Dreymir um að dæma Evrópu- eða landsleiki Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. júní 2024 13:45 Twana Khalid Ahmed dæmdi toppslag Breiðabliks og Vals í Bestu deild kvenna. Vísir/HAG Draumur Twana Khalid Ahmed, kúrdísks flóttamanns frá Írak, rættist á síðasta ári þegar hann dæmdi sinn fyrsta leik í efstu deild í fótbolta hér á landi. Hann vildi óska að hann hefði byrjað að dæma fyrr hér á landi til að geta dæmt á erlendri grundu sem og íslenskri. Twana þurfti að bíða lengi eftir tækifæri til þess að fá dæma hér á landi en hefur unnið sig hratt upp metorðastigann. Slíkur er uppgangurinn að UEFA, Knattspyrnusamband Evrópu, tók Twana fyrir í herferð þar sem sambandið vekur athygli á dómurum með að leiðarljósi að fleiri taki upp flautuna. „Ísland er mjög gott land. Hér er vinalegt og vingjarnlegt fólk. Mér og fjölskyldu minni líður mjög vel hér. Við eignuðumst fljótt vini sem kenndu okkur á íslenskan kúltúr og hvernig allt virkar,“ segir Twana meðal annars í viðtalinu á vef UEFA áður en umræðan snýst að dómgæslu. Hann var hjá lækni þar sem það kom til tals að hann væri mikill áhugamaður um fótbolta og hefði verið dómari í heimalandi sínu. Kom það á daginn að eiginmaður læknisins var einnig fótboltadómari. Þannig komst Twana í samband við dómarastéttina hér á landi. Hann þurfti þó að bíða þar sem hann var enn skráður sem hælisleitandi. „Ég var tilbúinn að dæma frítt en KSÍ sagði mér að það væri ólöglegt. Þeir sögðu mér að koma til baka um leið og ég væri búinn að fá kennitölu.“ Við tók tveggja ára bið en um leið og Twana fékk kennitölu var hann kominn á fullt í dómgæslu. Hann dæmdi sinn fyrsta leik í efstu deild á síðustu leiktíð og hefur haldið því áfram á þessari leiktíð. „Ég vildi að ég hefði komið til Íslands og byrjað að dæma fimm árum fyrr. Ef til vill hefði ég þá átt möguleika á að dæma á alþjóðavettvangi. Ég held þá áfram að reyna: Alltaf að eiga sér draum og gera hvað maður getur til að upplifa hann.“ ✍️ Frábær grein á vef UEFA um leið Twana Khalid Ahmed frá Írak til Íslands, en hann er í dag landsdómari hjá KSÍ.👇 Twana Khalid Ahmed's road from asylum seeker to top-flight referee in Iceland.https://t.co/yBNblsUTai— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) June 12, 2024 Í lok viðtalsins þakkar Twana öllum þeim sem hafa aðstoðað hann og fjölskyldu hans hér á landi sem og KSÍ fyrir alla aðstoðina. Viðtalið í heild sinni má lesa á vef UEFA. Fótbolti Íslenski boltinn KSÍ Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjá meira
Twana þurfti að bíða lengi eftir tækifæri til þess að fá dæma hér á landi en hefur unnið sig hratt upp metorðastigann. Slíkur er uppgangurinn að UEFA, Knattspyrnusamband Evrópu, tók Twana fyrir í herferð þar sem sambandið vekur athygli á dómurum með að leiðarljósi að fleiri taki upp flautuna. „Ísland er mjög gott land. Hér er vinalegt og vingjarnlegt fólk. Mér og fjölskyldu minni líður mjög vel hér. Við eignuðumst fljótt vini sem kenndu okkur á íslenskan kúltúr og hvernig allt virkar,“ segir Twana meðal annars í viðtalinu á vef UEFA áður en umræðan snýst að dómgæslu. Hann var hjá lækni þar sem það kom til tals að hann væri mikill áhugamaður um fótbolta og hefði verið dómari í heimalandi sínu. Kom það á daginn að eiginmaður læknisins var einnig fótboltadómari. Þannig komst Twana í samband við dómarastéttina hér á landi. Hann þurfti þó að bíða þar sem hann var enn skráður sem hælisleitandi. „Ég var tilbúinn að dæma frítt en KSÍ sagði mér að það væri ólöglegt. Þeir sögðu mér að koma til baka um leið og ég væri búinn að fá kennitölu.“ Við tók tveggja ára bið en um leið og Twana fékk kennitölu var hann kominn á fullt í dómgæslu. Hann dæmdi sinn fyrsta leik í efstu deild á síðustu leiktíð og hefur haldið því áfram á þessari leiktíð. „Ég vildi að ég hefði komið til Íslands og byrjað að dæma fimm árum fyrr. Ef til vill hefði ég þá átt möguleika á að dæma á alþjóðavettvangi. Ég held þá áfram að reyna: Alltaf að eiga sér draum og gera hvað maður getur til að upplifa hann.“ ✍️ Frábær grein á vef UEFA um leið Twana Khalid Ahmed frá Írak til Íslands, en hann er í dag landsdómari hjá KSÍ.👇 Twana Khalid Ahmed's road from asylum seeker to top-flight referee in Iceland.https://t.co/yBNblsUTai— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) June 12, 2024 Í lok viðtalsins þakkar Twana öllum þeim sem hafa aðstoðað hann og fjölskyldu hans hér á landi sem og KSÍ fyrir alla aðstoðina. Viðtalið í heild sinni má lesa á vef UEFA.
Fótbolti Íslenski boltinn KSÍ Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjá meira