Blása England upp í aðdraganda EM Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. júní 2024 11:01 England tapaði gegn Íslandi í aðdraganda mótsins. Rob Newell/Getty Images Evrópumót karla í fótbolta hefst á morgun, föstudag. Þrátt fyrir 0-1 tap fyrir Íslandi á uppseldum Wembley-leikvangi í aðdraganda mótsins þá eru sparkspekingar BBC, breska ríkisútvarpsins, kokhraustir. Englendingar eru að venju gríðarlega bjartsýnir í aðdraganda stórmóts í fótbolta. Stundum á það rétt á sér, stundum ekki. England fór vissulega alla leið í úrslit á EM 2020 og undanúrslit á HM 2018 en féll úr leik í 8-liða úrslitum á HM í Katar 2022. Þá er liðið fallið niður í B-deild Þjóðadeildarinnar. Hvað sem því líður þá er mikil spenna fyrir EM þar sem England er í C-riðli ásamt Danmörku, Serbíu og Slóveníu. Fjórir af sparkspekingum BBC, breska ríkisútvarpsins, voru spurðir hversu langt England getur farið á EM sem fram fer í Þýskalandi að þessu sinni. Spekingarnir fjórir eru Micah Richards, Wayne Rooney, Alan Shearer og Joe Hart. Um er að ræða fjóra fyrrverandi landsliðsmenn Englands sem náðu þó mismiklum árangri, bæði með landsliðinu sem og félagsliðum sínum. „England fer alla leið í úrslit,“ sagði Richards stuttorður. Hann gerði garðinn frægan hjá Manchester City en spilaði einnig fyrir Fiorentina og Aston Villa. Spilaði 13 A-landsleiki og varð einu sinni Englandsmeistari ásamt því að vinna ensku bikarkeppnina einu sinni.Shaun Botterill/Getty Images „Verðum að vera stefna á að vinna mótið. Hafa komist nálægt því að vinna stórmót síðustu tvö skipti. Fóru í úrslit gegn Ítalíu á EM 2020 og töpuðu svo fyrir Frakklandi á HM 2022 en ég tel okkur eiga góða möguleika. Erum með góðan leikmannahóp,“ segir Rooney. Er í dag þjálfari Plymouth Argyle í ensku B-deildinni en spilaði á sínum tíma 120 A-landsleiki ásamt því að vinna fjölda titla með Manchester United.Robbie Jay Barratt/Getty Images „Persónulega tel ég England réttilega vera eitt af þeim liðum sem spáð sigri á mótinu. Tel þá vera með magnað lið og líður eins og við munum eiga gott mót,“ sagði Hart en hann stóð í marki Englands þegar liðið tapaði 2-1 fyrir Íslandi á EM 2016. Lék alls 75 A-landsleiki og vann fjölda titla með Man City og Celtic.VÍSIR/GETTY „Ég trúi að fremstu sex hjá Englandi séu með þeim bestu, ef ekki þeir bestu, í heiminum. Sumir leikmanna okkar og hæfileikarnir sem þeir búa yfir geta ógnað hvaða liði sem er. Ég trúi að England geti farið alla leið,“ sagði Shearer. Hann varð Englandsmeistari með Blackburn Rovers, raðaði inn mörkum fyrir Newcastle United og lék 63 A-landsleiki fyrir England.Catherine Ivill/Getty Images Fótbolti EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Sjá meira
Englendingar eru að venju gríðarlega bjartsýnir í aðdraganda stórmóts í fótbolta. Stundum á það rétt á sér, stundum ekki. England fór vissulega alla leið í úrslit á EM 2020 og undanúrslit á HM 2018 en féll úr leik í 8-liða úrslitum á HM í Katar 2022. Þá er liðið fallið niður í B-deild Þjóðadeildarinnar. Hvað sem því líður þá er mikil spenna fyrir EM þar sem England er í C-riðli ásamt Danmörku, Serbíu og Slóveníu. Fjórir af sparkspekingum BBC, breska ríkisútvarpsins, voru spurðir hversu langt England getur farið á EM sem fram fer í Þýskalandi að þessu sinni. Spekingarnir fjórir eru Micah Richards, Wayne Rooney, Alan Shearer og Joe Hart. Um er að ræða fjóra fyrrverandi landsliðsmenn Englands sem náðu þó mismiklum árangri, bæði með landsliðinu sem og félagsliðum sínum. „England fer alla leið í úrslit,“ sagði Richards stuttorður. Hann gerði garðinn frægan hjá Manchester City en spilaði einnig fyrir Fiorentina og Aston Villa. Spilaði 13 A-landsleiki og varð einu sinni Englandsmeistari ásamt því að vinna ensku bikarkeppnina einu sinni.Shaun Botterill/Getty Images „Verðum að vera stefna á að vinna mótið. Hafa komist nálægt því að vinna stórmót síðustu tvö skipti. Fóru í úrslit gegn Ítalíu á EM 2020 og töpuðu svo fyrir Frakklandi á HM 2022 en ég tel okkur eiga góða möguleika. Erum með góðan leikmannahóp,“ segir Rooney. Er í dag þjálfari Plymouth Argyle í ensku B-deildinni en spilaði á sínum tíma 120 A-landsleiki ásamt því að vinna fjölda titla með Manchester United.Robbie Jay Barratt/Getty Images „Persónulega tel ég England réttilega vera eitt af þeim liðum sem spáð sigri á mótinu. Tel þá vera með magnað lið og líður eins og við munum eiga gott mót,“ sagði Hart en hann stóð í marki Englands þegar liðið tapaði 2-1 fyrir Íslandi á EM 2016. Lék alls 75 A-landsleiki og vann fjölda titla með Man City og Celtic.VÍSIR/GETTY „Ég trúi að fremstu sex hjá Englandi séu með þeim bestu, ef ekki þeir bestu, í heiminum. Sumir leikmanna okkar og hæfileikarnir sem þeir búa yfir geta ógnað hvaða liði sem er. Ég trúi að England geti farið alla leið,“ sagði Shearer. Hann varð Englandsmeistari með Blackburn Rovers, raðaði inn mörkum fyrir Newcastle United og lék 63 A-landsleiki fyrir England.Catherine Ivill/Getty Images
Fótbolti EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Sjá meira