið Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tólf látnir í hryðjuverkaárásinni í Ástralíu Erlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Fleiri fréttir Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Sjá meira