Harma banaslysið og hafa uppfært verkferla Tómas Arnar Þorláksson skrifar 15. júní 2024 09:30 Mynd frá vettvangi við Reykjanesvirkjun árið 2017. Vísir/GVA Breytingar voru gerðar á verkferlum HS Orku strax í kjölfar slyssins árið 2017 sem varð Adam Osowski, 43 ára frá Póllandi, að bana eftir að gas úr borholu Reykjanesvirkjunar, sem er í eigu HS Orku, komst upp í gegnum vatnslagnir vegna yfirþrýstings. Þetta staðfestir Birna Lárusdóttir, upplýsingafulltrúi HS Orku, í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis. Í svarinu segir að nýja verklagið sé öruggara og að sambærilegt verklag sé viðhaft við jarðvarmavinnslu hér á landi. Osowski var starfsmaður fiskverkunarfyrirtækisins Háteigs og gisti í gömlu mötuneyti skammt frá virkjuninni þegar að slysið varð. Koma í veg fyrir að atvikið endurtaki sig „Breytingar voru gerðar á verkferlum fyrirtækisins strax í kjölfar slyssins. Meginbreytingin fólst í því að við niðurdælingu á köldu vatni skal í öllum tilvikum vera ker á milli vatnsveitu og niðurdælingar þannig að tryggt sé að gas geti ekki borist frá holu í vatnsveitulagnir,“ segir í svarinu. HS Orka harmar að banaslysið hafi orðið og segir að verkferlar fyrirtækisins hafi verið endurbættir gagngert til að koma í veg fyrir að slíkur atburður endurtaki sig. Gerðu samkomulag við aðstandendur Spurð hvort að HS Orka beri ábyrgð á banaslysinu á grunni vanrækslu og gáleysis segir Birna að lögreglurannsókn hafi farið fram og málið látið niður falla. „Líkt og fram kemur í skýrslu Vinnueftirlitsins frá þessum tíma varð röð atvika til þess að skapa þær aðstæður sem leiddu til slyssins,“ segir í svarinu en tryggingafélag fyrirtækisins gerði samkomulag við aðstandendur Osowski um bætur. Ekkert gert áður en það var of seint Eins og greint var frá sagði Jóhannes Helgason, fyrrum rannsakandi Vinnueftirlitsins, í samtali við Vísi að banaslysið hefði ekki þurft að eiga sér stað og að auðveldlega hefði verið hægt að koma í veg fyrir það. Sambærilegt atvik átti sér stað árið 2013 með sömu borholu en þá virðist sem ekkert hafi verið gert þó að atvikið hafi verið skráð í dagbók fyrirtækisins og kallað eftir betri umgengni um borholuna. Spurð hvers vegna ekkert var aðhafst eftir upprunalega atvikið 2013 segir Birna í skriflegu svari sínu að svo virðist sem eitthvað hafi ollið því að ekki var brugðist við ábendingunni með fullnægjandi hætti á sínum tíma. Eftirlitsaðilar voru upplýstir um það. Spurð hvort eitthvað hafi verið gert í kjölfar atviksins árið 2013 segir Birna: „Ríflega áratugur er liðinn og ekki liggja fyrir haldbærar upplýsingar um til hvaða aðgerða var gripið á sínum tíma.“ Draga lærdóm frá slysinu Í svarinu kemur fram að HS Orka dragi lærdóm frá banaslysinu og að öryggismál séu í forgrunni hjá fyrirtækinu. „HS Orka harmar hið sviplega banaslys. Fyrirtækið telur það óásættanlegt að einstaklingar verði fyrir skaða vegna starfsemi eða framkvæmda fyrirtækisins. Allt kapp er því lagt á að tryggja öryggi starfsfólks, verktaka og annarra sem tengjast starfsemi fyrirtækisins. Öryggismál eiga alltaf að vera í forgrunni og því mikilvægt að dreginn sé lærdómur af atburðum sem þessum. Metnaður okkar stendur til þess að vinna ávallt eftir bestu mögulegu öryggisviðmiðum sem þekkjast. Lögreglumál Jarðhiti Reykjanesbær Vinnuslys Tengdar fréttir Röð atvika leiddi til banaslyssins í húsnæði Háteigs Rannsókn HS Orku og Vinnueftirlitsins á banaslysinu í húsnæði Háteigs á Reykjanesi í febrúar 2017 er nú lokið. 4. október 2018 20:02 Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Fleiri fréttir Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Sjá meira
Þetta staðfestir Birna Lárusdóttir, upplýsingafulltrúi HS Orku, í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis. Í svarinu segir að nýja verklagið sé öruggara og að sambærilegt verklag sé viðhaft við jarðvarmavinnslu hér á landi. Osowski var starfsmaður fiskverkunarfyrirtækisins Háteigs og gisti í gömlu mötuneyti skammt frá virkjuninni þegar að slysið varð. Koma í veg fyrir að atvikið endurtaki sig „Breytingar voru gerðar á verkferlum fyrirtækisins strax í kjölfar slyssins. Meginbreytingin fólst í því að við niðurdælingu á köldu vatni skal í öllum tilvikum vera ker á milli vatnsveitu og niðurdælingar þannig að tryggt sé að gas geti ekki borist frá holu í vatnsveitulagnir,“ segir í svarinu. HS Orka harmar að banaslysið hafi orðið og segir að verkferlar fyrirtækisins hafi verið endurbættir gagngert til að koma í veg fyrir að slíkur atburður endurtaki sig. Gerðu samkomulag við aðstandendur Spurð hvort að HS Orka beri ábyrgð á banaslysinu á grunni vanrækslu og gáleysis segir Birna að lögreglurannsókn hafi farið fram og málið látið niður falla. „Líkt og fram kemur í skýrslu Vinnueftirlitsins frá þessum tíma varð röð atvika til þess að skapa þær aðstæður sem leiddu til slyssins,“ segir í svarinu en tryggingafélag fyrirtækisins gerði samkomulag við aðstandendur Osowski um bætur. Ekkert gert áður en það var of seint Eins og greint var frá sagði Jóhannes Helgason, fyrrum rannsakandi Vinnueftirlitsins, í samtali við Vísi að banaslysið hefði ekki þurft að eiga sér stað og að auðveldlega hefði verið hægt að koma í veg fyrir það. Sambærilegt atvik átti sér stað árið 2013 með sömu borholu en þá virðist sem ekkert hafi verið gert þó að atvikið hafi verið skráð í dagbók fyrirtækisins og kallað eftir betri umgengni um borholuna. Spurð hvers vegna ekkert var aðhafst eftir upprunalega atvikið 2013 segir Birna í skriflegu svari sínu að svo virðist sem eitthvað hafi ollið því að ekki var brugðist við ábendingunni með fullnægjandi hætti á sínum tíma. Eftirlitsaðilar voru upplýstir um það. Spurð hvort eitthvað hafi verið gert í kjölfar atviksins árið 2013 segir Birna: „Ríflega áratugur er liðinn og ekki liggja fyrir haldbærar upplýsingar um til hvaða aðgerða var gripið á sínum tíma.“ Draga lærdóm frá slysinu Í svarinu kemur fram að HS Orka dragi lærdóm frá banaslysinu og að öryggismál séu í forgrunni hjá fyrirtækinu. „HS Orka harmar hið sviplega banaslys. Fyrirtækið telur það óásættanlegt að einstaklingar verði fyrir skaða vegna starfsemi eða framkvæmda fyrirtækisins. Allt kapp er því lagt á að tryggja öryggi starfsfólks, verktaka og annarra sem tengjast starfsemi fyrirtækisins. Öryggismál eiga alltaf að vera í forgrunni og því mikilvægt að dreginn sé lærdómur af atburðum sem þessum. Metnaður okkar stendur til þess að vinna ávallt eftir bestu mögulegu öryggisviðmiðum sem þekkjast.
Lögreglumál Jarðhiti Reykjanesbær Vinnuslys Tengdar fréttir Röð atvika leiddi til banaslyssins í húsnæði Háteigs Rannsókn HS Orku og Vinnueftirlitsins á banaslysinu í húsnæði Háteigs á Reykjanesi í febrúar 2017 er nú lokið. 4. október 2018 20:02 Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Fleiri fréttir Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Sjá meira
Röð atvika leiddi til banaslyssins í húsnæði Háteigs Rannsókn HS Orku og Vinnueftirlitsins á banaslysinu í húsnæði Háteigs á Reykjanesi í febrúar 2017 er nú lokið. 4. október 2018 20:02