Ræddu við 26 einstaklinga varðandi vændi og mansal Tómas Arnar Þorláksson skrifar 13. júní 2024 15:00 Lögreglan fór á sautján staði á höfuðborgarsvæðinu og ræddi þar samtals við 26 einstaklinga. Vilhelm/Getty „Við förum annað slagið og höfum samband við þá einstaklinga, sem eru langmest konur, sem auglýsa vændi. Það er í þeim tilgangi að kanna hvort að þær séu í einhvers konar þvingun eða hvort það sé einhver grunur um mansal.“ Þetta segir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við Vísi inntur eftir frekari upplýsingar um umfangsmikla vændisrannsókn sem fór fram víðs vegar um höfuðborgarsvæðið í síðustu viku. 17 staðir og 26 einstaklingar Hann tekur fram að lögreglan hafi farið á sautján staði og rætt þar samtals við 26 einstaklinga. Lögreglan handtók hins vegar engan vegna málsins. „Það var reyndar í þessu tilviki engin sem gaf það upp að vera fórnarlamb mansals eða þáði neina aðstoð hvað það varðar.“ Gerðu ekki mál úr auglýsingunum Grímur bendir á að það sé ekki ólöglegt að selja vændi af fúsum og frjálsum vilja þó að það sé ekki í sjálfu sér löglegt heldur. Samkvæmt íslenskum lögum er ólöglegt að kaupa vændi, hafa milligöngu um vændi og auglýsa vændi. Grímur tekur fram að lögreglan hafi rætt við einstaklinga sem höfðu verið að auglýsa vændi. Spurður hvort að lögreglan hafi yfirheyrt einhvern vegna þessa svarar Grímur því neitandi. „Nei við höfum aldrei verið á þeirri hlið að skoða ólögmæti í tengslum við sölu á vændi. Okkar sýn á þetta er sú að það er ólíklegt að einhver sé af fúsum og frjálsum vilja í vændissölu. Það að beina sjónum okkar að ólögmæti einhvers hluta vændissölunar hefur ekki verið í okkar framkvæmd,“ segir Grímur og ítrekar að mikilvægast sé að koma þeim sem stunda vændi til hjálpar og sporna gegn mansali. Lögreglumál Vændi Mansal Tengdar fréttir Lögregluaðgerðir á nokkrum stöðum í tengslum við vændisrannsókn Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu réðist í aðgerðir á nokkrum stöðum á höfuðborgarsvæðinu í síðustu viku í tengslum við vændisrannsókn. Höfð voru afskipti af og rætt við nokkurn fjölda einstaklinga sem tengjast auglýsingum fyrir vændi. 9. júní 2024 19:04 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í gæsluvarðhaldi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Sjá meira
Þetta segir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við Vísi inntur eftir frekari upplýsingar um umfangsmikla vændisrannsókn sem fór fram víðs vegar um höfuðborgarsvæðið í síðustu viku. 17 staðir og 26 einstaklingar Hann tekur fram að lögreglan hafi farið á sautján staði og rætt þar samtals við 26 einstaklinga. Lögreglan handtók hins vegar engan vegna málsins. „Það var reyndar í þessu tilviki engin sem gaf það upp að vera fórnarlamb mansals eða þáði neina aðstoð hvað það varðar.“ Gerðu ekki mál úr auglýsingunum Grímur bendir á að það sé ekki ólöglegt að selja vændi af fúsum og frjálsum vilja þó að það sé ekki í sjálfu sér löglegt heldur. Samkvæmt íslenskum lögum er ólöglegt að kaupa vændi, hafa milligöngu um vændi og auglýsa vændi. Grímur tekur fram að lögreglan hafi rætt við einstaklinga sem höfðu verið að auglýsa vændi. Spurður hvort að lögreglan hafi yfirheyrt einhvern vegna þessa svarar Grímur því neitandi. „Nei við höfum aldrei verið á þeirri hlið að skoða ólögmæti í tengslum við sölu á vændi. Okkar sýn á þetta er sú að það er ólíklegt að einhver sé af fúsum og frjálsum vilja í vændissölu. Það að beina sjónum okkar að ólögmæti einhvers hluta vændissölunar hefur ekki verið í okkar framkvæmd,“ segir Grímur og ítrekar að mikilvægast sé að koma þeim sem stunda vændi til hjálpar og sporna gegn mansali.
Lögreglumál Vændi Mansal Tengdar fréttir Lögregluaðgerðir á nokkrum stöðum í tengslum við vændisrannsókn Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu réðist í aðgerðir á nokkrum stöðum á höfuðborgarsvæðinu í síðustu viku í tengslum við vændisrannsókn. Höfð voru afskipti af og rætt við nokkurn fjölda einstaklinga sem tengjast auglýsingum fyrir vændi. 9. júní 2024 19:04 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í gæsluvarðhaldi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Sjá meira
Lögregluaðgerðir á nokkrum stöðum í tengslum við vændisrannsókn Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu réðist í aðgerðir á nokkrum stöðum á höfuðborgarsvæðinu í síðustu viku í tengslum við vændisrannsókn. Höfð voru afskipti af og rætt við nokkurn fjölda einstaklinga sem tengjast auglýsingum fyrir vændi. 9. júní 2024 19:04