Gerum betur Kristín B. Jónsdóttir skrifar 14. júní 2024 08:31 Á undanförnum árum, jafnvel áratugum hafa blikkað viðvörunarljós um stöðu drengja í íslenska menntakerfinu. Af og til hefur verið fjallað um þetta í fjölmiðlum og af fræðimönnum með tilheyrandi viðbrögðum almennings á kaffistofum. Mögulega kynnt uppfærsla á einhverri stefnu unnin af einhverju ráðuneytinu. En úr þessum uppfærðu stefnum spruttu máttlausar aðgerðir. Ég velti fyrir mér af hverju ekkert var gert þegar öll ljós blikkuðu. Var búið að setja upp viðvörunarljós og var verið að fylgjast með þeim? Þar til gerðum ráðuneytum og menntastofnunum ber að hanna þær gæðamælingar sem þarf til að fylgjast með stöðu nemenda í menntakerfinu.Stjórnvöld eiga líka að vera með viðbragsáætlanir við mælingum, það er eðlilegt í öllum fyrirtækjarekstri og ætti einnig að vera hjá hinu opinbera. Hvaða gæðamælingar hafa verið notaðar og hver er að fylgjast með þeim? Þegar mennta- og barnamálaráðherra var spurður af hverju við værum búin að koma okkur í þessa stöðu sagði hann að ef það væri eitt einfalt svar þá værum við búin að svara því. Þetta bendir til þess að lítið af mælingum hafi verið til og ekki til þess fallnar að skapa heildarsýn á stöðu kerfisins. Líklegt er að enn síður hafi hnitmiðaðar aðgerðir verið til heldur fremur þreifað í myrkri og vonað það besta. Það hefur verið tíðrætt um skort á gagnanotkun hjá hinu opinbera og virðist svo vera í þessu tilfelli. Við höfum hingað til ekki vitað hvaða gögnum skal safna og hvernig þau skulu notuð til að halda uppi þeim gæðum sem við setjum kröfur um. Ef gögnin hafa verið til þá er úrvinnslan ófullnægjandi. Segjum sem svo að við höfum hvorki haft gögn né getu til að lesa úr þeim. Er ekki alltaf ástæða til að bregðast strax við þegar við erum með vísbendingar um hratt hrakandi árangur og ástundun nemenda? Í Bandaríkjunum hefur þingið brugðist við með örvæntingu vegna þess að skráningarhlutfall drengja í háskóla er eins og var á Íslandi árið 1999! Það væri sigur fyrir Ísland að ná 1999 skráningarhlutfalli en í BNA er það hlutfall tilefni til örvæntingar. Mér er það einnig óskiljanlegt af hverju við upplýsum ekki skólana um PISA niðurstöður þeirra. Aftur er ekki verið að nýta gögn. Hvernig eigum við að læra af þeim sem gera vel? Af hverju þessi meðvirkni, hvar er metnaðurinn? Nú horfum við fram á veginn með von í brjósti um að hífa okkur sem fyrst upp úr þessum dimma dal og setja okkur mælanleg markmið. En það er sárt að hugsa til þess að við séum búin að svipta fjölda drengja grundvallar tækifærum í lífinu. Höfundur er framkvæmdastjóri Velferðarsjóðs barna og á þrjár dætur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Mest lesið Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson Skoðun Skoðun Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Sjá meira
Á undanförnum árum, jafnvel áratugum hafa blikkað viðvörunarljós um stöðu drengja í íslenska menntakerfinu. Af og til hefur verið fjallað um þetta í fjölmiðlum og af fræðimönnum með tilheyrandi viðbrögðum almennings á kaffistofum. Mögulega kynnt uppfærsla á einhverri stefnu unnin af einhverju ráðuneytinu. En úr þessum uppfærðu stefnum spruttu máttlausar aðgerðir. Ég velti fyrir mér af hverju ekkert var gert þegar öll ljós blikkuðu. Var búið að setja upp viðvörunarljós og var verið að fylgjast með þeim? Þar til gerðum ráðuneytum og menntastofnunum ber að hanna þær gæðamælingar sem þarf til að fylgjast með stöðu nemenda í menntakerfinu.Stjórnvöld eiga líka að vera með viðbragsáætlanir við mælingum, það er eðlilegt í öllum fyrirtækjarekstri og ætti einnig að vera hjá hinu opinbera. Hvaða gæðamælingar hafa verið notaðar og hver er að fylgjast með þeim? Þegar mennta- og barnamálaráðherra var spurður af hverju við værum búin að koma okkur í þessa stöðu sagði hann að ef það væri eitt einfalt svar þá værum við búin að svara því. Þetta bendir til þess að lítið af mælingum hafi verið til og ekki til þess fallnar að skapa heildarsýn á stöðu kerfisins. Líklegt er að enn síður hafi hnitmiðaðar aðgerðir verið til heldur fremur þreifað í myrkri og vonað það besta. Það hefur verið tíðrætt um skort á gagnanotkun hjá hinu opinbera og virðist svo vera í þessu tilfelli. Við höfum hingað til ekki vitað hvaða gögnum skal safna og hvernig þau skulu notuð til að halda uppi þeim gæðum sem við setjum kröfur um. Ef gögnin hafa verið til þá er úrvinnslan ófullnægjandi. Segjum sem svo að við höfum hvorki haft gögn né getu til að lesa úr þeim. Er ekki alltaf ástæða til að bregðast strax við þegar við erum með vísbendingar um hratt hrakandi árangur og ástundun nemenda? Í Bandaríkjunum hefur þingið brugðist við með örvæntingu vegna þess að skráningarhlutfall drengja í háskóla er eins og var á Íslandi árið 1999! Það væri sigur fyrir Ísland að ná 1999 skráningarhlutfalli en í BNA er það hlutfall tilefni til örvæntingar. Mér er það einnig óskiljanlegt af hverju við upplýsum ekki skólana um PISA niðurstöður þeirra. Aftur er ekki verið að nýta gögn. Hvernig eigum við að læra af þeim sem gera vel? Af hverju þessi meðvirkni, hvar er metnaðurinn? Nú horfum við fram á veginn með von í brjósti um að hífa okkur sem fyrst upp úr þessum dimma dal og setja okkur mælanleg markmið. En það er sárt að hugsa til þess að við séum búin að svipta fjölda drengja grundvallar tækifærum í lífinu. Höfundur er framkvæmdastjóri Velferðarsjóðs barna og á þrjár dætur.
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar