Ræddu við 26 einstaklinga varðandi vændi og mansal Tómas Arnar Þorláksson skrifar 13. júní 2024 15:00 Lögreglan fór á sautján staði á höfuðborgarsvæðinu og ræddi þar samtals við 26 einstaklinga. Vilhelm/Getty „Við förum annað slagið og höfum samband við þá einstaklinga, sem eru langmest konur, sem auglýsa vændi. Það er í þeim tilgangi að kanna hvort að þær séu í einhvers konar þvingun eða hvort það sé einhver grunur um mansal.“ Þetta segir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við Vísi inntur eftir frekari upplýsingar um umfangsmikla vændisrannsókn sem fór fram víðs vegar um höfuðborgarsvæðið í síðustu viku. 17 staðir og 26 einstaklingar Hann tekur fram að lögreglan hafi farið á sautján staði og rætt þar samtals við 26 einstaklinga. Lögreglan handtók hins vegar engan vegna málsins. „Það var reyndar í þessu tilviki engin sem gaf það upp að vera fórnarlamb mansals eða þáði neina aðstoð hvað það varðar.“ Gerðu ekki mál úr auglýsingunum Grímur bendir á að það sé ekki ólöglegt að selja vændi af fúsum og frjálsum vilja þó að það sé ekki í sjálfu sér löglegt heldur. Samkvæmt íslenskum lögum er ólöglegt að kaupa vændi, hafa milligöngu um vændi og auglýsa vændi. Grímur tekur fram að lögreglan hafi rætt við einstaklinga sem höfðu verið að auglýsa vændi. Spurður hvort að lögreglan hafi yfirheyrt einhvern vegna þessa svarar Grímur því neitandi. „Nei við höfum aldrei verið á þeirri hlið að skoða ólögmæti í tengslum við sölu á vændi. Okkar sýn á þetta er sú að það er ólíklegt að einhver sé af fúsum og frjálsum vilja í vændissölu. Það að beina sjónum okkar að ólögmæti einhvers hluta vændissölunar hefur ekki verið í okkar framkvæmd,“ segir Grímur og ítrekar að mikilvægast sé að koma þeim sem stunda vændi til hjálpar og sporna gegn mansali. Lögreglumál Vændi Mansal Tengdar fréttir Lögregluaðgerðir á nokkrum stöðum í tengslum við vændisrannsókn Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu réðist í aðgerðir á nokkrum stöðum á höfuðborgarsvæðinu í síðustu viku í tengslum við vændisrannsókn. Höfð voru afskipti af og rætt við nokkurn fjölda einstaklinga sem tengjast auglýsingum fyrir vændi. 9. júní 2024 19:04 Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent „Við vitum að áföllin munu koma“ Innlent Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Innlent Fleiri fréttir „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Sjá meira
Þetta segir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við Vísi inntur eftir frekari upplýsingar um umfangsmikla vændisrannsókn sem fór fram víðs vegar um höfuðborgarsvæðið í síðustu viku. 17 staðir og 26 einstaklingar Hann tekur fram að lögreglan hafi farið á sautján staði og rætt þar samtals við 26 einstaklinga. Lögreglan handtók hins vegar engan vegna málsins. „Það var reyndar í þessu tilviki engin sem gaf það upp að vera fórnarlamb mansals eða þáði neina aðstoð hvað það varðar.“ Gerðu ekki mál úr auglýsingunum Grímur bendir á að það sé ekki ólöglegt að selja vændi af fúsum og frjálsum vilja þó að það sé ekki í sjálfu sér löglegt heldur. Samkvæmt íslenskum lögum er ólöglegt að kaupa vændi, hafa milligöngu um vændi og auglýsa vændi. Grímur tekur fram að lögreglan hafi rætt við einstaklinga sem höfðu verið að auglýsa vændi. Spurður hvort að lögreglan hafi yfirheyrt einhvern vegna þessa svarar Grímur því neitandi. „Nei við höfum aldrei verið á þeirri hlið að skoða ólögmæti í tengslum við sölu á vændi. Okkar sýn á þetta er sú að það er ólíklegt að einhver sé af fúsum og frjálsum vilja í vændissölu. Það að beina sjónum okkar að ólögmæti einhvers hluta vændissölunar hefur ekki verið í okkar framkvæmd,“ segir Grímur og ítrekar að mikilvægast sé að koma þeim sem stunda vændi til hjálpar og sporna gegn mansali.
Lögreglumál Vændi Mansal Tengdar fréttir Lögregluaðgerðir á nokkrum stöðum í tengslum við vændisrannsókn Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu réðist í aðgerðir á nokkrum stöðum á höfuðborgarsvæðinu í síðustu viku í tengslum við vændisrannsókn. Höfð voru afskipti af og rætt við nokkurn fjölda einstaklinga sem tengjast auglýsingum fyrir vændi. 9. júní 2024 19:04 Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent „Við vitum að áföllin munu koma“ Innlent Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Innlent Fleiri fréttir „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Sjá meira
Lögregluaðgerðir á nokkrum stöðum í tengslum við vændisrannsókn Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu réðist í aðgerðir á nokkrum stöðum á höfuðborgarsvæðinu í síðustu viku í tengslum við vændisrannsókn. Höfð voru afskipti af og rætt við nokkurn fjölda einstaklinga sem tengjast auglýsingum fyrir vændi. 9. júní 2024 19:04