Teknóhátíð á Radar alla helgina Lovísa Arnardóttir skrifar 14. júní 2024 08:00 Dubfire spilar á lokakvöldi hátíðarinnar, sunnudag. Aðsend Tónlistarmaðurinn og plötusnúðurinn Dubfire spilar á tónlistarhátíðinni Libertyfest á klúbbnum Radar um helgina. Hátíðin er haldin í annað sinn um helgina og stendur frá föstudegi til sunnudags. Skipuleggjendur stefna á að halda hana árlega héðan í frá. „Það er mikil eftirvænting fyrir endurkomu Dubfire,“ segir Sam Wise, einn eigenda Radar. „Hann hefur þegar tryllt íslenska áhorfendur tvisvar áður. Þegar hann spilaði í hinum alræmda NASA sal árið 2004 undir nafninu Deep Dish og aftur árið 2007 sem Dubfire. Hann ætlar að kveikja í dansgólfinu enn á ný á Radar þann 16. júní.“ Sam segir Dubfire þekktan fyrir nýstárlega danstónlist og kraftmikla sviðsframkomu. Hann sé afar spenntur að koma aftur til landsins. „Ekki missa af þessu einstaka tækifæri og tryggðu þér miða á Libertyfest,“ segir Sam og að á hátíðinni komi saman rjóminn af íslenskum raftónlistarfólki. Libertyfest var fyrst haldið árið 2022 á skemmtistaðnum Húrra. Radar er nú rekinn í sama húsnæði en Húrra var lokað síðasta sumar. Sam segir að þegar hátíðin hófst hafi hugmyndin verið að hópa saman íslenskum raftónlistarmönnum í tilefni af 17. júní, þjóðhátíðardegi Íslendinga. Fjölmargir tónlistamenn koma fram á hátíðinni. „Þá fögnuðum við alla helgina með einungis raf- og danstónlist, og með einn erlendan aðila sem var franski techno kappinn UFO95. Þetta er í annað sinn sem við höldum Libertyfest en héðan í frá verður hátíðin haldin árlega. Raftónlistarsenan er að vakna aftur til lífsins og það er til nóg af hæfileikaríku tónlistarfólki.“ Sam segir að þau hafi reynt eftir fremsta megni að halda miðaverðinu í lágmarki. Miði á föstudag kostar 1.500, laugardag 2.000 krónur, sunnudag 3.900 og helgarpassi kostar 4.990 krónur. „Þrátt fyrir að fá eina frægustu teknó stjörnu heims á viðburðinn. Svo að flestir komist að halda uppá stofndag lýðveldis Íslendinga.“ Aðrir sem koma fram á hátíðinni eru Manic State, Ghozt, MAR!A, Isfjord, Oculus, Eyvi, Elísabet, MSKR, Dubfire, Yagya, LaFontaine b2b Samwise og 2Peace b2b Útiköttur Hægt er að kynna sér nánar dagskrá hér og kaupa miða hér. Tónlist Næturlíf Menning Reykjavík Tengdar fréttir Lofar heljarinnar partý með Ryan James Ford Tónlistarmaðurinn og plötusnúðurinn Ryan James Ford kemur fram í fyrsta skipti á Íslandi á næturklúbbnum Radar 4. maí næstkomandi. Ford er fyrsti erlendi tónlistarmaðurinn sem kemur fram á mánaðarlegu klúbbakvöldunum UNME. 11. apríl 2024 13:11 Plötusnúðurinn Friction á leið til Íslands Tónlistarmaðurinn og plötusnúðurinn Ed Keeley sem er betur þekktur sem Friction kemur fram á Radar föstudaginn 10. maí. Hann þeytir skífum á vegum plötusnúðahópsins Hausa. 9. apríl 2024 08:00 Einn stærsti teknó plötusnúður heims spilar á Radar Rússneski teknó-plötusnúðurinn Nina Kraviz spilar á skemmtistaðnum Radar næstu helgi. Ekki er um að ræða fyrstu heimsókn Ninu til Íslands því áður hefur hún spilað á tónlistarhátíðinni Sónar og á skemmtistaðnum Paloma auk annarra viðburða. 14. febrúar 2024 13:31 Mest lesið Tvö ár í stofufangelsi Lífið Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Lífið Valdi fallegasta karlmanninn Lífið Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Knútur vann graskerskeppni FM957 og Fjarðarkaupa Lífið samstarf Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Elskar að bera klúta Lífið Fleiri fréttir Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sjá meira
„Það er mikil eftirvænting fyrir endurkomu Dubfire,“ segir Sam Wise, einn eigenda Radar. „Hann hefur þegar tryllt íslenska áhorfendur tvisvar áður. Þegar hann spilaði í hinum alræmda NASA sal árið 2004 undir nafninu Deep Dish og aftur árið 2007 sem Dubfire. Hann ætlar að kveikja í dansgólfinu enn á ný á Radar þann 16. júní.“ Sam segir Dubfire þekktan fyrir nýstárlega danstónlist og kraftmikla sviðsframkomu. Hann sé afar spenntur að koma aftur til landsins. „Ekki missa af þessu einstaka tækifæri og tryggðu þér miða á Libertyfest,“ segir Sam og að á hátíðinni komi saman rjóminn af íslenskum raftónlistarfólki. Libertyfest var fyrst haldið árið 2022 á skemmtistaðnum Húrra. Radar er nú rekinn í sama húsnæði en Húrra var lokað síðasta sumar. Sam segir að þegar hátíðin hófst hafi hugmyndin verið að hópa saman íslenskum raftónlistarmönnum í tilefni af 17. júní, þjóðhátíðardegi Íslendinga. Fjölmargir tónlistamenn koma fram á hátíðinni. „Þá fögnuðum við alla helgina með einungis raf- og danstónlist, og með einn erlendan aðila sem var franski techno kappinn UFO95. Þetta er í annað sinn sem við höldum Libertyfest en héðan í frá verður hátíðin haldin árlega. Raftónlistarsenan er að vakna aftur til lífsins og það er til nóg af hæfileikaríku tónlistarfólki.“ Sam segir að þau hafi reynt eftir fremsta megni að halda miðaverðinu í lágmarki. Miði á föstudag kostar 1.500, laugardag 2.000 krónur, sunnudag 3.900 og helgarpassi kostar 4.990 krónur. „Þrátt fyrir að fá eina frægustu teknó stjörnu heims á viðburðinn. Svo að flestir komist að halda uppá stofndag lýðveldis Íslendinga.“ Aðrir sem koma fram á hátíðinni eru Manic State, Ghozt, MAR!A, Isfjord, Oculus, Eyvi, Elísabet, MSKR, Dubfire, Yagya, LaFontaine b2b Samwise og 2Peace b2b Útiköttur Hægt er að kynna sér nánar dagskrá hér og kaupa miða hér.
Tónlist Næturlíf Menning Reykjavík Tengdar fréttir Lofar heljarinnar partý með Ryan James Ford Tónlistarmaðurinn og plötusnúðurinn Ryan James Ford kemur fram í fyrsta skipti á Íslandi á næturklúbbnum Radar 4. maí næstkomandi. Ford er fyrsti erlendi tónlistarmaðurinn sem kemur fram á mánaðarlegu klúbbakvöldunum UNME. 11. apríl 2024 13:11 Plötusnúðurinn Friction á leið til Íslands Tónlistarmaðurinn og plötusnúðurinn Ed Keeley sem er betur þekktur sem Friction kemur fram á Radar föstudaginn 10. maí. Hann þeytir skífum á vegum plötusnúðahópsins Hausa. 9. apríl 2024 08:00 Einn stærsti teknó plötusnúður heims spilar á Radar Rússneski teknó-plötusnúðurinn Nina Kraviz spilar á skemmtistaðnum Radar næstu helgi. Ekki er um að ræða fyrstu heimsókn Ninu til Íslands því áður hefur hún spilað á tónlistarhátíðinni Sónar og á skemmtistaðnum Paloma auk annarra viðburða. 14. febrúar 2024 13:31 Mest lesið Tvö ár í stofufangelsi Lífið Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Lífið Valdi fallegasta karlmanninn Lífið Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Knútur vann graskerskeppni FM957 og Fjarðarkaupa Lífið samstarf Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Elskar að bera klúta Lífið Fleiri fréttir Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sjá meira
Lofar heljarinnar partý með Ryan James Ford Tónlistarmaðurinn og plötusnúðurinn Ryan James Ford kemur fram í fyrsta skipti á Íslandi á næturklúbbnum Radar 4. maí næstkomandi. Ford er fyrsti erlendi tónlistarmaðurinn sem kemur fram á mánaðarlegu klúbbakvöldunum UNME. 11. apríl 2024 13:11
Plötusnúðurinn Friction á leið til Íslands Tónlistarmaðurinn og plötusnúðurinn Ed Keeley sem er betur þekktur sem Friction kemur fram á Radar föstudaginn 10. maí. Hann þeytir skífum á vegum plötusnúðahópsins Hausa. 9. apríl 2024 08:00
Einn stærsti teknó plötusnúður heims spilar á Radar Rússneski teknó-plötusnúðurinn Nina Kraviz spilar á skemmtistaðnum Radar næstu helgi. Ekki er um að ræða fyrstu heimsókn Ninu til Íslands því áður hefur hún spilað á tónlistarhátíðinni Sónar og á skemmtistaðnum Paloma auk annarra viðburða. 14. febrúar 2024 13:31